Trump á enn bankareikning í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 23:21 Kona stendur við útskornar myndir af Xi Jinping, forseta Kína, og Donald Trump Bandaríkjaforseta í Moskvu. Samskipti Kína og Bandaríkin hafa farið versnandi í tíð Trump sem hóf viðskiptastríð gegn stjórnvöldum í Beijing. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. Kína er aðeins eitt þriggja landa utan Bandaríkjanna þar sem Trump er með bankareikning. Hann á í viðskiptum við banka á Bretlandi og Írlandi þar sem fyrirtæki hans rekur golfvelli. New York Times, sem hefur upplýsingar um skattskýrslur forsetans undir höndum, segir að kínverski bankareikningurinn komi ekki fram í hagsmunaskráningu Trump vegna þess að hann er skráður á einkahlutafélag. Ekki sé ljóst hjá hvaða fjármálstofnun reikningurinn er. Trump hefur í gegnum tíðina átt í viðskiptum við kínversk ríkisfyrirtæki og reynt að ná samningum í landinu án árangurs. Blaðið segir ekki ljóst hversu miklir fjármunir hafi farið um reikninginn sem er skráður á eignarhaldsfélag um hótelrekstur forsetans. Lögmaður fyrirtækis Trump segir að það hafi stofnað reikninginn til að greiða skatta í Kína í tengslum við viðskiptatækifæri þar. Engir samningar hafi þó verið gerðir og skrifstofa sem fyrirtækið kom á fót í Kína hafi verið athafnalaus frá 2015. Bankareikningurinn hafi aldrei verið notaður í öðrum tilgangi. New York Times bendir á að stærsti ríkisbanki Kína hafi þar til í fyrra leigt þrjár hæðir í Trump-turninum í New York. Trump hefur lengi sóst eftir að selja leyfi til að nota nafn sitt og skráð það sem vörumerki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa veitt nokkur vörumerkjaleyfi til Trump og dóttur hans Ivönku eftir að hann varð forseti árið 2017. Í kosningabaráttunni hefur Trump ítrekað sakað keppinaut sinn, Joe Biden fyrrverandi varaforseta, um að vera handgenginn Kína meðal annars með óljósum ásökunum um að einn sona hans hafi auðgast á viðskiptum þar. Barack Obama, fyrrverandi forseti, gerði grín að uppljóstrunum um kínverska bankareikning Trump þegar hann kom fram á kosningafundi fyrir Biden í fyrsta skipti í kvöld. „Getið þið ímyndað ykkur ef ég hefði átt leynilegan kínverskan bankareikning þegar ég bauð mig fram til endurkjörs? Haldið þið að Fox News hefði haft svolitlar áhyggjur af því? Þau hefðu kallað mig „Beijing-Barry“,“ sagði Obama í gamansömum tón. Fyrri umfjöllun New York Times upp úr skattskýrslunum leiddi í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt til bandarísku alríkisstjórnarinnar undanfarin ár. Ástæðan er sú að hann hefur notað mikið bókfært tap til þess að lækka eða fella alveg niður skattgreiðslurnar. Donald Trump Kína Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. Kína er aðeins eitt þriggja landa utan Bandaríkjanna þar sem Trump er með bankareikning. Hann á í viðskiptum við banka á Bretlandi og Írlandi þar sem fyrirtæki hans rekur golfvelli. New York Times, sem hefur upplýsingar um skattskýrslur forsetans undir höndum, segir að kínverski bankareikningurinn komi ekki fram í hagsmunaskráningu Trump vegna þess að hann er skráður á einkahlutafélag. Ekki sé ljóst hjá hvaða fjármálstofnun reikningurinn er. Trump hefur í gegnum tíðina átt í viðskiptum við kínversk ríkisfyrirtæki og reynt að ná samningum í landinu án árangurs. Blaðið segir ekki ljóst hversu miklir fjármunir hafi farið um reikninginn sem er skráður á eignarhaldsfélag um hótelrekstur forsetans. Lögmaður fyrirtækis Trump segir að það hafi stofnað reikninginn til að greiða skatta í Kína í tengslum við viðskiptatækifæri þar. Engir samningar hafi þó verið gerðir og skrifstofa sem fyrirtækið kom á fót í Kína hafi verið athafnalaus frá 2015. Bankareikningurinn hafi aldrei verið notaður í öðrum tilgangi. New York Times bendir á að stærsti ríkisbanki Kína hafi þar til í fyrra leigt þrjár hæðir í Trump-turninum í New York. Trump hefur lengi sóst eftir að selja leyfi til að nota nafn sitt og skráð það sem vörumerki í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa veitt nokkur vörumerkjaleyfi til Trump og dóttur hans Ivönku eftir að hann varð forseti árið 2017. Í kosningabaráttunni hefur Trump ítrekað sakað keppinaut sinn, Joe Biden fyrrverandi varaforseta, um að vera handgenginn Kína meðal annars með óljósum ásökunum um að einn sona hans hafi auðgast á viðskiptum þar. Barack Obama, fyrrverandi forseti, gerði grín að uppljóstrunum um kínverska bankareikning Trump þegar hann kom fram á kosningafundi fyrir Biden í fyrsta skipti í kvöld. „Getið þið ímyndað ykkur ef ég hefði átt leynilegan kínverskan bankareikning þegar ég bauð mig fram til endurkjörs? Haldið þið að Fox News hefði haft svolitlar áhyggjur af því? Þau hefðu kallað mig „Beijing-Barry“,“ sagði Obama í gamansömum tón. Fyrri umfjöllun New York Times upp úr skattskýrslunum leiddi í ljós að Trump hefur greitt lítinn sem engan tekjuskatt til bandarísku alríkisstjórnarinnar undanfarin ár. Ástæðan er sú að hann hefur notað mikið bókfært tap til þess að lækka eða fella alveg niður skattgreiðslurnar.
Donald Trump Kína Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Segja Trump hafa greitt samtals 1.500 dollara í tekjuskatt á tveimur árum New York Times segist hafa undir höndum gögn um skattskil Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 27. september 2020 22:17