Þurfa allir að eiga bíl? En tvo? Ólafur Þór Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifa 8. október 2020 14:32 Á Íslandi er bílaeign ein sú mesta í heimi, og nú eru yfir 820 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Það þýðir að fimm manna fjölskylda á að meðaltali fjóra bíla. Til samanburðar eru innan við 500 bílar á 1000 íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn eiga rúmlega 500 bíla á 1000, og Finnar um 750. Aðeins fjögur lönd eða ríki eiga fleiri bíla en við; Bandaríkin, Nýja Sjáland, Mónakó og San Marinó. Fjöldi rafmagns- og tengiltvinnbíla fer vaxandi sem er jákvæð þróun. Þessi mikla bílaeign kostar okkur sem samfélag gríðarlega mikla fjármuni. Flestir ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og mengun frá bílum er mikil, bæði í formi útblásturs og vegna slits á dekkjum og götum. Í skipulagi stærri sveitarfélaga þarf að gera ráð fyrir um þremur bílastæðum fyrir hvern bíl í umferð, sem kallar á gríðarlega landnotkun auk þess mikla beina kostnaðar sem af hlýst. Með orkuskiptum mun gjaldtaka af bílum líklega breytast úr því að vera fyrst og fremst bensín og olíugjöld eins og er í dag yfir í bein notkunargjöld sem þarf til að standa undir vega- og gatnagerð. Sveitarfélögin hafa ekki haft heimildir til að innheimta umhverfisgjöld, nema helst bílastæðagjöld, en hafa umtalsverðan kostnað af bílaeign íbúanna. Þau hafa heldur ekki fengið hlutdeild í bifreiðagjöldum eða kolefnisgjöldum. Heppilegast væri að hvati sveitarfélaganna til íbúanna væri í formi hvatningar til að menga minna. Sveitarfélög gætu tekið upp ívilnanir til þeirra sem eiga einn eða engan bíl eða skipulagt sig þannig að aðgengi fyrir gangandi og hjólandi væri jafngott og fyrir einkabíla. Slíkar breytingar munu hafa í för með sér kostnað fyrir sveitarfélögin og við höfum því lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um hvort hægt sé að veita sveitarfélögunum heimild til innheimtu umhverfisgjalda og að ráðherra skili þinginu skýrslu þar um. Málið er flókið og því er afar mikilvægt að skoða það vel. Þar koma til að mynda inn atriði eins og hvernig á að tryggja að þeir sem þurfa bíla vegna sérstakra aðstæðna sinna verði ekki fyrir búsifjum, að tekið verði tillit til þeirra sem búa í dreifbýli og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum og svo mætti lengi telja. Að auki ber að líta til þess að álagning dreifist með réttlátum hætti og leggist ekki þyngst á þá sem minnst hafa. Aðalatriðið er að við skoðum með opnum huga hvernig við getum fært sveitarfélögunum þau tæki sem þau þurfa til að búa til jákvæða hvata fyrir íbúana. Þannig má taka skynsamlegar ákvarðanir í umhverfislegu tilliti. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Skattar og tollar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er bílaeign ein sú mesta í heimi, og nú eru yfir 820 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Það þýðir að fimm manna fjölskylda á að meðaltali fjóra bíla. Til samanburðar eru innan við 500 bílar á 1000 íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn eiga rúmlega 500 bíla á 1000, og Finnar um 750. Aðeins fjögur lönd eða ríki eiga fleiri bíla en við; Bandaríkin, Nýja Sjáland, Mónakó og San Marinó. Fjöldi rafmagns- og tengiltvinnbíla fer vaxandi sem er jákvæð þróun. Þessi mikla bílaeign kostar okkur sem samfélag gríðarlega mikla fjármuni. Flestir ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og mengun frá bílum er mikil, bæði í formi útblásturs og vegna slits á dekkjum og götum. Í skipulagi stærri sveitarfélaga þarf að gera ráð fyrir um þremur bílastæðum fyrir hvern bíl í umferð, sem kallar á gríðarlega landnotkun auk þess mikla beina kostnaðar sem af hlýst. Með orkuskiptum mun gjaldtaka af bílum líklega breytast úr því að vera fyrst og fremst bensín og olíugjöld eins og er í dag yfir í bein notkunargjöld sem þarf til að standa undir vega- og gatnagerð. Sveitarfélögin hafa ekki haft heimildir til að innheimta umhverfisgjöld, nema helst bílastæðagjöld, en hafa umtalsverðan kostnað af bílaeign íbúanna. Þau hafa heldur ekki fengið hlutdeild í bifreiðagjöldum eða kolefnisgjöldum. Heppilegast væri að hvati sveitarfélaganna til íbúanna væri í formi hvatningar til að menga minna. Sveitarfélög gætu tekið upp ívilnanir til þeirra sem eiga einn eða engan bíl eða skipulagt sig þannig að aðgengi fyrir gangandi og hjólandi væri jafngott og fyrir einkabíla. Slíkar breytingar munu hafa í för með sér kostnað fyrir sveitarfélögin og við höfum því lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um hvort hægt sé að veita sveitarfélögunum heimild til innheimtu umhverfisgjalda og að ráðherra skili þinginu skýrslu þar um. Málið er flókið og því er afar mikilvægt að skoða það vel. Þar koma til að mynda inn atriði eins og hvernig á að tryggja að þeir sem þurfa bíla vegna sérstakra aðstæðna sinna verði ekki fyrir búsifjum, að tekið verði tillit til þeirra sem búa í dreifbýli og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum og svo mætti lengi telja. Að auki ber að líta til þess að álagning dreifist með réttlátum hætti og leggist ekki þyngst á þá sem minnst hafa. Aðalatriðið er að við skoðum með opnum huga hvernig við getum fært sveitarfélögunum þau tæki sem þau þurfa til að búa til jákvæða hvata fyrir íbúana. Þannig má taka skynsamlegar ákvarðanir í umhverfislegu tilliti. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun