Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir að umferðaróhapp varð í Hvalfirði um klukkan 12:30 í dag. Sjúkrabíll og dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sendir á vettvang, auk lögreglu.
Óhappið varð á Hvalfjarðarvegi um kílómetra frá Vesturlandsvegi sunnan við Hvalfjarðargöng. Tvær bifreiðar áttu þar hlut að máli en ekki fengust frekari upplýsingar um tildrög óhappsins. Ekki urðu verulegar umfarðartafir á vettvangi vegna óhappsins og er vinnu viðbragðsaðila á vettvangi lokið.
Fréttin var uppfærð klukkan 13:42.