Taldir klikkaðir fyrir að opna veitingastað í miðjum COVID faraldri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. september 2020 14:00 Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson. Aðsend mynd Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid. Þeir opnuðu Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleiru ásamt eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato. „Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“ segir Kristján Nói. Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8 til 30 manna hópa. „Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir til dæmis leikhús og aðra listviðburði. Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“ segir Brynjar Ingvarsson. Hann segir að öllum sóttvarnarreglum sé að sjálfsögðu fylgt á Primo. Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyniað ýmsum þróunum. „Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum~ og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira. Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“ segir Kristján Nói að lokum. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid. Þeir opnuðu Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleiru ásamt eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato. „Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“ segir Kristján Nói. Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8 til 30 manna hópa. „Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir til dæmis leikhús og aðra listviðburði. Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“ segir Brynjar Ingvarsson. Hann segir að öllum sóttvarnarreglum sé að sjálfsögðu fylgt á Primo. Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyniað ýmsum þróunum. „Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum~ og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira. Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“ segir Kristján Nói að lokum.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira