Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 19:26 Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. ASÍ kynnti skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif faraldursins í dag. Niðurstaðan hópsins var að efnahagskreppan af völdum faraldursins hefði komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Þannig er atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara sagt mikið og langt umfram meðaltal á landinu. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að erlendir ríkisborgarar manni oft stöður í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Sá hópur sé með hærri atvinnuþátttöku hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann hafi tekið þungan skell en eigi oft ekki sama stuðningsnet og aðrir. Þá er bent á að atvinnuleysi ungs fólks fari vaxandi og mælist nú rúm 18% í aldurshópnum 16-24 ára. Halla sagði að þeim fari fjölgandi sem eru hvorki í vinnu né í námi. „Þetta er eitthvað sem við teljum að sértækar vinnumarkaðaðgerðir þurfi að mæta,“ sagði hún. Faraldurinn er einnig sagður hafa haft í för með sér aukið álag á kvennastéttir og inni á heimilum. Konur sinni einkum umönnunarstörfum og eigi þess vegna ekki kost á því að sinna störfum sínum í fjarvinnu ólíkt mörgum öðrum. Konur í lægri menntunar- og tekjuflokkum verði fyrir mestum áhrifum í samdrættinum nú. „Við höfum séð það að þær stéttir sem hafa verið í framlínunni í heilbrigðis- og félagsþjónustunni eru mikið til mannaðar af konum. Samhliða hefur álag á heimilum aukist þannig að við erum að reyna að greina þessi kynbundnu áhrif og teljum að það þurfi að fylgjast með þeim áfram í gegnum þessa kreppu,“ sagði Halla. Atvinnuleysi hefur komið af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands, tveggja landshluta þar sem ferðaþjónusta hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum árum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfallsleg aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum sé 92% frá marsmánuði. „Sérfræðingahópurinn hvetur stjórnvöld til að setja sér heildstæða atvinnustefnu sem sé um leið verkfæri til að takast á við afleiðingar COVID-kreppunnar og stuðla að uppbyggingu til framtíðar,“ segir í tilkynningu um skýrsluna á vef ASÍ. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fleiri fréttir Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Sjá meira
Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. ASÍ kynnti skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif faraldursins í dag. Niðurstaðan hópsins var að efnahagskreppan af völdum faraldursins hefði komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Þannig er atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara sagt mikið og langt umfram meðaltal á landinu. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að erlendir ríkisborgarar manni oft stöður í ferðaþjónustunni og tengdum greinum. Sá hópur sé með hærri atvinnuþátttöku hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann hafi tekið þungan skell en eigi oft ekki sama stuðningsnet og aðrir. Þá er bent á að atvinnuleysi ungs fólks fari vaxandi og mælist nú rúm 18% í aldurshópnum 16-24 ára. Halla sagði að þeim fari fjölgandi sem eru hvorki í vinnu né í námi. „Þetta er eitthvað sem við teljum að sértækar vinnumarkaðaðgerðir þurfi að mæta,“ sagði hún. Faraldurinn er einnig sagður hafa haft í för með sér aukið álag á kvennastéttir og inni á heimilum. Konur sinni einkum umönnunarstörfum og eigi þess vegna ekki kost á því að sinna störfum sínum í fjarvinnu ólíkt mörgum öðrum. Konur í lægri menntunar- og tekjuflokkum verði fyrir mestum áhrifum í samdrættinum nú. „Við höfum séð það að þær stéttir sem hafa verið í framlínunni í heilbrigðis- og félagsþjónustunni eru mikið til mannaðar af konum. Samhliða hefur álag á heimilum aukist þannig að við erum að reyna að greina þessi kynbundnu áhrif og teljum að það þurfi að fylgjast með þeim áfram í gegnum þessa kreppu,“ sagði Halla. Atvinnuleysi hefur komið af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands, tveggja landshluta þar sem ferðaþjónusta hefur verið fyrirferðarmikil á undanförnum árum. Í skýrslunni kemur fram að hlutfallsleg aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum sé 92% frá marsmánuði. „Sérfræðingahópurinn hvetur stjórnvöld til að setja sér heildstæða atvinnustefnu sem sé um leið verkfæri til að takast á við afleiðingar COVID-kreppunnar og stuðla að uppbyggingu til framtíðar,“ segir í tilkynningu um skýrsluna á vef ASÍ.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fleiri fréttir Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Sjá meira