12 mánuði til barnsins Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. september 2020 14:01 Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Fæðingarorlof Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar