Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 10:44 Um er að ræða um 1,2 milljón tonn af vatni. EPA/KIMIMASA MAYAMA Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. Síðan þá hefur gífurlegt magn af geislavirku vatni safnast upp en vatn var notrað til að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðnuðu. Til hefur staðið að hleypa vatninu út í Kyrrahafið um nokkuð skeið en heimamenn hafa mótmælt því harðlega. Sjómenn á svæðinu staðhæfa að það muni rústa iðnaði þeirra. Fréttir af þessum deilum bárust einnig í fyrra en nú virðist sem að endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Í frétt Reuters segir að búist sé við að ákvörðunin verði tilkynnt seinna í mánuðinum. Í frétt Guardian er vitnað í japanska fjölmiðla um að til standi að byrja að losa vatnið árið 2022 og að það muni taka minnst áratug. Vatninu hefur verið safnað saman í rúmlega þúsund tanka við orkuverið og er um 1,2 milljón tonna að ræða. Þar segir einnig að umhverfisverndarsamtök séu einnig mótfallinn áætluninni. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sömuleiðis mótmælt henni og segja hana ógna lífríki svæðisins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi sérfræðinga til Fukushima í apríl. Þeir sögðu að áætlun Japan ætti að ganga upp. Sambærilegum aðferðum væri beitt við kjarnorkuver víðsvegar um heiminn. Forsvarsmenn Tokyo Electric, fyrirtækisins sem rak Fukushima, segja að vatnið verði hreinsað af öllum geislavirkum efnum, nema tritíum. Það er vetnisísótópi sem erfitt er að sía úr vatni og er í senn talið tiltölulega meinlaust. Samkvæmt Reuters er tritíum iðulega í vatni sem veitt er úr kjarnorkuverum. Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. Síðan þá hefur gífurlegt magn af geislavirku vatni safnast upp en vatn var notrað til að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðnuðu. Til hefur staðið að hleypa vatninu út í Kyrrahafið um nokkuð skeið en heimamenn hafa mótmælt því harðlega. Sjómenn á svæðinu staðhæfa að það muni rústa iðnaði þeirra. Fréttir af þessum deilum bárust einnig í fyrra en nú virðist sem að endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Í frétt Reuters segir að búist sé við að ákvörðunin verði tilkynnt seinna í mánuðinum. Í frétt Guardian er vitnað í japanska fjölmiðla um að til standi að byrja að losa vatnið árið 2022 og að það muni taka minnst áratug. Vatninu hefur verið safnað saman í rúmlega þúsund tanka við orkuverið og er um 1,2 milljón tonna að ræða. Þar segir einnig að umhverfisverndarsamtök séu einnig mótfallinn áætluninni. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sömuleiðis mótmælt henni og segja hana ógna lífríki svæðisins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi sérfræðinga til Fukushima í apríl. Þeir sögðu að áætlun Japan ætti að ganga upp. Sambærilegum aðferðum væri beitt við kjarnorkuver víðsvegar um heiminn. Forsvarsmenn Tokyo Electric, fyrirtækisins sem rak Fukushima, segja að vatnið verði hreinsað af öllum geislavirkum efnum, nema tritíum. Það er vetnisísótópi sem erfitt er að sía úr vatni og er í senn talið tiltölulega meinlaust. Samkvæmt Reuters er tritíum iðulega í vatni sem veitt er úr kjarnorkuverum.
Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15