Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2020 11:30 Elísabet Gunnars í Konur Eru Konum Bestar bolnum fyrir árið 2020. Bolurinn er seldur fyrir gott málefni tengt konum á hverju ári. Aldís Pálsdóttir „Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet. Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Sjá meira
„Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet.
Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Sjá meira