Að hlýða eða hlýða ekki – þar er efinn Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2020 17:36 Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar