Bara lífsstíll? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2020 19:30 Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Landbúnaður Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. Öll þurfum við að neyta matar. Þess vegna var sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðarráðherra í garð sauðfjárbænda þegar ég spurði hann hvernig hann hygðist vinna að því að bæta kjör bænda í umræðum á Alþingi í gær. Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst. Neysluhættir hafa gerbreyst á undanförnum árum. En einhverra hluta vegna er íslenska landbúnaðarkerfið enn að sinna kröfum neytenda áttunda áratugar síðustu aldar. Það er aðkallandi að kerfið bjóði upp á aukinn sveigjanleika, leiðir og frelsi fyrir bændur til að mæta breyttum neysluvenjum. Það tryggir áframhaldandi blómlegan landbúnað hér á landi, framtíðarsýn. En ekki fortíðarþrá. Ég væri til í að sjá raunverulegt hvatakerfi sem stuðlar að nýsköpun, nýrri nálgun og að bændur geti sáttir unað við sinn hlut. Að bændur hafi raunverulegt frelsi til að velja hvernig þeir nýti landið sitt og skapað sér aukin verðmæti og tryggt afkomu sína. Og ég veit það fyrir víst að bændur eru best til þess fallnir að meta það sjálfir hvernig megi nýta tækifærin betur. Meiriháttar skekkja Er ekki einhver meiriháttar skekkja í gangi þegar kerfið býður upp á hæsta verðið til neytenda en á sama tíma ein slökustu kjörin til bænda í alþjóðlegum samanburði? Samhliða því að landbúnaðarstyrkir hér á landi eru með þeim hæstu samanborið við aðrar þjóðir. Velvild íslenskra neytenda er til staðar, þeir velja íslenskar vörur vegna þess að þær eru heilnæmar og góðar. Við vitum hvaðan þær koma. Samkeppnisstaða íslenskrar matvöru er góð. Við sjáum það þegar það kemur að grænmetisframleiðslu að aukin samkeppni á sínum tíma skilaði meira úrvali fyrir neytendur og fjölbreyttari störfum. Þar fyrir utan hefur framleiðslan vaxið og stoðirnar orðið sterkari, þrátt fyrir ótta um annað. Hverra hagsmuna er kerfið að gæta? Bændur hljóta að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort að kerfið sjálft, sem byggt hefur verið upp af rótgrónum íhaldsflokkum síðustu áratugi, þjóni milliliðunum og flokkunum sjálfum fremur en raunverulegum hagsmunum bænda. Hverra hagsmuna er kerfið í raun að þjóna þegar staðan er þessi? Staða, sem að mínu mati, er óásættanleg. Það er sannarlega hugsjónarfólk í landbúnaðinum líkt og í öðrum stéttum, líkt og kennarastéttinni. Það er vitað mál að launin ein og sér eru sannarlega ekki mesti hvatinn fyrir því hvers vegna fólk velur að feta þá slóð. En fólk þarf líka að hafa í sig og á. Ég leyfi mér að kalla eftir þroskaðri umræðu um kjör bænda og landbúnaðarkerfið okkar í heild sinni. Ekki áframhaldandi skotgrafir og þras um umbúðir, ekki innihald. Við þurfum kerfi sem ýtir undir frelsi bænda, svarar kröfum um nútímaneysluhætti, ýtir undir græna hvata og leysir bændur úr þeim hlekkjum sem þeir hafa lifað við alltof lengi. Fyrir bændur, neytendur, umhverfi, samfélag. Það er stóra verkefni stjórnmálanna á þessum tímapunkti. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun