Þurfa allir að eiga bíl? En tvo? Ólafur Þór Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifa 8. október 2020 14:32 Á Íslandi er bílaeign ein sú mesta í heimi, og nú eru yfir 820 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Það þýðir að fimm manna fjölskylda á að meðaltali fjóra bíla. Til samanburðar eru innan við 500 bílar á 1000 íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn eiga rúmlega 500 bíla á 1000, og Finnar um 750. Aðeins fjögur lönd eða ríki eiga fleiri bíla en við; Bandaríkin, Nýja Sjáland, Mónakó og San Marinó. Fjöldi rafmagns- og tengiltvinnbíla fer vaxandi sem er jákvæð þróun. Þessi mikla bílaeign kostar okkur sem samfélag gríðarlega mikla fjármuni. Flestir ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og mengun frá bílum er mikil, bæði í formi útblásturs og vegna slits á dekkjum og götum. Í skipulagi stærri sveitarfélaga þarf að gera ráð fyrir um þremur bílastæðum fyrir hvern bíl í umferð, sem kallar á gríðarlega landnotkun auk þess mikla beina kostnaðar sem af hlýst. Með orkuskiptum mun gjaldtaka af bílum líklega breytast úr því að vera fyrst og fremst bensín og olíugjöld eins og er í dag yfir í bein notkunargjöld sem þarf til að standa undir vega- og gatnagerð. Sveitarfélögin hafa ekki haft heimildir til að innheimta umhverfisgjöld, nema helst bílastæðagjöld, en hafa umtalsverðan kostnað af bílaeign íbúanna. Þau hafa heldur ekki fengið hlutdeild í bifreiðagjöldum eða kolefnisgjöldum. Heppilegast væri að hvati sveitarfélaganna til íbúanna væri í formi hvatningar til að menga minna. Sveitarfélög gætu tekið upp ívilnanir til þeirra sem eiga einn eða engan bíl eða skipulagt sig þannig að aðgengi fyrir gangandi og hjólandi væri jafngott og fyrir einkabíla. Slíkar breytingar munu hafa í för með sér kostnað fyrir sveitarfélögin og við höfum því lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um hvort hægt sé að veita sveitarfélögunum heimild til innheimtu umhverfisgjalda og að ráðherra skili þinginu skýrslu þar um. Málið er flókið og því er afar mikilvægt að skoða það vel. Þar koma til að mynda inn atriði eins og hvernig á að tryggja að þeir sem þurfa bíla vegna sérstakra aðstæðna sinna verði ekki fyrir búsifjum, að tekið verði tillit til þeirra sem búa í dreifbýli og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum og svo mætti lengi telja. Að auki ber að líta til þess að álagning dreifist með réttlátum hætti og leggist ekki þyngst á þá sem minnst hafa. Aðalatriðið er að við skoðum með opnum huga hvernig við getum fært sveitarfélögunum þau tæki sem þau þurfa til að búa til jákvæða hvata fyrir íbúana. Þannig má taka skynsamlegar ákvarðanir í umhverfislegu tilliti. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Skattar og tollar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Á Íslandi er bílaeign ein sú mesta í heimi, og nú eru yfir 820 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Það þýðir að fimm manna fjölskylda á að meðaltali fjóra bíla. Til samanburðar eru innan við 500 bílar á 1000 íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn eiga rúmlega 500 bíla á 1000, og Finnar um 750. Aðeins fjögur lönd eða ríki eiga fleiri bíla en við; Bandaríkin, Nýja Sjáland, Mónakó og San Marinó. Fjöldi rafmagns- og tengiltvinnbíla fer vaxandi sem er jákvæð þróun. Þessi mikla bílaeign kostar okkur sem samfélag gríðarlega mikla fjármuni. Flestir ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og mengun frá bílum er mikil, bæði í formi útblásturs og vegna slits á dekkjum og götum. Í skipulagi stærri sveitarfélaga þarf að gera ráð fyrir um þremur bílastæðum fyrir hvern bíl í umferð, sem kallar á gríðarlega landnotkun auk þess mikla beina kostnaðar sem af hlýst. Með orkuskiptum mun gjaldtaka af bílum líklega breytast úr því að vera fyrst og fremst bensín og olíugjöld eins og er í dag yfir í bein notkunargjöld sem þarf til að standa undir vega- og gatnagerð. Sveitarfélögin hafa ekki haft heimildir til að innheimta umhverfisgjöld, nema helst bílastæðagjöld, en hafa umtalsverðan kostnað af bílaeign íbúanna. Þau hafa heldur ekki fengið hlutdeild í bifreiðagjöldum eða kolefnisgjöldum. Heppilegast væri að hvati sveitarfélaganna til íbúanna væri í formi hvatningar til að menga minna. Sveitarfélög gætu tekið upp ívilnanir til þeirra sem eiga einn eða engan bíl eða skipulagt sig þannig að aðgengi fyrir gangandi og hjólandi væri jafngott og fyrir einkabíla. Slíkar breytingar munu hafa í för með sér kostnað fyrir sveitarfélögin og við höfum því lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um hvort hægt sé að veita sveitarfélögunum heimild til innheimtu umhverfisgjalda og að ráðherra skili þinginu skýrslu þar um. Málið er flókið og því er afar mikilvægt að skoða það vel. Þar koma til að mynda inn atriði eins og hvernig á að tryggja að þeir sem þurfa bíla vegna sérstakra aðstæðna sinna verði ekki fyrir búsifjum, að tekið verði tillit til þeirra sem búa í dreifbýli og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum og svo mætti lengi telja. Að auki ber að líta til þess að álagning dreifist með réttlátum hætti og leggist ekki þyngst á þá sem minnst hafa. Aðalatriðið er að við skoðum með opnum huga hvernig við getum fært sveitarfélögunum þau tæki sem þau þurfa til að búa til jákvæða hvata fyrir íbúana. Þannig má taka skynsamlegar ákvarðanir í umhverfislegu tilliti. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun