Los Angeles Lakers vann sinn 17. meistaratitil þegar það lagði Miami Heat af velli í sjötta leik NBA-úrslitakeppninnar í körfubolta. Eftir þetta langa og stranga tímabil var það LeBron James sem vann sinn fjórða meistaratitil og var í leiðinni valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins, einnig í fjórða sinn.
LeBron hefur nú unnið með Miami Heat, Cleveland Cavaliers og Los Angeles Lakers. Hann ásamt Anthony Davis eru tvær stærstu ástæður þess að titillinn er kominn til Los Angeles á nýjan leik.
Proud of my friend @KingJames for his fourth title, fourth Finals MVP, and for not only living up to the hype after seventeen seasons, but surpassing it as an extraordinary leader both on the court and in the public arena fighting for education, social justice, and our democracy. pic.twitter.com/2IB3ZDI4Nf
— Barack Obama (@BarackObama) October 12, 2020
Síðasta sumar var Anthony Davis sóttur frá New Orleans Pelicans. Á móti fóru Lonzo Ball, Josh Hart og Brandon Ingram ásamt því að Lakers gaf frá sér valrétti í nýliðavali komandi ára.
Lakers ætluðu upphaflega að búa til ´Big 3´ lið og átti þriðja ofurstjarnan að ganga til liðs við félagið undir lok félagaskitpagluggans í deildinni. Talið var að Kawhi Leonard yrði það púsl. Hann ákvað á síðustu stundu að velja Los Angeles Clippers fram yfir Los Angeles Lakers og því þurfti Rob Pelinka, framkvæmdastjóri Lakers, að láta hendur standa fram úr ermum.
The Athletic tók saman [fyrir sjötta leik liðanna] hvaða félagaskipti hafa skilað hvað mestu í hús fyrir Lakers.
Danny Green, meistari með Toronto Raptors á síðustu leiktíð og San Antonio Spurs á sínum tíma, var sóttur á 15 milljón dollara samning. Þá hefur Kentavious Caldwell-Pope með betri leikmönnum Lakers í úrslitakeppninni. Þriggja stiga skotnýting hans hefur verið frábær sem og hann hefur átt góða leiki varnarlega gegn mönnum á borð við Damian Lillard, James Harden og Jamal Murray.
Hvorugur þeirra er þó á þessum fjögurra manna lista sem The Athletic tók saman. Þar eru ekki heldur þeir Avery Bradley [sem tók ekki þátt í NBA-búblunni svokölluðu], JaVale McGee, Quinn Cook né DeMarcus Cousins [sem reif krossband í hné skömmu eftir að semja við félagið].
Pelinka þurfti að sækja leikmenn sem myndu ekki aðeins gera Lakers betra í deildarkeppninni. LeBron og Davis myndu í 99 prósent tilvika skila liðinu inn í úrslitakeppnina. Pelinka þurfti að sækja menn sem myndu standa upp úr í úrslitakeppninni.
Þar dró hann fjórar kanínur upp úr hattinum. Þeir Alex Caruso, Rajon Rondo, Dwight Howard og Markieff Morris [kom í febrúar] komu fyrir samtals 9.62 milljónir bandaríkjadala. Samtals fengu þeir fjórir minna borgað en 129 leikmenn deildarinnar.
Mood pic.twitter.com/Cmxrx7BKtr
— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 13, 2020
Rajon Rondo
Hefur verið hreint út sagt magnaður í úrslitakeppninni og staðið undir viðurnefninu ´Playoff-Rondo´ eða Úrslitakeppnis-Rondo. Hann meiddist snemma í NBA-búbblunni en snéri aftur gegn Houston Rockets í úrslitakeppninni. Hann stal boltanum fimm sinnum og gaf níu stoðsendingar í leik tvö gegn Houston sem snéri einvíginu Lakers í hag. Hann hefur hitt vel úr þriggja stiga skotum og spilað hörku vörn enda mjög klókur leikmaður.
Þá skilaði hann 19 stigum í sjötta og síðasta leik liðanna ásamt því að gefa fjórar stoðsendingar og taka fjögur fráköst. Fyrir úrslitaleikinn var hann með að meðaltali 6.9 stoðsendingar í leik. Aðeins sex leikmenn voru með fleiri að meðaltali og það voru allt byrjunarliðsmenn. Alls gaf hann 105 stoðsendingar í úrslitakeppninni, eitthvað sem varamaður hefur ekki náð síðan tímabilið 1970-1971.
Alex Caruso
Hinn 26 ára gamli Alex Caruso hefur einnig komið verulega á óvart en hann byrjaði til að mynda úrslitaleikinn sjálfan. Hann skilar ekki endilega frábærri tölfræði hvað varðar stig, stoðsendingar og fráköst. Vinna Caruso sést ekki endilega á blaði með tölfræði. Það virðist þó sem Lakers séu betri með hann inn á vellinum og það sést á stigaskori liðsins þegar hann spilar. Þá tengja hann og Lebron frábærlega.
Who out there loves Alex Caruso? pic.twitter.com/PIjYWKNDD9
— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 13, 2020
Hann hafði aðeins spilað í G-deildinni [varaliðsdeild NBA-liðanna] áður en Lakers tóku hann inn í leimannahóp sinn. Caruso hefur síðan blómstrað í vetur og fær eflaust áframhaldandi samning hjá Lakers.
Dwight Howard
Dwight Howard hafði verið afskrifaður af mörgum. Átti skelfilegt tímabil með Lakers á sínum tíma og virtist sem deildin hefði misst trú á honum. Hinn 34 ára gamli miðherji gekk í gegnum endurnýjun lífdaga og landaði sínum fyrsta NBA-titli nú á aðfaranótt mánudags. Frank Vogel, þjálfari Lakers, notaði Howard á réttum tímapunktum í úrslitakeppninni og Howard skilaði nær alltaf sínu.
https://t.co/nWfYdR9DMz pic.twitter.com/mGomlJZ2Rx
— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 12, 2020
Markieff Morris
Að lokum er það hinn 31 árs gamli Markieff Morris sem kom á tombóluverði í febrúar. Hann hafði ekki spilað gegn Portland Trail Blazers í fyrstu umferð en það kviknaði heldur betur í Morris gegn Houston. Hann og Rondo umturnuðu seríunni en Morris hitti úr fjórum þriggja stiga skotum í röð, þrjú þeirra eftir sendingar frá Rondo.
Það er nær ómögulegt að finna leikmenn í febrúar sem geta aðstoðað lið í úrslitakeppniinni en Pelinka tókst það með Morris.
All Glory to God!! pic.twitter.com/SdE9A2Ml2E
— Keef Morris (@Keefmorris) October 12, 2020
Óvíst er hvort Lakers mæti með sama leikmannahóp á næsta tímabili enda margir af áðurnefndum leikmönnum komnir á aldur og eflaust þarf Pelinka að draga fleiri kanínur úr hattinum fari svo að liðið fái ekki þriðju ofurstjörnuna í sumar.