Segja leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma hegðun í umferðinni Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2020 08:09 Við þessu var brugðist með því að veita nokkrum ökumönnum tiltal en fjórir voru kærðir fyrir gróf brot. Vísir/Vilhelm Lögreglan segir leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma umferðarhegðun í miðborginni í gær og því hafi verið sérstakt eftirlit í miðborginni í gærkvöld og fram á nótt. Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Við þessu var brugðist með því að veita nokkrum ökumönnum tiltal en fjórir voru kærðir fyrir gróf brot. Í tilkynningu segir að gangandi vegfarandi hafi kvartað til lögregluþjóna eftir að ökumaður leigubíls hafi ekki eftir göngugötu og gargaði á vegfarandann að „drulla sér í burtu af göngugötunni,“ eins go segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að vegfarandinn hafi verið miður sín vegna atviksins og hann hafi ekki talið hegðun ökumannsins til fyrirmyndar. „Lögreglan vill því benda á að það gilda sömu reglur fyrir atvinnuökumenn líkt og aðra ökumenn sem aka ökutækjum sínum. Að aka/stöðva á gangstéttum, aka eftir göngugötum eða trufla umferð með ýmsum hætti er ekki heimilt samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Sér bílastæði eru fyrir leigubifreiðar á a.m.k. tveimur stöðum í miðborginni þar sem ætlast er til að notendur leigubifreiða komi að til að þiggja þjónustu leigubifreiða. Séu þessi bílastæði full af leigubifreiðum þá verða leigubílstjórar að nota nærliggjandi bílastæði sem ætlað er ökutækjum,“ segir í tilkynningunni. Því er beint til atvinnuökumanna að haga akstri sínum þannig að þeir séu til fyrirmyndar í umferðinni. Lögreglumál Göngugötur Leigubílar Reykjavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Lögreglan segir leigubílstjóra hafa sýnt frekar slæma umferðarhegðun í miðborginni í gær og því hafi verið sérstakt eftirlit í miðborginni í gærkvöld og fram á nótt. Í tilkynningu segir að lögregluþjónar hafi horft á leigubílstjóra í eftirlitsmyndavélum og séð þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Við þessu var brugðist með því að veita nokkrum ökumönnum tiltal en fjórir voru kærðir fyrir gróf brot. Í tilkynningu segir að gangandi vegfarandi hafi kvartað til lögregluþjóna eftir að ökumaður leigubíls hafi ekki eftir göngugötu og gargaði á vegfarandann að „drulla sér í burtu af göngugötunni,“ eins go segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að vegfarandinn hafi verið miður sín vegna atviksins og hann hafi ekki talið hegðun ökumannsins til fyrirmyndar. „Lögreglan vill því benda á að það gilda sömu reglur fyrir atvinnuökumenn líkt og aðra ökumenn sem aka ökutækjum sínum. Að aka/stöðva á gangstéttum, aka eftir göngugötum eða trufla umferð með ýmsum hætti er ekki heimilt samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Sér bílastæði eru fyrir leigubifreiðar á a.m.k. tveimur stöðum í miðborginni þar sem ætlast er til að notendur leigubifreiða komi að til að þiggja þjónustu leigubifreiða. Séu þessi bílastæði full af leigubifreiðum þá verða leigubílstjórar að nota nærliggjandi bílastæði sem ætlað er ökutækjum,“ segir í tilkynningunni. Því er beint til atvinnuökumanna að haga akstri sínum þannig að þeir séu til fyrirmyndar í umferðinni.
Lögreglumál Göngugötur Leigubílar Reykjavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira