Borgin sýknuð af kröfu kennara sem vildi ekki hætta vegna aldurs Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2020 18:58 Kennarinn starfaði við Breiðholtsskóla og óskaði eftir því að halda áfram störfum eftir sjötugt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum. Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum.
Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira