Fyrrverandi forstjóri Matís sýknaður af ákæru vegna heimaslátrunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 10:21 Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís. Matís Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Var Sveini gefið að sök að hafa selt kjötið á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Ákæran var þingfest í nóvember í fyrra og fór aðalmeðferð í málinu fram í september síðastliðnum. Ákæruvaldið krafðist þess að Sveinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Sveinn neitaði ávallt sök í málinu og krafðist sýknu. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms byggðist sú krafa hans aðallega á því að sú háttsemi sem lýst væri í ákæru varðaði ekki við þau lagaákvæði sem kæmu fram í ákæru. Því tæki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært var fyrir. Þá byggði Sveinn jafnframt á því að ósannað væri að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Þannig lægi ekkert fyrir um það hvaðan kjötið kom sem selt var á bændamarkaðnum. Héraðsdómur féllst á það með Sveini að það ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir sem hann var ákærður fyrir að brjóta tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða: „Sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra sem lesa má í heild sinni hér. Mjög mikilvægt að regluverkið verði skýrt til fullnustu Sveinn ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvort dómurinn þýddi þá að það sé löglegt að selja af heimaslátruðu dýri. Sveinn svaraði því til að hann væri ekki lögmaður en mjög mikilvægt væri að þessari spurningu yrði svarað. „Og þá regluumhverfið skýrt til fullnustu þannig að bændur og aðrir frumkvöðlar í landbúnaði, því að bændur eru auðvitað fyrst og fremst frumkvöðlar, þetta eru atvinnurekendur sem eru að sinna eigin atvinnurekstri og eiga að hafa tækifæri til þess að stunda nýsköpun og á sama hátt eiga neytendur að hafa tækifæri til þess að velja þá vöru sem þeir vilja,“ sagði Sveinn. Það var Matvælastofnun (MAST) sem fór þess á leit við lögregluna í nóvember 2018 að rannsókn yrði hafin á meintu broti Sveins. Hann var þá forstjóri Matís en var látinn fara um þremur vikum seinna. Vísaði stjórn Matís til trúnaðarbrests á milli stjórnar og forstjóra. Í Bítinu í morgun var Sveinn beðinn um að rifja það upp hvers vegna hann var látinn fara frá Matís. „Ég hef nú aldrei almennilega vitað hvað ég gerði í því samhengi. Ég veit að ég var að sinna mínu hlutverki að því er ég taldi, meðal annars að hjálpa bændum að auka verðmæti og það var það sem málið snerist um allan tímann,“ sagði Sveinn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Landbúnaður Dómsmál Lögreglumál Skagafjörður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Var Sveini gefið að sök að hafa selt kjötið á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Ákæran var þingfest í nóvember í fyrra og fór aðalmeðferð í málinu fram í september síðastliðnum. Ákæruvaldið krafðist þess að Sveinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Sveinn neitaði ávallt sök í málinu og krafðist sýknu. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms byggðist sú krafa hans aðallega á því að sú háttsemi sem lýst væri í ákæru varðaði ekki við þau lagaákvæði sem kæmu fram í ákæru. Því tæki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært var fyrir. Þá byggði Sveinn jafnframt á því að ósannað væri að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Þannig lægi ekkert fyrir um það hvaðan kjötið kom sem selt var á bændamarkaðnum. Héraðsdómur féllst á það með Sveini að það ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir sem hann var ákærður fyrir að brjóta tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða: „Sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra sem lesa má í heild sinni hér. Mjög mikilvægt að regluverkið verði skýrt til fullnustu Sveinn ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvort dómurinn þýddi þá að það sé löglegt að selja af heimaslátruðu dýri. Sveinn svaraði því til að hann væri ekki lögmaður en mjög mikilvægt væri að þessari spurningu yrði svarað. „Og þá regluumhverfið skýrt til fullnustu þannig að bændur og aðrir frumkvöðlar í landbúnaði, því að bændur eru auðvitað fyrst og fremst frumkvöðlar, þetta eru atvinnurekendur sem eru að sinna eigin atvinnurekstri og eiga að hafa tækifæri til þess að stunda nýsköpun og á sama hátt eiga neytendur að hafa tækifæri til þess að velja þá vöru sem þeir vilja,“ sagði Sveinn. Það var Matvælastofnun (MAST) sem fór þess á leit við lögregluna í nóvember 2018 að rannsókn yrði hafin á meintu broti Sveins. Hann var þá forstjóri Matís en var látinn fara um þremur vikum seinna. Vísaði stjórn Matís til trúnaðarbrests á milli stjórnar og forstjóra. Í Bítinu í morgun var Sveinn beðinn um að rifja það upp hvers vegna hann var látinn fara frá Matís. „Ég hef nú aldrei almennilega vitað hvað ég gerði í því samhengi. Ég veit að ég var að sinna mínu hlutverki að því er ég taldi, meðal annars að hjálpa bændum að auka verðmæti og það var það sem málið snerist um allan tímann,“ sagði Sveinn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landbúnaður Dómsmál Lögreglumál Skagafjörður Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent