Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2020 18:07 Um er að ræða þrjá starfsmenn. Vísir/Vilhelm Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp. Frá þessu greinir staðarmiðillinn Eyjar.net og vísar í Ingiberg Einarsson, rekstrarstjóra flugvallarins í Vestmannaeyjum. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur staðfest þetta í samtali við Vísi. Um er að ræða þrjá starfsmenn með þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest. Í samtali við Vísi segir Guðjón að starfsfólkinu verði boðin vinna í lægri starfshlutfalli. Auk þess muni fara fram ítarleg greining á notkun vallarins með starfsfólki. Áætlað er að þeirri greiningu verði lokið í októbermánuði. „Frá því mánaðamótin ágúst/september hefur ekkert áætlunarflug verið til Vestmannaeyja, eða frá því Flugfélagið Ernir hætti að fljúga þangað. Völlurinn er því eingöngu notaður af flugnemum, einkaaðilum og í sjúkraflug. Að óbreyttu blasir við að opnunartími er of langur og mönnun of mikil með tilliti til rekstrarlegs grundvallar,“ segir Guðjón. Þá segir Guðjón að Isavia voni að ástandið sé tímabundið, en miðað við núverandi stöðu hafi verið nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar. Þungur róður í innanlandsflugi Í upphafi þessa mánaðar tilkynnti flugfélagið Ernir um ákvörðun sína að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins, sagði þá ákvörðunina ekki hafa komið til af góðu en reksturinn á innanlandsflugmarkaði væri afar þungur um þessar mundir. Þá sagði hann erfitt að keppa við niðurgreiddan bát á samgöngumarkaði, og vísaði þar til siglinga Herjólfs milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Fréttin var uppfærð klukkan 18:22. Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp. Frá þessu greinir staðarmiðillinn Eyjar.net og vísar í Ingiberg Einarsson, rekstrarstjóra flugvallarins í Vestmannaeyjum. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur staðfest þetta í samtali við Vísi. Um er að ræða þrjá starfsmenn með þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest. Í samtali við Vísi segir Guðjón að starfsfólkinu verði boðin vinna í lægri starfshlutfalli. Auk þess muni fara fram ítarleg greining á notkun vallarins með starfsfólki. Áætlað er að þeirri greiningu verði lokið í októbermánuði. „Frá því mánaðamótin ágúst/september hefur ekkert áætlunarflug verið til Vestmannaeyja, eða frá því Flugfélagið Ernir hætti að fljúga þangað. Völlurinn er því eingöngu notaður af flugnemum, einkaaðilum og í sjúkraflug. Að óbreyttu blasir við að opnunartími er of langur og mönnun of mikil með tilliti til rekstrarlegs grundvallar,“ segir Guðjón. Þá segir Guðjón að Isavia voni að ástandið sé tímabundið, en miðað við núverandi stöðu hafi verið nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar. Þungur róður í innanlandsflugi Í upphafi þessa mánaðar tilkynnti flugfélagið Ernir um ákvörðun sína að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins, sagði þá ákvörðunina ekki hafa komið til af góðu en reksturinn á innanlandsflugmarkaði væri afar þungur um þessar mundir. Þá sagði hann erfitt að keppa við niðurgreiddan bát á samgöngumarkaði, og vísaði þar til siglinga Herjólfs milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Fréttin var uppfærð klukkan 18:22.
Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira