Tíst sem Rupert Myers setti inn fyrir þremur dögum hefur heldur betur slegið í gegn og ratað í fjölmarga fjölmiðla um heim allan.
Um er að ræða myndband af konu og barnabarni hennar. Barnabarnið er líklega ekki orðið eins árs og getur til að mynda ekki staðið eitt og óstutt.
Fyrir framan það er smekkfullt kampavínsglas. Allt í einu kippi barnið í kampavínsglasið og það stefnir niður á gólf.
Amman ákveður að bjargar frekar glasinu og barnið dettur í góflið.
Þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið um sjö milljónum sinnum á Twitter sem telst nokkuð gott á aðeins þremur dögum.
I have watched this 35 times pic.twitter.com/QNusyBCYG0
— Rupert Myers (@RupertMyers) October 13, 2020