Trump á enn bankareikning í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 23:21 Kona stendur við útskornar myndir af Xi Jinping, forseta Kína, og Donald Trump Bandaríkjaforseta í Moskvu. Samskipti Kína og Bandaríkin hafa farið versnandi í tíð Trump sem hóf viðskiptastríð gegn stjórnvöldum í Beijing. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. Kína er aðeins eitt þriggja landa utan Bandaríkjanna þar sem Trump er með bankareikning. Hann á í viðskiptum við banka á Bretlandi og Írlandi þar sem fyrirtæki hans rekur golfvelli. New York Times, sem hefur upplýsingar um skattskýrslur forsetans undir höndum, segir að kínverski bankareikningurinn komi ekki fram í hagsmunaskráningu Trump vegna þess að hann er skráður á einkahlutafélag. Ekki sé ljóst hjá hvaða fjármálstofnun reikningurinn er. Trump hefur í gegnum tíðina átt í viðskiptum við kínversk ríkisfyrirtæki og reynt að ná samningum í landinu án árangurs. Blaðið segir ekki ljóst hversu miklir fjármunir hafi farið um reikninginn sem er skráður á eignarhaldsfélag um hótelrekstur forsetans. Lögmaður fyrirtækis Trump segir að það hafi stofnað reikninginn til að greiða skatta í Kína í tengslum við viðskiptatækifæri þar. Engir samningar hafi þó verið gerðir og skrifstofa sem fyrirtækið kom á fót í Kína hafi verið athafnalaus frá 2015. Bankareikningurinn hafi aldrei verið notaður í öðrum tilgangi. New York Times bendir á að stærsti ríkisbanki Kína hafi þar til í fyrra leigt þrjár hæðir í Trump-turninum í New York. Trump hefur lengi sóst eftir að selja leyfi til að nota nafn sitt og skráð það sem vörumerki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa veitt nokkur vörumerkjaleyfi til Trump og dóttur hans Ivönku eftir að hann varð forseti árið 2017. Í kosningabaráttunni hefur Trump ítrekað sakað keppinaut sinn, Joe Biden fyrrverandi varaforseta, um að vera handgenginn Kína meðal annars með óljósum ásökunum um að einn sona hans hafi auðgast á viðskiptum þar. Barack Obama, fyrrverandi forseti, gerði grín að uppljóstrunum um kínverska bankareikning Trump þegar hann kom fram á kosningafundi fyrir Biden í fyrsta skipti í kvöld. „Getið þið ímyndað ykkur ef ég hefði átt leynilegan kínverskan bankareikning þegar ég bauð mig fram til endurkjörs? Haldið þið að Fox News hefði haft svolitlar áhyggjur af því? Þau hefðu kallað mig „Beijing-Barry“,“ sagði Obama í gamansömum tón. Fyrri umfjöllun New York Times upp úr skattskýrslunum leiddi í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt til bandarísku alríkisstjórnarinnar undanfarin ár. Ástæðan er sú að hann hefur notað mikið bókfært tap til þess að lækka eða fella alveg niður skattgreiðslurnar. Donald Trump Kína Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. Kína er aðeins eitt þriggja landa utan Bandaríkjanna þar sem Trump er með bankareikning. Hann á í viðskiptum við banka á Bretlandi og Írlandi þar sem fyrirtæki hans rekur golfvelli. New York Times, sem hefur upplýsingar um skattskýrslur forsetans undir höndum, segir að kínverski bankareikningurinn komi ekki fram í hagsmunaskráningu Trump vegna þess að hann er skráður á einkahlutafélag. Ekki sé ljóst hjá hvaða fjármálstofnun reikningurinn er. Trump hefur í gegnum tíðina átt í viðskiptum við kínversk ríkisfyrirtæki og reynt að ná samningum í landinu án árangurs. Blaðið segir ekki ljóst hversu miklir fjármunir hafi farið um reikninginn sem er skráður á eignarhaldsfélag um hótelrekstur forsetans. Lögmaður fyrirtækis Trump segir að það hafi stofnað reikninginn til að greiða skatta í Kína í tengslum við viðskiptatækifæri þar. Engir samningar hafi þó verið gerðir og skrifstofa sem fyrirtækið kom á fót í Kína hafi verið athafnalaus frá 2015. Bankareikningurinn hafi aldrei verið notaður í öðrum tilgangi. New York Times bendir á að stærsti ríkisbanki Kína hafi þar til í fyrra leigt þrjár hæðir í Trump-turninum í New York. Trump hefur lengi sóst eftir að selja leyfi til að nota nafn sitt og skráð það sem vörumerki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa veitt nokkur vörumerkjaleyfi til Trump og dóttur hans Ivönku eftir að hann varð forseti árið 2017. Í kosningabaráttunni hefur Trump ítrekað sakað keppinaut sinn, Joe Biden fyrrverandi varaforseta, um að vera handgenginn Kína meðal annars með óljósum ásökunum um að einn sona hans hafi auðgast á viðskiptum þar. Barack Obama, fyrrverandi forseti, gerði grín að uppljóstrunum um kínverska bankareikning Trump þegar hann kom fram á kosningafundi fyrir Biden í fyrsta skipti í kvöld. „Getið þið ímyndað ykkur ef ég hefði átt leynilegan kínverskan bankareikning þegar ég bauð mig fram til endurkjörs? Haldið þið að Fox News hefði haft svolitlar áhyggjur af því? Þau hefðu kallað mig „Beijing-Barry“,“ sagði Obama í gamansömum tón. Fyrri umfjöllun New York Times upp úr skattskýrslunum leiddi í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt til bandarísku alríkisstjórnarinnar undanfarin ár. Ástæðan er sú að hann hefur notað mikið bókfært tap til þess að lækka eða fella alveg niður skattgreiðslurnar.
Donald Trump Kína Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17