Farþegar híma úti í kulda og trekki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. október 2020 21:14 Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram nokkur mál í gegnum tíðina sem lúta að almenningssamgöngum. Ef þeim er ekki vísað frá samstundis hefur þeim verið vísað til stjórnar Strætó bs. til umsagnar. Þar hafa sum þeirra einfaldlega dagað uppi eða strandað á borði stjórnarinnar. Þetta er afar hvimleitt, ekki síst þegar ekki hefur frést af málinu t.d. í meira en ár. Einnig er þetta slæmt því það er fólk sem bíður eftir viðbrögðum og auðvitað afgreiðslu þessara mála. Árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að biðsalur Strætó bs. í Mjódd verði opinn eins lengi og vagnar ganga og að betur verði búið að biðsalnum þar sem margir nota hann daglega. Verst af öllu er að hann skuli ekki vera hafður opinn lengur en raun ber vitni. Það skýtur skökku við í allri þeirri umræðu borgarmeirihlutans að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Að fólk skuli þurfa að bíða úti eftir strætó í Mjódd eftir kl. 18 er einfaldlega ekki boðlegt hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó bs. Fyrir fjölmarga er það ekki einu sinni val að nota almenningssamgöngur heldur eini möguleikinn sem fólk hefur. Ekki hafa allir efni á að eiga bíl. Mjóddin er tengistöð margra leiða. Strætó ætti að hafa biðsalinn opinn eins lengi og vagnarnir ganga og bæta aðstöðuna þar fyrir farþega Strætó. Tillagan var ekki lögð fram að ástæðulausu. Allmargir hafa haft samband og beðið mig um að reyna að ná þessum breytingum fram og hafa nú beðið eftir svörum í eitt ár því ekkert heyrist frá stjórn Strætó bs. Bent hefur verið á hversu erfitt það er að híma úti í alls kyns veðri og vindum, roki og rigningu, snjókomu og myrkri. Nú nýlega fékk ég skeyti frá konu á níræðis aldri og sagðist hún ekki treysta sér til að vera á ferðinni með strætó eftir kl. 17. Hún hafði tvisvar lent í því að hanga í hálftíma, eftir að hafa rétt misst af vagni, í svarta myrkri og kulda. Hún bað mig að reyna að koma vitinu fyrir þá sem hafa með almenningssamgöngur að gera og fá þá til að hafa biðsalinn opinn lengur en hann er harðlæstur á slaginu kl. 18 alla daga. Það hvatti mig til þess að reka á eftir þessu máli og vona ég að þessi pistill hjálpi einnig til við það. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra Þetta er ekki eina mál Flokks fólksins sem liggur á borðinu hjá stjórn Strætó bs. án þess að hafa fengið athygli stjórnarinnar. Í febrúar sl. var fulltrúi Flokks fólksins með tillögu um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra með það að markmiði að fólk geti keypt árskort fyrir aðgang að ferðaþjónustu fatlaðra og þurfi ekki að greiða fyrir hverja ferð. Lagt var til að Reykjavík beiti sér fyrir því að árskort fyrir ferðaþjónustu fatlaðra gildi einnig til að ferðast með Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Málinu var vísað til stjórnar Strætó bs. þar sem það situr þar enn. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum Reykjavíkur, ekki Strætó, og því gilda ólíkar verðskrár. Vegna þessa gildir árskort fyrir öryrkja aðeins í strætó en ekki fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, sem þó er á vegum Strætó bs. Verð fyrir stakar ferðir er það sama en gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra býður ekki uppá magnafslátt fyrir alla, svo sem með því að kaupa kort. Það er að vísu boðið upp á nemakort fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum en það kostar 22.600 kr. á ári fyrir 16-17 ára og 52.900 kr. á ári fyrir eldri einstaklinga. Það liggur í augum uppi að það er nauðsynlegt að bjóða upp á árskort. Jafnvel þótt kortið myndi kosta heilar 100.000 kr. þá eru samt yfir 200 einstaklingar sem myndu spara sér pening með því að kaupa það. Það eru því yfir 200 einstaklingar sem greiða meira en 100.000 kr. árlega í akstursþjónustuna og því enn frekar tilefni til að boðið yrði upp á árskort fyrir akstursþjónustu fatlaðra. En þessi tillaga Flokks fólksins liggur sem sagt enn á borði stjórnar Strætó bs. Í ljósi þess að tillagan um biðskýlið var lögð fram fyrir ári má allt eins vænta þess að umsögn og afgreiðsla á tillögunni um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra komi ekki til afgreiðslu fyrir næsta ár. Slíkur er oft hægagangurinn hjá stjórn Strætó bs. og kerfisins alls. