Þurfa allir að eiga bíl? En tvo? Ólafur Þór Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifa 8. október 2020 14:32 Á Íslandi er bílaeign ein sú mesta í heimi, og nú eru yfir 820 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Það þýðir að fimm manna fjölskylda á að meðaltali fjóra bíla. Til samanburðar eru innan við 500 bílar á 1000 íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn eiga rúmlega 500 bíla á 1000, og Finnar um 750. Aðeins fjögur lönd eða ríki eiga fleiri bíla en við; Bandaríkin, Nýja Sjáland, Mónakó og San Marinó. Fjöldi rafmagns- og tengiltvinnbíla fer vaxandi sem er jákvæð þróun. Þessi mikla bílaeign kostar okkur sem samfélag gríðarlega mikla fjármuni. Flestir ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og mengun frá bílum er mikil, bæði í formi útblásturs og vegna slits á dekkjum og götum. Í skipulagi stærri sveitarfélaga þarf að gera ráð fyrir um þremur bílastæðum fyrir hvern bíl í umferð, sem kallar á gríðarlega landnotkun auk þess mikla beina kostnaðar sem af hlýst. Með orkuskiptum mun gjaldtaka af bílum líklega breytast úr því að vera fyrst og fremst bensín og olíugjöld eins og er í dag yfir í bein notkunargjöld sem þarf til að standa undir vega- og gatnagerð. Sveitarfélögin hafa ekki haft heimildir til að innheimta umhverfisgjöld, nema helst bílastæðagjöld, en hafa umtalsverðan kostnað af bílaeign íbúanna. Þau hafa heldur ekki fengið hlutdeild í bifreiðagjöldum eða kolefnisgjöldum. Heppilegast væri að hvati sveitarfélaganna til íbúanna væri í formi hvatningar til að menga minna. Sveitarfélög gætu tekið upp ívilnanir til þeirra sem eiga einn eða engan bíl eða skipulagt sig þannig að aðgengi fyrir gangandi og hjólandi væri jafngott og fyrir einkabíla. Slíkar breytingar munu hafa í för með sér kostnað fyrir sveitarfélögin og við höfum því lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um hvort hægt sé að veita sveitarfélögunum heimild til innheimtu umhverfisgjalda og að ráðherra skili þinginu skýrslu þar um. Málið er flókið og því er afar mikilvægt að skoða það vel. Þar koma til að mynda inn atriði eins og hvernig á að tryggja að þeir sem þurfa bíla vegna sérstakra aðstæðna sinna verði ekki fyrir búsifjum, að tekið verði tillit til þeirra sem búa í dreifbýli og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum og svo mætti lengi telja. Að auki ber að líta til þess að álagning dreifist með réttlátum hætti og leggist ekki þyngst á þá sem minnst hafa. Aðalatriðið er að við skoðum með opnum huga hvernig við getum fært sveitarfélögunum þau tæki sem þau þurfa til að búa til jákvæða hvata fyrir íbúana. Þannig má taka skynsamlegar ákvarðanir í umhverfislegu tilliti. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Skattar og tollar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Á Íslandi er bílaeign ein sú mesta í heimi, og nú eru yfir 820 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Það þýðir að fimm manna fjölskylda á að meðaltali fjóra bíla. Til samanburðar eru innan við 500 bílar á 1000 íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn eiga rúmlega 500 bíla á 1000, og Finnar um 750. Aðeins fjögur lönd eða ríki eiga fleiri bíla en við; Bandaríkin, Nýja Sjáland, Mónakó og San Marinó. Fjöldi rafmagns- og tengiltvinnbíla fer vaxandi sem er jákvæð þróun. Þessi mikla bílaeign kostar okkur sem samfélag gríðarlega mikla fjármuni. Flestir ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og mengun frá bílum er mikil, bæði í formi útblásturs og vegna slits á dekkjum og götum. Í skipulagi stærri sveitarfélaga þarf að gera ráð fyrir um þremur bílastæðum fyrir hvern bíl í umferð, sem kallar á gríðarlega landnotkun auk þess mikla beina kostnaðar sem af hlýst. Með orkuskiptum mun gjaldtaka af bílum líklega breytast úr því að vera fyrst og fremst bensín og olíugjöld eins og er í dag yfir í bein notkunargjöld sem þarf til að standa undir vega- og gatnagerð. Sveitarfélögin hafa ekki haft heimildir til að innheimta umhverfisgjöld, nema helst bílastæðagjöld, en hafa umtalsverðan kostnað af bílaeign íbúanna. Þau hafa heldur ekki fengið hlutdeild í bifreiðagjöldum eða kolefnisgjöldum. Heppilegast væri að hvati sveitarfélaganna til íbúanna væri í formi hvatningar til að menga minna. Sveitarfélög gætu tekið upp ívilnanir til þeirra sem eiga einn eða engan bíl eða skipulagt sig þannig að aðgengi fyrir gangandi og hjólandi væri jafngott og fyrir einkabíla. Slíkar breytingar munu hafa í för með sér kostnað fyrir sveitarfélögin og við höfum því lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um hvort hægt sé að veita sveitarfélögunum heimild til innheimtu umhverfisgjalda og að ráðherra skili þinginu skýrslu þar um. Málið er flókið og því er afar mikilvægt að skoða það vel. Þar koma til að mynda inn atriði eins og hvernig á að tryggja að þeir sem þurfa bíla vegna sérstakra aðstæðna sinna verði ekki fyrir búsifjum, að tekið verði tillit til þeirra sem búa í dreifbýli og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum og svo mætti lengi telja. Að auki ber að líta til þess að álagning dreifist með réttlátum hætti og leggist ekki þyngst á þá sem minnst hafa. Aðalatriðið er að við skoðum með opnum huga hvernig við getum fært sveitarfélögunum þau tæki sem þau þurfa til að búa til jákvæða hvata fyrir íbúana. Þannig má taka skynsamlegar ákvarðanir í umhverfislegu tilliti. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun