12 mánuði til barnsins Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. september 2020 14:01 Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Fæðingarorlof Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun