Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarpsþáttinn Teboðið á dögunum.
Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi.
Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi en í nýjasta þættinum fóru þær yfir næstu kynslóð af Hollywood, hvernig á Stormi Webster eftir að vera eftir tuttugu ár eða sonur hans Drake? Á hann eftir að feta í fótspor föður síns og verða tónlistarmaður?
Skemmtilegar umræður en undir lok hlaðvarpsins tilkynnti Birta að hún ætti von á barni.
„Ég á lítið kórónubarn sem kemur í apríl 2021,“ sagði Birta Líf Ólafsdóttir undir lok hlaðvarpsins. Hún von á sínu fyrsta barni með Gunnari Patriki Sigurðssyni.
„Ég hef ekki sagt mörgum þetta og mjög skrýtið að segja þetta upphátt.“