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram nokkur mál í gegnum tíðina sem lúta að almenningssamgöngum. Ef þeim er ekki vísað frá samstundis hefur þeim verið vísað til stjórnar Strætó bs. til umsagnar. Þar hafa sum þeirra einfaldlega dagað uppi eða strandað á borði stjórnarinnar. Þetta er afar hvimleitt, ekki síst þegar ekki hefur frést af málinu t.d. í meira en ár. Einnig er þetta slæmt því það er fólk sem bíður eftir viðbrögðum og auðvitað afgreiðslu þessara mála. Árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að biðsalur Strætó bs. í Mjódd verði opinn eins lengi og vagnar ganga og að betur verði búið að biðsalnum þar sem margir nota hann daglega. Verst af öllu er að hann skuli ekki vera hafður opinn lengur en raun ber vitni. Það skýtur skökku við í allri þeirri umræðu borgarmeirihlutans að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Að fólk skuli þurfa að bíða úti eftir strætó í Mjódd eftir kl. 18 er einfaldlega ekki boðlegt hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó bs. Fyrir fjölmarga er það ekki einu sinni val að nota almenningssamgöngur heldur eini möguleikinn sem fólk hefur. Ekki hafa allir efni á að eiga bíl. Mjóddin er tengistöð margra leiða. Strætó ætti að hafa biðsalinn opinn eins lengi og vagnarnir ganga og bæta aðstöðuna þar fyrir farþega Strætó. Tillagan var ekki lögð fram að ástæðulausu. Allmargir hafa haft samband og beðið mig um að reyna að ná þessum breytingum fram og hafa nú beðið eftir svörum í eitt ár því ekkert heyrist frá stjórn Strætó bs. Bent hefur verið á hversu erfitt það er að híma úti í alls kyns veðri og vindum, roki og rigningu, snjókomu og myrkri. Nú nýlega fékk ég skeyti frá konu á níræðis aldri og sagðist hún ekki treysta sér til að vera á ferðinni með strætó eftir kl. 17. Hún hafði tvisvar lent í því að hanga í hálftíma, eftir að hafa rétt misst af vagni, í svarta myrkri og kulda. Hún bað mig að reyna að koma vitinu fyrir þá sem hafa með almenningssamgöngur að gera og fá þá til að hafa biðsalinn opinn lengur en hann er harðlæstur á slaginu kl. 18 alla daga. Það hvatti mig til þess að reka á eftir þessu máli og vona ég að þessi pistill hjálpi einnig til við það. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra Þetta er ekki eina mál Flokks fólksins sem liggur á borðinu hjá stjórn Strætó bs. án þess að hafa fengið athygli stjórnarinnar. Í febrúar sl. var fulltrúi Flokks fólksins með tillögu um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra með það að markmiði að fólk geti keypt árskort fyrir aðgang að ferðaþjónustu fatlaðra og þurfi ekki að greiða fyrir hverja ferð. Lagt var til að Reykjavík beiti sér fyrir því að árskort fyrir ferðaþjónustu fatlaðra gildi einnig til að ferðast með Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Málinu var vísað til stjórnar Strætó bs. þar sem það situr þar enn. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum Reykjavíkur, ekki Strætó, og því gilda ólíkar verðskrár. Vegna þessa gildir árskort fyrir öryrkja aðeins í strætó en ekki fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, sem þó er á vegum Strætó bs. Verð fyrir stakar ferðir er það sama en gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra býður ekki uppá magnafslátt fyrir alla, svo sem með því að kaupa kort. Það er að vísu boðið upp á nemakort fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum en það kostar 22.600 kr. á ári fyrir 16-17 ára og 52.900 kr. á ári fyrir eldri einstaklinga. Það liggur í augum uppi að það er nauðsynlegt að bjóða upp á árskort. Jafnvel þótt kortið myndi kosta heilar 100.000 kr. þá eru samt yfir 200 einstaklingar sem myndu spara sér pening með því að kaupa það. Það eru því yfir 200 einstaklingar sem greiða meira en 100.000 kr. árlega í akstursþjónustuna og því enn frekar tilefni til að boðið yrði upp á árskort fyrir akstursþjónustu fatlaðra. En þessi tillaga Flokks fólksins liggur sem sagt enn á borði stjórnar Strætó bs. Í ljósi þess að tillagan um biðskýlið var lögð fram fyrir ári má allt eins vænta þess að umsögn og afgreiðsla á tillögunni um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra komi ekki til afgreiðslu fyrir næsta ár. Slíkur er oft hægagangurinn hjá stjórn Strætó bs. og kerfisins alls. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun