Skólastefna fortíðar til framtíðar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. október 2020 08:00 Nú þegar ný menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir til umræðu á Alþingi er áhugavert til þess að vita að í október 2013 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar síðast að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins. Það er nokkuð ljóst að kominn er tími á endurskoðun. Ekki eingöngu vegna þess hve langt er síðan hún var síðast endurskoðun, heldur ekki síður vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í samfélaginu á þeim tíma. Tvennt þykir mér sérstök ástæða til að draga fram. Í núverandi skólastefnu Garðabæjar er hvergi minnst á menntun án aðgreiningar, svo gömul er stefnan. Stefnan um menntun á aðgreiningar hefur verið við lýði í íslensku skólakerfi um langt skeið og meðal annars verið gerð evrópsk úttekt á því hvernig til tókst með innleiðingu. Hitt er síðan framtíðarmál. Þær tæknibreytingar sem eiga sér stað í öllum samfélögum hafa gríðarleg áhrif á okkur öll. Stafrænar lausnir taka yfir á fjölmörgum sviðum sem snerta okkar daglega líf og munu gera það áfram. Hraði þeirrar þróunar gerir það að verkum að við sjáum ekki fyrir í hverju allar þessar breytingar felast. Það er mikilvægt að hver einstaklingur hafi jöfn tækifæri og jafnt aðgengi að þessum nýja veruleika og því skiptir máli að tæknilæsi þjóðar sé sett í forgang. Hér er um stórt jafnréttismál að ræða sem allar nágrannaþjóðir okkar hafa áttað sig á og leggja mikla áherslu á í sínum menntastefnum nú þegar. Því skiptir máli að leggja fram sýn til framtíðar í skólastefnu. Leik- og grunnskólar eru dýrmætur lykill að þeim grunni sem hver þjóð þarf á að halda til að efla þekkingu svo hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Tæknilæsi er færni sem við þurfum öll á að halda samhliða lykilþáttum á við hæfni til samskipta, samvinnu, sjálfstæðra vinnubragða og áræðni til að takast á við hið óþekkta. Því er það mikilsvert að skólakerfið hreyfist í takt við nýja tíma en festist ekki í því sem þótti gott og framúrskarandi árið 2013. Ég hef lagt það til að hafin verði vinna við endurskoðun skólastefnu Garðabæjar, því þar er svo sannarlega verk að vinna. Garðabær hefur hingað til lagt nokkurn metnað í að byggja upp góða og framsækna skóla, stutt við fjölbreytni og valfrelsi í skólavali og fjölbreytt rekstrarform. Nú, þegar menntamálaráðherra er að leggja fram menntastefnu til ársins 2030 ætlar Garðabær að verða eftirbátur á, þar sem skólakerfið er lykill að framþróun og mun hafa áhrif á samkeppni um störf þegar fram í sækir hvort sem er hér á landi eða erlendis. Það liggur á að hefja endurskoðun skólastefnunnar. Því hvet ég félaga mína í meirihlutanum til þess að bretta upp ermar og blása til sóknar í skólamálum Garðabæjar með því að hefja þessa vinnu í samvinnu og samstarfi við samfélagið allt. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú þegar ný menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir til umræðu á Alþingi er áhugavert til þess að vita að í október 2013 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar síðast að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins. Það er nokkuð ljóst að kominn er tími á endurskoðun. Ekki eingöngu vegna þess hve langt er síðan hún var síðast endurskoðun, heldur ekki síður vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í samfélaginu á þeim tíma. Tvennt þykir mér sérstök ástæða til að draga fram. Í núverandi skólastefnu Garðabæjar er hvergi minnst á menntun án aðgreiningar, svo gömul er stefnan. Stefnan um menntun á aðgreiningar hefur verið við lýði í íslensku skólakerfi um langt skeið og meðal annars verið gerð evrópsk úttekt á því hvernig til tókst með innleiðingu. Hitt er síðan framtíðarmál. Þær tæknibreytingar sem eiga sér stað í öllum samfélögum hafa gríðarleg áhrif á okkur öll. Stafrænar lausnir taka yfir á fjölmörgum sviðum sem snerta okkar daglega líf og munu gera það áfram. Hraði þeirrar þróunar gerir það að verkum að við sjáum ekki fyrir í hverju allar þessar breytingar felast. Það er mikilvægt að hver einstaklingur hafi jöfn tækifæri og jafnt aðgengi að þessum nýja veruleika og því skiptir máli að tæknilæsi þjóðar sé sett í forgang. Hér er um stórt jafnréttismál að ræða sem allar nágrannaþjóðir okkar hafa áttað sig á og leggja mikla áherslu á í sínum menntastefnum nú þegar. Því skiptir máli að leggja fram sýn til framtíðar í skólastefnu. Leik- og grunnskólar eru dýrmætur lykill að þeim grunni sem hver þjóð þarf á að halda til að efla þekkingu svo hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Tæknilæsi er færni sem við þurfum öll á að halda samhliða lykilþáttum á við hæfni til samskipta, samvinnu, sjálfstæðra vinnubragða og áræðni til að takast á við hið óþekkta. Því er það mikilsvert að skólakerfið hreyfist í takt við nýja tíma en festist ekki í því sem þótti gott og framúrskarandi árið 2013. Ég hef lagt það til að hafin verði vinna við endurskoðun skólastefnu Garðabæjar, því þar er svo sannarlega verk að vinna. Garðabær hefur hingað til lagt nokkurn metnað í að byggja upp góða og framsækna skóla, stutt við fjölbreytni og valfrelsi í skólavali og fjölbreytt rekstrarform. Nú, þegar menntamálaráðherra er að leggja fram menntastefnu til ársins 2030 ætlar Garðabær að verða eftirbátur á, þar sem skólakerfið er lykill að framþróun og mun hafa áhrif á samkeppni um störf þegar fram í sækir hvort sem er hér á landi eða erlendis. Það liggur á að hefja endurskoðun skólastefnunnar. Því hvet ég félaga mína í meirihlutanum til þess að bretta upp ermar og blása til sóknar í skólamálum Garðabæjar með því að hefja þessa vinnu í samvinnu og samstarfi við samfélagið allt. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun