Hvað hefur þú gert fyrir heilsuna í dag? Geir Gunnar Markússon skrifar 25. september 2020 13:00 Á hverjum einasta degi höfum við mjög mikið val um það hvort við höldum góðri heilsu eða stuðlum að versnandi heilsu. Nútíma líferni bíður upp á allt annað en heilsusamlegan lífsstíl og alltof margir eru dagsdaglega í heilsuniðurbroti. Hjá nútímanninum eiga allir þættir heilsusamlegs lífs undir högg að sækja t.d. er mikið framboð af skyndibita og sætindum, hreyfing er lítil sem engin, stressið og álagið er yfirgengilegt og svefnleysi er algengara en stormur á Stórhöfða. Það er jafnvel spurning hvort manneskjan sé yfir höfuð gerð til lifa af í nútíma líferni? Því okkur er að takast nokkuð vel að tortíma okkur með eigin „velmegnun“ með aukinni tíðni lífsstílssjúkdóma. Offita og fylgikvillar eru t.d. mun stærra vandamál í heiminum en vannæring. Það væri mjög skrítið að geta sofið eins og vært ungabarn eftir að hafa stressað sig upp allan daginn, drukkið ótæpilega af kaffi eða orkudrykkjum og svo ekkert hreyft sig. Líkaminn er svo oft að senda okkur skilboð sem við hunsum. Sorglega margir horfa t.d. ekki á ástæður svefnleysisins og taka bara öflugar svefntöflur til að bæta gráu ofan á svart. Hvar er ábyrgðin á eigin heilsu og lífi ef þú horfir ekki á lífsstíl þinn heldur tekur bara töflur til að halda niðri einkennunum sem lífsstíll þinn veldur? Við erum manneskjur eða homo sapiens, hinn viti borni maður en miðað við þessa sjálfeyðingarhvöt okkar í nútímalíferni þá er eitthvað langt í við séum hinn viti borni maður. Annað dæmi um skilaboð frá líkamanum sem við hunsum er þegar þú kemur heim eftir erfiðan dag í vinnunni með hausverk og slenið er að drepa þig þá væri það besta sem þú gerir er að fara í góðan 30 mín göngutúr (byrja létt, allt telur og ekki skemmir ef það er í guðsgrænni náttúrinni) og fá þér 1-2 vatnsglös fyrir túrinn. Ég get lofað því að hausverkurinn verður betri og orkan meiri eftir göngutúrinn. Því stórar líkur eru á því að líkami þinn hafi verið að senda þér skilaboð um að hann skorti súrefni og hreyfingu en þú gafst honum tvær hausverkjatöflur, sætindi og langan lúr (þarf vissulega að sofa en betra væri að geyma það til kl.22:00 og fá góðan nætursvefn). Líkami okkar og sál er alltaf að leita að jafnvægi og við þurfum ákveðið jafnvægi á okkar daglegu athafnir. Var mikið stress í vinnunni eða skólanum í dag? Ef svarið er já þá þarftu að finna heilsusamlegar leiðir til að afstressa þig (án þess að nota lyf, áfengi eða mat) t.d. hugleiðslu, slökun eða jóga. Við leyfum okkur eða gefum okkur ekki einu sinni 5-10 mínútur í hugleiðslu yfir daginn en við erum tilbúin að eyða heilum vinnudegi í stress og læti! Það sér það hver heilvita maður að svona líferni endar með ósköpum. Engin lifandi vera er gerð til þola svona misþyrmingu dag eftir dag, vikur og mánuðum saman…og hvað þá að nota enn verri aðferðir til að bæta fyrir skaðann!? Það er reyndar ótrúlegt hvað mannslíkaminn þolir miðað við misþyrmingarnar sem dynja á honum á hverjum degi. Nútíma lífsstíll er voðalega þægilegur og auðveldur, það er vissulega auðveldara að kaupa skyndibita en útbúa hollan kvöldmat og keyra í vinnuna frekar en að labba eða hjóla. En það sem margir vita ekki er að þessi líffstíll er vítahringur enn meiri óhollustu, hreyfingarleysis, svefnleysis og streitu. Það er t.d. ekkert í unnum mat með fullt af sykri og aukaefnum sem fær okkur til að vilja fara upp úr Lazy-boy stólnum og fara út að hreyfa okkur, þvert á móti með hverjum bitanum á fætur öðrum færist þú neðar og neðar í stólinn. Of margir af þeim sem ég hef hitt í næringar- og heilsuráðgjöf í gegnum árin segja að þau séu svo góð við sig að þau geti ekki pínt sig út í göngutúr í rigningu, borðað grænmeti í stað sælgætis eða hætt að horfa á uppáhaldsþáttinn í sjónuvarpinu til að fara að sofa. Það sem ég segi þessum skjólstæðingum er að í rauninni séu þau vond við sig þegar fram líða stundir, þegar líkaminn segir nei við þessari „góðsemi“. Í þessu samhengi heilbrigðs lífernis er ég ekki að tala um einhvern sykurlausan kúr eða algjört meinlæta líf þar sem við leyfum okkur aldrei neitt dekur í mat, heldur að við kunnum að njóta þess og í hófi án þess að heilsan fari að gjalda fyrir það. Og þá skiptir t.d. einstaka óhollusta ekki máli ef mataræðið þess fyrir utan er hollt.Margir í nútímasamfélagi hafa einfaldlega ekki upplifað alvöru lífsgæði sem fylgir heilsusamlegum lífsstíl og því hversu æðislega góður þú ert við sjálfa/n þig ef þú hugsar vel um líkama og sál. Ég vona að þú sért ekki komin með samviskubit eftir lestur þessarar greinar, því þú hefur ekki verið að sinna heilsunni? Það var síður en svo ástæðan, frekar að hvetja þig til dáða og mín einlæga von er að þú upplifir alvöru lífsgæði með sem bestri heilsu. Á hverjum degi höfum við val um ýmislegt sem snýr að heilsu okkar. Ég vona að þessi grein hafi opnað augu þín fyrir því að þú hefur valið þegar kemur að því að standa með heilsunni þinni. Höfundur er næringarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Geir Gunnar Markússon Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverjum einasta degi höfum við mjög mikið val um það hvort við höldum góðri heilsu eða stuðlum að versnandi heilsu. Nútíma líferni bíður upp á allt annað en heilsusamlegan lífsstíl og alltof margir eru dagsdaglega í heilsuniðurbroti. Hjá nútímanninum eiga allir þættir heilsusamlegs lífs undir högg að sækja t.d. er mikið framboð af skyndibita og sætindum, hreyfing er lítil sem engin, stressið og álagið er yfirgengilegt og svefnleysi er algengara en stormur á Stórhöfða. Það er jafnvel spurning hvort manneskjan sé yfir höfuð gerð til lifa af í nútíma líferni? Því okkur er að takast nokkuð vel að tortíma okkur með eigin „velmegnun“ með aukinni tíðni lífsstílssjúkdóma. Offita og fylgikvillar eru t.d. mun stærra vandamál í heiminum en vannæring. Það væri mjög skrítið að geta sofið eins og vært ungabarn eftir að hafa stressað sig upp allan daginn, drukkið ótæpilega af kaffi eða orkudrykkjum og svo ekkert hreyft sig. Líkaminn er svo oft að senda okkur skilboð sem við hunsum. Sorglega margir horfa t.d. ekki á ástæður svefnleysisins og taka bara öflugar svefntöflur til að bæta gráu ofan á svart. Hvar er ábyrgðin á eigin heilsu og lífi ef þú horfir ekki á lífsstíl þinn heldur tekur bara töflur til að halda niðri einkennunum sem lífsstíll þinn veldur? Við erum manneskjur eða homo sapiens, hinn viti borni maður en miðað við þessa sjálfeyðingarhvöt okkar í nútímalíferni þá er eitthvað langt í við séum hinn viti borni maður. Annað dæmi um skilaboð frá líkamanum sem við hunsum er þegar þú kemur heim eftir erfiðan dag í vinnunni með hausverk og slenið er að drepa þig þá væri það besta sem þú gerir er að fara í góðan 30 mín göngutúr (byrja létt, allt telur og ekki skemmir ef það er í guðsgrænni náttúrinni) og fá þér 1-2 vatnsglös fyrir túrinn. Ég get lofað því að hausverkurinn verður betri og orkan meiri eftir göngutúrinn. Því stórar líkur eru á því að líkami þinn hafi verið að senda þér skilaboð um að hann skorti súrefni og hreyfingu en þú gafst honum tvær hausverkjatöflur, sætindi og langan lúr (þarf vissulega að sofa en betra væri að geyma það til kl.22:00 og fá góðan nætursvefn). Líkami okkar og sál er alltaf að leita að jafnvægi og við þurfum ákveðið jafnvægi á okkar daglegu athafnir. Var mikið stress í vinnunni eða skólanum í dag? Ef svarið er já þá þarftu að finna heilsusamlegar leiðir til að afstressa þig (án þess að nota lyf, áfengi eða mat) t.d. hugleiðslu, slökun eða jóga. Við leyfum okkur eða gefum okkur ekki einu sinni 5-10 mínútur í hugleiðslu yfir daginn en við erum tilbúin að eyða heilum vinnudegi í stress og læti! Það sér það hver heilvita maður að svona líferni endar með ósköpum. Engin lifandi vera er gerð til þola svona misþyrmingu dag eftir dag, vikur og mánuðum saman…og hvað þá að nota enn verri aðferðir til að bæta fyrir skaðann!? Það er reyndar ótrúlegt hvað mannslíkaminn þolir miðað við misþyrmingarnar sem dynja á honum á hverjum degi. Nútíma lífsstíll er voðalega þægilegur og auðveldur, það er vissulega auðveldara að kaupa skyndibita en útbúa hollan kvöldmat og keyra í vinnuna frekar en að labba eða hjóla. En það sem margir vita ekki er að þessi líffstíll er vítahringur enn meiri óhollustu, hreyfingarleysis, svefnleysis og streitu. Það er t.d. ekkert í unnum mat með fullt af sykri og aukaefnum sem fær okkur til að vilja fara upp úr Lazy-boy stólnum og fara út að hreyfa okkur, þvert á móti með hverjum bitanum á fætur öðrum færist þú neðar og neðar í stólinn. Of margir af þeim sem ég hef hitt í næringar- og heilsuráðgjöf í gegnum árin segja að þau séu svo góð við sig að þau geti ekki pínt sig út í göngutúr í rigningu, borðað grænmeti í stað sælgætis eða hætt að horfa á uppáhaldsþáttinn í sjónuvarpinu til að fara að sofa. Það sem ég segi þessum skjólstæðingum er að í rauninni séu þau vond við sig þegar fram líða stundir, þegar líkaminn segir nei við þessari „góðsemi“. Í þessu samhengi heilbrigðs lífernis er ég ekki að tala um einhvern sykurlausan kúr eða algjört meinlæta líf þar sem við leyfum okkur aldrei neitt dekur í mat, heldur að við kunnum að njóta þess og í hófi án þess að heilsan fari að gjalda fyrir það. Og þá skiptir t.d. einstaka óhollusta ekki máli ef mataræðið þess fyrir utan er hollt.Margir í nútímasamfélagi hafa einfaldlega ekki upplifað alvöru lífsgæði sem fylgir heilsusamlegum lífsstíl og því hversu æðislega góður þú ert við sjálfa/n þig ef þú hugsar vel um líkama og sál. Ég vona að þú sért ekki komin með samviskubit eftir lestur þessarar greinar, því þú hefur ekki verið að sinna heilsunni? Það var síður en svo ástæðan, frekar að hvetja þig til dáða og mín einlæga von er að þú upplifir alvöru lífsgæði með sem bestri heilsu. Á hverjum degi höfum við val um ýmislegt sem snýr að heilsu okkar. Ég vona að þessi grein hafi opnað augu þín fyrir því að þú hefur valið þegar kemur að því að standa með heilsunni þinni. Höfundur er næringarfræðingur
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun