Vonbrigði að vera kallaður „hrokafullur grilllæknir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 10:21 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. Þar á meðal séu staðreyndir um stærð fyrri bylgju faraldursins, ástand á núverandi bylgju og vangaveltur um hvað mögulega sé að vænta. Brynjar birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann meðal annars setti spurningamerki við útreikninga Ragnars Freys sem hann setti fram í pistli í gær og gagnrýndi Brynjar fyrir afstöðu sína til kórónuveiruaðgerða. Landsþekktur grillari í læknastétt tók fram grillspaðann í gær til að grilla heimsku þingmannsdrusluna, Náði læknirinn...Posted by Brynjar Níelsson on Friday, October 9, 2020 Brynjar fullyrti í samtali við mbl.is á fimmtudag að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við fleiri Covid-sjúklinga. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hlyti að velta því oft upp hvort ástæða væri til að fara rólegar í sóttvarnaaðgerðir en skaðsemi þeirra kynni að vera meiri en augljós heilsufarslegur skaði af völdum veirunnar. Ragnar gagnrýndi þessa afstöðu Brynjars í pistli sem hann birti á Facebook á fimmtudag og sagði hann ljóst að ef faraldurinn fengi að dreifast um samfélagið án þess að gripið yrði til takmarkana myndi fjöldi sýktra margfaldast. Brynjar svaraði pistli Ragnars á Facebook í gær og kallaði hann Ragnar „landsþekktan grillara í læknastétt“ og vísaði þar til þess að Ragnar er þekktur matgæðingur undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu. Brynjar Níelsson birtir þessa færslu um athugasemdir mínar við málflutning hans um hættur COVID-19 faraldursins. Ég...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Friday, October 9, 2020 Ragnar svarar þessu í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi og segir hann miður að Brynjar skyldi kalla hann „hrokafullan grilllækni.“ „Sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegn um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska… sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni!“ skrifar Ragnar. „Ég verð augljóslega að gera betur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítala, segir að staðreyndir sem hann hafi nefnt í svari sínu við málflutningi Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kórónuveiruaðgerðir óumdeildar. Þar á meðal séu staðreyndir um stærð fyrri bylgju faraldursins, ástand á núverandi bylgju og vangaveltur um hvað mögulega sé að vænta. Brynjar birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann meðal annars setti spurningamerki við útreikninga Ragnars Freys sem hann setti fram í pistli í gær og gagnrýndi Brynjar fyrir afstöðu sína til kórónuveiruaðgerða. Landsþekktur grillari í læknastétt tók fram grillspaðann í gær til að grilla heimsku þingmannsdrusluna, Náði læknirinn...Posted by Brynjar Níelsson on Friday, October 9, 2020 Brynjar fullyrti í samtali við mbl.is á fimmtudag að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við fleiri Covid-sjúklinga. Þá sagði hann að ríkisstjórnin hlyti að velta því oft upp hvort ástæða væri til að fara rólegar í sóttvarnaaðgerðir en skaðsemi þeirra kynni að vera meiri en augljós heilsufarslegur skaði af völdum veirunnar. Ragnar gagnrýndi þessa afstöðu Brynjars í pistli sem hann birti á Facebook á fimmtudag og sagði hann ljóst að ef faraldurinn fengi að dreifast um samfélagið án þess að gripið yrði til takmarkana myndi fjöldi sýktra margfaldast. Brynjar svaraði pistli Ragnars á Facebook í gær og kallaði hann Ragnar „landsþekktan grillara í læknastétt“ og vísaði þar til þess að Ragnar er þekktur matgæðingur undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu. Brynjar Níelsson birtir þessa færslu um athugasemdir mínar við málflutning hans um hættur COVID-19 faraldursins. Ég...Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Friday, October 9, 2020 Ragnar svarar þessu í Facebook-færslu sem hann birti í gærkvöldi og segir hann miður að Brynjar skyldi kalla hann „hrokafullan grilllækni.“ „Sem eru viss vonbrigði þar sem ég hef reynt við fleiri tegundir eldamennsku í gegn um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ítalska… sem eru tilefni í miklu skemmtilegri viðurnefni!“ skrifar Ragnar. „Ég verð augljóslega að gera betur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55 Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Setur spurningamerki við útreikninga „grilllæknisins“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins áréttar í færslu á Facebook í dag að hann hafi aldrei sagst vilja „engar aðgerðir“ til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 9. október 2020 19:55
Óttast að Brynjar vanmeti stöðuna: „Það þarf ekki mikið til svo út af bregði“ „Ég held hann hafi litla hugmynd um hvaða raunveruleiki blasir við okkur sem störfum á gólfinu á Landspítalanum,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans, um ummæli Brynjars Níelssonar. 8. október 2020 22:50