Borgarlínan er samfélagslega arðbær Lilja Guðríður Karlsdóttir skrifar 13. október 2020 07:00 Sameiginlegir sjóðir skattgreiðenda eru takmörkuð auðlind og því mikilvægt fyrir stjórnvöld að forgangsraða verkefnum. Í efnahagslegri greiningu OECD á Íslandi árið 2019 var ein helsta ráðleggingin til að bæta opinberar fjárfestingar sú að framkvæma ítarlega félagshagfræðilega greiningu (arðsemismat) áður en ráðist er í stór innviðaverkefni. Nú er slíkri greiningu á fyrsta áfanga Borgarlínunnar lokið en samkvæmt henni mun verkefnið skila samfélagslegum ábata sem nemur 26 milljörðum króna umfram kostnað. Innri arðsemi er metin rétt tæp 7% að raunvirði. Hvað er félagshagfræðileg greining? Félagshagfræðileg greining (en. Socioeconomic analysis) metur kostnað og ábata verkefnis og lýsir þeim áhrifum sem ólíkir aðilar eða þættir verða fyrir, t.d. notendur, yfirvöld, helstu ferðamátar og umhverfið. Þannig næst heildrænt og samanburðarhæft mat á arðsemi verkefnis sem skoðað er: Ef ábatinn er meiri en kostnaðurinn þá er almennt talið fýsilegt að framkvæma verkefnið. Þeir þættir sem metnir voru í félagshagfræðilegri greiningu á Borgarlínunni voru stofnkostnaður, rekstrarkostnaður, tekjur, ferðatímasparnaður, ferðakostnaður, slysakostnaður, CO2 útblástur, mengun og hávaði. Greiningin var unnin af verkfræðistofunni Mannviti og dönsku ráðgjafastofunni COWI samkvæmt leiðbeiningum Evrópusambandsins en reiknilíkanið sem notast var við er þróað af danska samgönguráðuneytinu. 26 milljarða samfélagslegur ábati Helstu niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar á fyrsta áfanga Borgarlínu er að verkefnið er samfélagslega arðbært: Samfélagslegur ábati verkefnisins er metinn tæpir 26 milljarðar króna að núvirði umfram stofn- og rekstrarkostnað á því 30 ára tímabili sem greiningin nær yfir. Innri arðsemi verkefnisins er metin rétt tæp 7%. Þar sem verkefnið er ennþá á frumdragastigi, og því enn töluverð óvissa í forsendum, var næmnigreining unnin á þónokkrum þáttum í þeim tilgangi að skoða hvaða áhrif það hefur á niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar ef tilteknar forsendur breytast eftir því sem verkefninu vindur fram, t.d. ef rekstrarkostnaður myndi hækka um helming, ef stofnkostnaður myndi hækka um fjórðung eða ef árleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu yrði meiri eða minni en gert var ráð fyrir. Niðurstöður næmnigreiningarinnar voru skýrar og sýndu að verkefnið hélst samfélagslega arðsamt þrátt fyrir breytingar á öllum þáttum næmnigreiningarinnar. Jákvæðar niðurstöður fyrir samfélag og umhverfi Félagshagfræðilega greiningin gefur sterklega til kynna að Borgarlínan muni reynast jákvæð fyrir bæði samfélagið og umhverfið sem er mikið ánægjuefni. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast á þarnæsta ári og ég hvet alla áhugasama um að kynna sér verkefnið nánar á www.borgarlinan.is en þar er meðal annars að finna félagshagfræðilegu greininguna í heild sinni ásamt öðru ítarefni. Höfundur er samgönguverkfræðingur á Verkefnastofu Borgarlínunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sameiginlegir sjóðir skattgreiðenda eru takmörkuð auðlind og því mikilvægt fyrir stjórnvöld að forgangsraða verkefnum. Í efnahagslegri greiningu OECD á Íslandi árið 2019 var ein helsta ráðleggingin til að bæta opinberar fjárfestingar sú að framkvæma ítarlega félagshagfræðilega greiningu (arðsemismat) áður en ráðist er í stór innviðaverkefni. Nú er slíkri greiningu á fyrsta áfanga Borgarlínunnar lokið en samkvæmt henni mun verkefnið skila samfélagslegum ábata sem nemur 26 milljörðum króna umfram kostnað. Innri arðsemi er metin rétt tæp 7% að raunvirði. Hvað er félagshagfræðileg greining? Félagshagfræðileg greining (en. Socioeconomic analysis) metur kostnað og ábata verkefnis og lýsir þeim áhrifum sem ólíkir aðilar eða þættir verða fyrir, t.d. notendur, yfirvöld, helstu ferðamátar og umhverfið. Þannig næst heildrænt og samanburðarhæft mat á arðsemi verkefnis sem skoðað er: Ef ábatinn er meiri en kostnaðurinn þá er almennt talið fýsilegt að framkvæma verkefnið. Þeir þættir sem metnir voru í félagshagfræðilegri greiningu á Borgarlínunni voru stofnkostnaður, rekstrarkostnaður, tekjur, ferðatímasparnaður, ferðakostnaður, slysakostnaður, CO2 útblástur, mengun og hávaði. Greiningin var unnin af verkfræðistofunni Mannviti og dönsku ráðgjafastofunni COWI samkvæmt leiðbeiningum Evrópusambandsins en reiknilíkanið sem notast var við er þróað af danska samgönguráðuneytinu. 26 milljarða samfélagslegur ábati Helstu niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar á fyrsta áfanga Borgarlínu er að verkefnið er samfélagslega arðbært: Samfélagslegur ábati verkefnisins er metinn tæpir 26 milljarðar króna að núvirði umfram stofn- og rekstrarkostnað á því 30 ára tímabili sem greiningin nær yfir. Innri arðsemi verkefnisins er metin rétt tæp 7%. Þar sem verkefnið er ennþá á frumdragastigi, og því enn töluverð óvissa í forsendum, var næmnigreining unnin á þónokkrum þáttum í þeim tilgangi að skoða hvaða áhrif það hefur á niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar ef tilteknar forsendur breytast eftir því sem verkefninu vindur fram, t.d. ef rekstrarkostnaður myndi hækka um helming, ef stofnkostnaður myndi hækka um fjórðung eða ef árleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu yrði meiri eða minni en gert var ráð fyrir. Niðurstöður næmnigreiningarinnar voru skýrar og sýndu að verkefnið hélst samfélagslega arðsamt þrátt fyrir breytingar á öllum þáttum næmnigreiningarinnar. Jákvæðar niðurstöður fyrir samfélag og umhverfi Félagshagfræðilega greiningin gefur sterklega til kynna að Borgarlínan muni reynast jákvæð fyrir bæði samfélagið og umhverfið sem er mikið ánægjuefni. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast á þarnæsta ári og ég hvet alla áhugasama um að kynna sér verkefnið nánar á www.borgarlinan.is en þar er meðal annars að finna félagshagfræðilegu greininguna í heild sinni ásamt öðru ítarefni. Höfundur er samgönguverkfræðingur á Verkefnastofu Borgarlínunnar.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun