„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2020 12:31 Ásahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem taka þátt í sameiningaviðræðunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim. Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim.
Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira