„Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2020 16:02 Þórhildur Sunna er ómyrk í máli um orð Bjarna: Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur. visir/vilhelm Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa. Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa.
Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15