Facebook bannar efni sem afneitar helförinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 19:20 Mark Zuckerberg er stofnandi, forstjóri og stærsti hluthafi Facebook. Drew Angerer/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er haft eftir Mark Zuckerberg, stofnanda, forstjóra og stærsta hluthafa Facebook, að hann hafi átt í erfiðleikum með „spennuna“ milli tjáningarfrelsis og banns við slíkum færslum. Hann hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri hið rétta í stöðunni. Fyrir tveimur árum sagði Zuckerberg, sem er gyðingur, að færslum sem höfnuðu eða gerðu lítið úr helförinni ætti ekki að eyða sjálfkrafa fyrir að innihalda rangar upplýsingar. Þessi orð forstjórans voru afar umdeild og ollu miklum viðbrögðum. Nú hefur Facebook þó horfið frá þeirri stefnu sem fólust í orðum Zuckerberg. Sjálfur segist hann hafa skipt um skoðun. „Þankagangur minn hefur þróast eftir að ég sá tölfræði sem benti til aukningar í ofbeldi gegn gyðingum. Það hefur stefna okkar um almenna hatursorðræðu einnig gert,“ skrifaði Zuckerberg í opinberri Facebook-færslu. Monika Bicker, varaforseti yfir efnisveitustefnu Facebook, segir að síðar á þessu ári verði búið að búa svo um hnútana hjá samfélagsmiðlinum, að fólki sem leitar að upplýsingum um helförina, eða afneitun hennar, á Facebook, verði vísað á traustar heimildir um málefnið. Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að banna hjá sér deilingar á efni sem inniheldur þá söguskoðun að helförin hafi ekki átt sér stað eða breytir viðteknum söguskoðunum um hana. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins er haft eftir Mark Zuckerberg, stofnanda, forstjóra og stærsta hluthafa Facebook, að hann hafi átt í erfiðleikum með „spennuna“ milli tjáningarfrelsis og banns við slíkum færslum. Hann hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri hið rétta í stöðunni. Fyrir tveimur árum sagði Zuckerberg, sem er gyðingur, að færslum sem höfnuðu eða gerðu lítið úr helförinni ætti ekki að eyða sjálfkrafa fyrir að innihalda rangar upplýsingar. Þessi orð forstjórans voru afar umdeild og ollu miklum viðbrögðum. Nú hefur Facebook þó horfið frá þeirri stefnu sem fólust í orðum Zuckerberg. Sjálfur segist hann hafa skipt um skoðun. „Þankagangur minn hefur þróast eftir að ég sá tölfræði sem benti til aukningar í ofbeldi gegn gyðingum. Það hefur stefna okkar um almenna hatursorðræðu einnig gert,“ skrifaði Zuckerberg í opinberri Facebook-færslu. Monika Bicker, varaforseti yfir efnisveitustefnu Facebook, segir að síðar á þessu ári verði búið að búa svo um hnútana hjá samfélagsmiðlinum, að fólki sem leitar að upplýsingum um helförina, eða afneitun hennar, á Facebook, verði vísað á traustar heimildir um málefnið.
Facebook Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira