Meira en bara lífstíll Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 22. október 2020 08:00 Fyrstu helgina í október kom ungt Framsóknarfólk saman í Reykjavík og hélt sitt árlega sambandsþing. Á þinginu var rætt um allt milli himins og jarðar en þó mest um stjórnmál. Eitt sem stóð þar upp úr var umræða um störf núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Greinilegt var að mikil óánægja var í hópnum vegna starfa hans og þegar fram kom tillaga að lýsa yfir vantrausti á ráðherrann var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ungu Framsóknarfólki finnst að málaflokkur landbúnaðar hafi verið afskiptur í of langan tíma og það sé farið að hafa mikil áhrif á framtíðarsýn í íslenskum landbúnaði. Það kom bersýnilega fram aðeins tveimur dögum seinna en þá lét ráðherrann þessi ummæli falla í ræðustól á Alþingi, þegar hann var spurður út í tækifæri og frelsi bænda: „Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtal við þá þar sem þeir segja að þetta sé meiri lífsstíll en spurning um afkomu.“ Ummæli hans um að bændur teldu sauðfjárbúskap frekar vera lífsstíl heldur en spurning um afkomu vakti athygli fólks um allt land. Rík ástæða er til þess að hafa áhyggjur af stöðu landbúnaðar á Íslandi þegar að ráðherra lætur slík orð falla í ræðustól Alþingis. Það er því kannski ekki nema von að maður velti því upp hvort að bændur, í samtölum sínum við ráðherrann, hafi ekki einmitt verið að nota þetta orðalag til að reyna að fá ráðherra til að átta sig á þeirri slæmu stöðu sem íslenskur landbúnaður er kominn í. Fólk sem starfar í landbúnaði á ekki að hafa það á tilfinningunni að þetta sé aukavinna. Sérstakt ráðuneyti landbúnaðar Stjórn SUF vill að aftur verði komið á fót sérstöku landbúnaðarráðuneyti. Síðastliðin ár hefur landbúnaður á Íslandi átt undir högg að sækja vegna aukins innflutnings, tollasvindla og áhuga-, eftirlits- og afskiptaleysis ráðherra. Þegar rýnt er í innflutning á matvælum síðastliðin ár vakna upp margar spurningar. Sérstaklega er hægt að velta því fyrir sér hvort að nú sé kominn nýr Messías sem vinnur við innflutning, nema í staðinn fyrir að breyta vatni í vín þá breytir hann mjólk í jurt, eins og gerist við þá osta sem ferðast yfir Atlantshafið. Það sama má segja um kjötið sem flutt er til landsins, en stór hluti af því virðist hverfa á leiðinni yfir Atlantshafið þegar innflutningstölur milli Íslands og Evrópu eru bornar saman. Íslenskur landbúnaður hefur frábær tækifæri til þess að vera í fyrsta flokki á nær öllum sviðum. Landbúnaður, sjávarútvegur, ferðamál, iðnaður og nýsköpun eru nú öll sett undir sama ráðuneytið og hefur sú sambúð gengið misvel. Öll málin skipta íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli en það standa sterk rök fyrir sérstöku ráðuneyti landbúnaðarmála. Í ráðuneytinu starfar enginn með sérfræðimenntun á sviði landbúnaðarmála og stofnanir sem áður heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið eru nú komnar í önnur ráðuneyti, eins og Landgræðsla ríkisins og Skógræktin. Eflaust gæti verið að fólk telji mikilvægi sérstaks landbúnaðarráðuneytis ekki vera það sama og fyrrum, þar sem mun færri starfa í þeim geira en áður vegna aukinnar tækniþróunar en mikilvægi landbúnaðar hefur ekki minnkað. Einangrun Íslands hefur þau áhrif að sjúkdómsstaða landsins er mjög góð, lyfjanotkun í landbúnaði er ein sú minnsta í heiminum og tækifæri til nýsköpunar mikil. En einangrunin hefur líka þau áhrif að það er ákveðin sóun fólgin í að flytja inn matvæli langar leiðir sem gætu auðveldlega, og eru jafnvel, framleidd við kjöraðstæður á Íslandi. Einnig virðist oft gleymast í umræðunni hvað það er sem landbúnaður raunverulega færir okkur. Án landbúnaðar væri daglegt líf okkar mjög dauft og heldur næringarsnautt. Við vöknum á morgnana og gerum hafragrautinn hálfsofandi, förum í vinnuna og grípum okkur salat í hádeginu, stökkvum í bakaríið í kaffinu og grillum kjöt og grænmeti á kvöldin með bjór í hendinni. Allar máltíðir okkar yfir daginn eru komnar frá þeim sem búa matvælin til. Fæðuöryggi á Íslandi hefur verið gott. Það getur þó fljótt orðið að viðkvæmri stöðu. Til dæmis hefur innflutningur aukist á vörum sem hægt er að fá á Íslandi sem hefur orðið til þess að sumir bændur hafa hætt störfum. Síðan eru matvörurnar illa merktar í verslunum og erfitt fyrir neytanda að taka upplýsta ákvörðun um vörurnar sem hann kaupir. Merkingar í veitingaþjónustu eru enn verri. Dæmi er um drykki sem eru auglýstir sem íslensk vara en í þeim tilvikum er pakkningin íslensk en innihaldið erlent. Innfluttu vörurnar eru oft ódýrari vegna meiri sýklalyfjanotkunar, ódýrara vinnuafls og í sumum tilvikum eru ekki gerðar sömu gæðakröfur. Hvað ef öll landamæri lokast? Áhrif heimfaraldurs COVID-19 sýna það glöggt að það getur tekið örstutta stund að loka löndum heimsins. Þrátt fyrir að ákvörðun hafi verið tekin um að leyfa vöruflutninga milli landa þegar landamæri voru lokuð hefði einnig verið möguleiki á því að innflutningur til landsins hefði stöðvast algjörlega. Þá hefðu Íslendingar þurft að reiða sig alfarið á íslenskar vörur. Við þurfum að vera með tryggar undirstöður. Íslenskur landbúnaður er ein mikilvægasta stoð samfélagsins en svo virðist sem það hafi gleymst á nokkrum stöðum í stjórnsýslunni. Ungt fólk á að sjá tækifæri í því að starfa í landbúnaði og eiga möguleika á því að prófa sig áfram án þess að steypa sér í of miklar skuldir. Enn fremur á fólk skilið virðingu fyrir þá vinnu sem þau leggja í að tryggja að nóg sé til af heilnæmum mat í landinu fyrir sig og samlanda sína. Nú er ár í kosningar. Ég vona að sú ríkisstjórn, sem tekur við, sýni það í verki að þau hafi framtíðarsýn og áhuga á landbúnaði og gefi þeirri atvinnugrein möguleika á að blómstra Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Fyrstu helgina í október kom ungt Framsóknarfólk saman í Reykjavík og hélt sitt árlega sambandsþing. Á þinginu var rætt um allt milli himins og jarðar en þó mest um stjórnmál. Eitt sem stóð þar upp úr var umræða um störf núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Greinilegt var að mikil óánægja var í hópnum vegna starfa hans og þegar fram kom tillaga að lýsa yfir vantrausti á ráðherrann var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ungu Framsóknarfólki finnst að málaflokkur landbúnaðar hafi verið afskiptur í of langan tíma og það sé farið að hafa mikil áhrif á framtíðarsýn í íslenskum landbúnaði. Það kom bersýnilega fram aðeins tveimur dögum seinna en þá lét ráðherrann þessi ummæli falla í ræðustól á Alþingi, þegar hann var spurður út í tækifæri og frelsi bænda: „Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtal við þá þar sem þeir segja að þetta sé meiri lífsstíll en spurning um afkomu.“ Ummæli hans um að bændur teldu sauðfjárbúskap frekar vera lífsstíl heldur en spurning um afkomu vakti athygli fólks um allt land. Rík ástæða er til þess að hafa áhyggjur af stöðu landbúnaðar á Íslandi þegar að ráðherra lætur slík orð falla í ræðustól Alþingis. Það er því kannski ekki nema von að maður velti því upp hvort að bændur, í samtölum sínum við ráðherrann, hafi ekki einmitt verið að nota þetta orðalag til að reyna að fá ráðherra til að átta sig á þeirri slæmu stöðu sem íslenskur landbúnaður er kominn í. Fólk sem starfar í landbúnaði á ekki að hafa það á tilfinningunni að þetta sé aukavinna. Sérstakt ráðuneyti landbúnaðar Stjórn SUF vill að aftur verði komið á fót sérstöku landbúnaðarráðuneyti. Síðastliðin ár hefur landbúnaður á Íslandi átt undir högg að sækja vegna aukins innflutnings, tollasvindla og áhuga-, eftirlits- og afskiptaleysis ráðherra. Þegar rýnt er í innflutning á matvælum síðastliðin ár vakna upp margar spurningar. Sérstaklega er hægt að velta því fyrir sér hvort að nú sé kominn nýr Messías sem vinnur við innflutning, nema í staðinn fyrir að breyta vatni í vín þá breytir hann mjólk í jurt, eins og gerist við þá osta sem ferðast yfir Atlantshafið. Það sama má segja um kjötið sem flutt er til landsins, en stór hluti af því virðist hverfa á leiðinni yfir Atlantshafið þegar innflutningstölur milli Íslands og Evrópu eru bornar saman. Íslenskur landbúnaður hefur frábær tækifæri til þess að vera í fyrsta flokki á nær öllum sviðum. Landbúnaður, sjávarútvegur, ferðamál, iðnaður og nýsköpun eru nú öll sett undir sama ráðuneytið og hefur sú sambúð gengið misvel. Öll málin skipta íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli en það standa sterk rök fyrir sérstöku ráðuneyti landbúnaðarmála. Í ráðuneytinu starfar enginn með sérfræðimenntun á sviði landbúnaðarmála og stofnanir sem áður heyrðu undir landbúnaðarráðuneytið eru nú komnar í önnur ráðuneyti, eins og Landgræðsla ríkisins og Skógræktin. Eflaust gæti verið að fólk telji mikilvægi sérstaks landbúnaðarráðuneytis ekki vera það sama og fyrrum, þar sem mun færri starfa í þeim geira en áður vegna aukinnar tækniþróunar en mikilvægi landbúnaðar hefur ekki minnkað. Einangrun Íslands hefur þau áhrif að sjúkdómsstaða landsins er mjög góð, lyfjanotkun í landbúnaði er ein sú minnsta í heiminum og tækifæri til nýsköpunar mikil. En einangrunin hefur líka þau áhrif að það er ákveðin sóun fólgin í að flytja inn matvæli langar leiðir sem gætu auðveldlega, og eru jafnvel, framleidd við kjöraðstæður á Íslandi. Einnig virðist oft gleymast í umræðunni hvað það er sem landbúnaður raunverulega færir okkur. Án landbúnaðar væri daglegt líf okkar mjög dauft og heldur næringarsnautt. Við vöknum á morgnana og gerum hafragrautinn hálfsofandi, förum í vinnuna og grípum okkur salat í hádeginu, stökkvum í bakaríið í kaffinu og grillum kjöt og grænmeti á kvöldin með bjór í hendinni. Allar máltíðir okkar yfir daginn eru komnar frá þeim sem búa matvælin til. Fæðuöryggi á Íslandi hefur verið gott. Það getur þó fljótt orðið að viðkvæmri stöðu. Til dæmis hefur innflutningur aukist á vörum sem hægt er að fá á Íslandi sem hefur orðið til þess að sumir bændur hafa hætt störfum. Síðan eru matvörurnar illa merktar í verslunum og erfitt fyrir neytanda að taka upplýsta ákvörðun um vörurnar sem hann kaupir. Merkingar í veitingaþjónustu eru enn verri. Dæmi er um drykki sem eru auglýstir sem íslensk vara en í þeim tilvikum er pakkningin íslensk en innihaldið erlent. Innfluttu vörurnar eru oft ódýrari vegna meiri sýklalyfjanotkunar, ódýrara vinnuafls og í sumum tilvikum eru ekki gerðar sömu gæðakröfur. Hvað ef öll landamæri lokast? Áhrif heimfaraldurs COVID-19 sýna það glöggt að það getur tekið örstutta stund að loka löndum heimsins. Þrátt fyrir að ákvörðun hafi verið tekin um að leyfa vöruflutninga milli landa þegar landamæri voru lokuð hefði einnig verið möguleiki á því að innflutningur til landsins hefði stöðvast algjörlega. Þá hefðu Íslendingar þurft að reiða sig alfarið á íslenskar vörur. Við þurfum að vera með tryggar undirstöður. Íslenskur landbúnaður er ein mikilvægasta stoð samfélagsins en svo virðist sem það hafi gleymst á nokkrum stöðum í stjórnsýslunni. Ungt fólk á að sjá tækifæri í því að starfa í landbúnaði og eiga möguleika á því að prófa sig áfram án þess að steypa sér í of miklar skuldir. Enn fremur á fólk skilið virðingu fyrir þá vinnu sem þau leggja í að tryggja að nóg sé til af heilnæmum mat í landinu fyrir sig og samlanda sína. Nú er ár í kosningar. Ég vona að sú ríkisstjórn, sem tekur við, sýni það í verki að þau hafi framtíðarsýn og áhuga á landbúnaði og gefi þeirri atvinnugrein möguleika á að blómstra Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun