Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2020 06:20 Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar. Önnur tilkynning barst hins vegar lögreglu daginn eftir, um klukkan hálftvö á laugardag, en þá var bíllinn mikið brunninn og illa útleikinn. Rannsókn leiddi í ljós að líkamsleifar karlmanns á fertugsaldri voru í bílnum. Greint er frá málinu á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir við blaðið að ábendingin hafi ekki ratað inn á borð lögreglu á föstudagskvöld. Skoðað verði hvernig standi á því. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að það hafi verið sumarhúsaeigendur í Grafningi sem hringdu á Neyðarlínuna á föstudagskvöld þar sem þeir töldu sig sjá eld hinu megin Sogsins. Starfsmaður Neyðarlínunnar hafi vísað þeim áfram á lögregluna en þar hafi hringt út. Rannsókn lögreglu á eldsvoðanum stendur yfir en í frétt Morgunblaðsins segir að lögreglan verjist á meðan allra frétta af málinu. Þannig fáist til að mynda ekki upplýsingar um hvort grunur leiki á a kveikt hafi verið í bílnum eða hvenær talið er að eldurinn hafi kviknað. Í tilkynningu lögreglu vegna eldsvoðans bað lögreglan á Suðurlandi alla þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum aðfaranótt laugardags og fram eftir laugardegi eða búa yfir upplýsingum sem þeir telja að kunni að skipta máli við rannsóknina að hafa samband í síma 444-2000, á facebook eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglan Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar. Önnur tilkynning barst hins vegar lögreglu daginn eftir, um klukkan hálftvö á laugardag, en þá var bíllinn mikið brunninn og illa útleikinn. Rannsókn leiddi í ljós að líkamsleifar karlmanns á fertugsaldri voru í bílnum. Greint er frá málinu á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir við blaðið að ábendingin hafi ekki ratað inn á borð lögreglu á föstudagskvöld. Skoðað verði hvernig standi á því. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að það hafi verið sumarhúsaeigendur í Grafningi sem hringdu á Neyðarlínuna á föstudagskvöld þar sem þeir töldu sig sjá eld hinu megin Sogsins. Starfsmaður Neyðarlínunnar hafi vísað þeim áfram á lögregluna en þar hafi hringt út. Rannsókn lögreglu á eldsvoðanum stendur yfir en í frétt Morgunblaðsins segir að lögreglan verjist á meðan allra frétta af málinu. Þannig fáist til að mynda ekki upplýsingar um hvort grunur leiki á a kveikt hafi verið í bílnum eða hvenær talið er að eldurinn hafi kviknað. Í tilkynningu lögreglu vegna eldsvoðans bað lögreglan á Suðurlandi alla þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum aðfaranótt laugardags og fram eftir laugardegi eða búa yfir upplýsingum sem þeir telja að kunni að skipta máli við rannsóknina að hafa samband í síma 444-2000, á facebook eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglan Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira