Youtube tekur þátt í herferð gegn samsæriskenningum Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 23:40 Myndbandsveitan Youtube hefur lengi legið undir ámæli fyrir að ýta notendum sínum í átt að sífellt öfgakenndara efni og skoðunum. Google ætlar nú að skera upp herör gegn ákveðnum hættulegum samsæriskenningum á miðlinum. AP/Patrick Semansky Bannað verður að bendla einstaklinga eða hópa við samsæriskenningar eins og Qanon sem hafa orðið kveikjan að ofbeldisverkum á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar með fylgir Google, eigandi Youtube, í fótspor samfélagsmiðlanna Facebook og Twitter í að taka á fjarstæðukenndum og hættulegum samsæriskenningum. Tugir þúsunda myndbanda og hundruð rása sem tengjast Qanon-samsæriskenningunni hafa þegar verið fjarlægð af Youtube á grundvelli núgildandi notendaskilmála, sérstaklega þegar þar koma fram ofbeldishótanir eða afneitun á meiriháttar ofbeldisverkum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Öll þessi vinna hefur leikið lykilhlutverk í að takmarka dreifingu skaðlegra samsæriskenninga en það er enn meira sem við getum gert til að taka á ákveðnum samsæriskenningum sem eru otaðar til þess að réttlæta ofbeldi í raunheimum, eins og Qanon,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins í dag. Qanon er fjarstæðukennd samsæriskenning sem gengur út á að Donald Trump Bandaríkjaforseti heyi leynilegt stríð gegn alþjóðlegum hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem svo vill til að margir pólitískir andstæðingar forsetans að tilheyri. Trúa fylgismenn kenningarinnar því að Trump sé við það að handtaka fjölda fyrirmenna og stjórnmálamanna. Youtube bannar einnig að svonefndri Pizzagate-samsæriskenningu, sem var forveri Qanon-kenningarinnar, sé beint að fólki eða hópum. Sú kenning varð vopnuðum manni tilefni til að fara inn á veitingastað í Washington-borg í Bandaríkjunum til þess að „rannsaka“ hvort að þar leyndist barnaníðshringur og hleypa af skoti úr hríðskotariffli mánuði eftir forsetakosningarnar árið 2016. Hann var dæmdur í fangelsi árið eftir. Var helsti vettvangurinn fyrir dreifingu kenningarinnar Sophie Bjork-James, mannfræðingur við Vanderbilt-háskóla, sem rannsakar Qanon segir AP-fréttastofunni að Youtube hafi verið hafi verið helsti vettvangurinn þar sem kenningunni var dreift undanfarin þrjú ár. „Án miðilsins væri Q líklega áfram lítt þekkt samsæriskenning. Um árabil gaf Youtube þessum róttæka hópi alþjóðlegan markhóp,“ segir hún. Qanon hefur orðið æ meira áberandi í Bandaríkjunum og í fleiri löndum undanfarin misseri og lýsir nú nokkur hópur frambjóðenda Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember yfir trúnaði á kenninguna. Ýmsir sérfræðingar spyrja sig því hvort að Google grípi ekki of seint í rassinn með aðgerðir sínar nú. Facebook tilkynnti í síðustu viku að miðillinn ætlaði að banna hópa sem styðja Qanon opinskátt. Síður, hópar og Instragram-reikningar yrðu teknir niður ef þeir deildu Qanon-efni, jafnvel þó ekki væri hvatt beinlínis til ofbeldis. Twitter lét til skarar skríða gegn Qanon í sumar og bannaði þúsundir reikninga sem tengdust Qanon og bönnuðu deilingar á vefslóðum. Þá hætti miðillinn að mæla með Qanon tístum. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Google Facebook Twitter Tengdar fréttir Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Bannað verður að bendla einstaklinga eða hópa við samsæriskenningar eins og Qanon sem hafa orðið kveikjan að ofbeldisverkum á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar með fylgir Google, eigandi Youtube, í fótspor samfélagsmiðlanna Facebook og Twitter í að taka á fjarstæðukenndum og hættulegum samsæriskenningum. Tugir þúsunda myndbanda og hundruð rása sem tengjast Qanon-samsæriskenningunni hafa þegar verið fjarlægð af Youtube á grundvelli núgildandi notendaskilmála, sérstaklega þegar þar koma fram ofbeldishótanir eða afneitun á meiriháttar ofbeldisverkum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Öll þessi vinna hefur leikið lykilhlutverk í að takmarka dreifingu skaðlegra samsæriskenninga en það er enn meira sem við getum gert til að taka á ákveðnum samsæriskenningum sem eru otaðar til þess að réttlæta ofbeldi í raunheimum, eins og Qanon,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins í dag. Qanon er fjarstæðukennd samsæriskenning sem gengur út á að Donald Trump Bandaríkjaforseti heyi leynilegt stríð gegn alþjóðlegum hring djöfladýrkandi barnaníðinga sem svo vill til að margir pólitískir andstæðingar forsetans að tilheyri. Trúa fylgismenn kenningarinnar því að Trump sé við það að handtaka fjölda fyrirmenna og stjórnmálamanna. Youtube bannar einnig að svonefndri Pizzagate-samsæriskenningu, sem var forveri Qanon-kenningarinnar, sé beint að fólki eða hópum. Sú kenning varð vopnuðum manni tilefni til að fara inn á veitingastað í Washington-borg í Bandaríkjunum til þess að „rannsaka“ hvort að þar leyndist barnaníðshringur og hleypa af skoti úr hríðskotariffli mánuði eftir forsetakosningarnar árið 2016. Hann var dæmdur í fangelsi árið eftir. Var helsti vettvangurinn fyrir dreifingu kenningarinnar Sophie Bjork-James, mannfræðingur við Vanderbilt-háskóla, sem rannsakar Qanon segir AP-fréttastofunni að Youtube hafi verið hafi verið helsti vettvangurinn þar sem kenningunni var dreift undanfarin þrjú ár. „Án miðilsins væri Q líklega áfram lítt þekkt samsæriskenning. Um árabil gaf Youtube þessum róttæka hópi alþjóðlegan markhóp,“ segir hún. Qanon hefur orðið æ meira áberandi í Bandaríkjunum og í fleiri löndum undanfarin misseri og lýsir nú nokkur hópur frambjóðenda Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember yfir trúnaði á kenninguna. Ýmsir sérfræðingar spyrja sig því hvort að Google grípi ekki of seint í rassinn með aðgerðir sínar nú. Facebook tilkynnti í síðustu viku að miðillinn ætlaði að banna hópa sem styðja Qanon opinskátt. Síður, hópar og Instragram-reikningar yrðu teknir niður ef þeir deildu Qanon-efni, jafnvel þó ekki væri hvatt beinlínis til ofbeldis. Twitter lét til skarar skríða gegn Qanon í sumar og bannaði þúsundir reikninga sem tengdust Qanon og bönnuðu deilingar á vefslóðum. Þá hætti miðillinn að mæla með Qanon tístum.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Google Facebook Twitter Tengdar fréttir Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. 11. september 2020 15:55
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59