Helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vill þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2020 18:46 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta er í fimmta skipti sem tillaga sem þessi er lögð fram á Alþingi, nú síðast á nýliðnum vetri en aldrei náð fram að ganga. Tæpt ár er liðið frá því Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag um rannsóknir á möguleikum á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Samkomulagið byggði á skýrslu stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Hér sést dreifing þingmanna eftir flokkum og kjördæmum sem skrifa upp á þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Athygli vekur að helmingur þingmanna stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skrifa undir tillöguna. Þingmennirnir tuttugu og fjórir vilja að þjóðin verði spurð: Foto: HÞ Flestir koma þingmennirnir úr Suðvesturkjördæmi eða sex. Fimm koma úr Norðausturkjördæmi og annar eins fjöldi úr Norðvesturkjördæmi, fjórir koma úr suðurkjördæmi og fjórir úr Reykjavíkurkjördæmunum, þar sem umræddur flugvöllur er staðsettur, þar af einn stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum. Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta Framsóknarflokksins, níu af ellefu þingmönnum Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn af níu þingmönnum Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Samkvæmt samkomulagi samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember í fyrra hefur verið skipaður stýrihópur til að fylgjast með rannsóknum á kostum Hvassahrauns fyrir nýjan flugvöll. Borgini og ríkið skipta méð sér 200 milljóna framlagi til rannsóknanna. Stefnt er að því að taka ákvörðun hvort af byggingu flugvallarins verði fyrir lok árs 2024. Reykjavíkurflugvöllur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fréttir af flugi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þetta er í fimmta skipti sem tillaga sem þessi er lögð fram á Alþingi, nú síðast á nýliðnum vetri en aldrei náð fram að ganga. Tæpt ár er liðið frá því Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag um rannsóknir á möguleikum á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Samkomulagið byggði á skýrslu stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Hér sést dreifing þingmanna eftir flokkum og kjördæmum sem skrifa upp á þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Athygli vekur að helmingur þingmanna stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skrifa undir tillöguna. Þingmennirnir tuttugu og fjórir vilja að þjóðin verði spurð: Foto: HÞ Flestir koma þingmennirnir úr Suðvesturkjördæmi eða sex. Fimm koma úr Norðausturkjördæmi og annar eins fjöldi úr Norðvesturkjördæmi, fjórir koma úr suðurkjördæmi og fjórir úr Reykjavíkurkjördæmunum, þar sem umræddur flugvöllur er staðsettur, þar af einn stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum. Átta af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, fjórir af átta Framsóknarflokksins, níu af ellefu þingmönnum Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn af níu þingmönnum Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.Grafík/HÞ Samkvæmt samkomulagi samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember í fyrra hefur verið skipaður stýrihópur til að fylgjast með rannsóknum á kostum Hvassahrauns fyrir nýjan flugvöll. Borgini og ríkið skipta méð sér 200 milljóna framlagi til rannsóknanna. Stefnt er að því að taka ákvörðun hvort af byggingu flugvallarins verði fyrir lok árs 2024.
Reykjavíkurflugvöllur Alþingi Alþingiskosningar 2021 Fréttir af flugi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Reykjavíkurflugvöllur óáreittur næstu 15-20 árin Reykjavíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin en á næstu tveimur árum á að liggja fyrir hvort aðstæður leyfi uppbyggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. 29. nóvember 2019 22:05