Fór að hágráta eftir að hún hitti Kim Kardashian á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2020 12:30 Sjálfan sem Birta náði með Kim heppnaðist fullkomnlega. Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi. Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi. Í fjórða þættinum töluðu þeir um hverjir væru í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar og þá sagði Birta frá því þegar hún hitti Kim Kardashian. Árið 2016 mættu Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og fleiri í þeirra gengi til landsins. Birta sá einn úr hópnum setja stutt snap inn og áttaði sig strax á því hvar hópurinn væri. „Ég sagði við Gunna kærastan minn að mig langaði í bakarísmat í morgunmat. Við bjuggum þarna í Hlíðunum og það var bakarí við hliðin á okkur. En ég sagðist vilja bakarísmat í einu rosalega góðu bakaríi í miðbænum,“ segir Birta sem náði þannig að plata kærastan til þess að koma með sér niður í bæ í þeirri von um að hitta hópinn. Sorry, þetta er ekki að fara gerast „Ég lagði bílnum mínum síðan í þessari götu og við sjáum strax þessa fínu bíla lagða þarna fyrir utan hótelið og ég segi við hann, getum við hinkrað hérna í smá stund. Hann svarar mér, bara hérna úti á miðri götu? og þá sagði ég honum af hverju við værum þarna. Svo kemur enginn út úr húsinu og hann verður mjög pirraður og svangur og gefst upp. Við förum og setjumst inn á eitthvað bakarí.“ Svo þegar þau voru búin að borða gengu þau til baka að bílnum. Þá var eitthvað af fólki mætt þarna fyrir utan hótelið og kærastinn hennar samþykkir að bíða í tíu mínútur inni í bíl og enginn kemur. „Við keyrum þá heim og þegar ég er komin fyrir utan heima segi ég við Gunna, nei þetta er ekki að fara gerast, sorry. Ég er ekki að fara vera hér á þessu landi á sama tíma og hún og hitta hana ekki. Ég tek u-beygju fyrir utan heima og bruna aftur niður í bæ. Þegar við erum komin aftur niður í bæ sé ég að það er risastór trukkur mættur. Svo sé ég myndatökuteymið koma út. Ég ákveð þá að leggja bílnum mínum fyrir framan trukkinn svo að trukkurinn fari ekki fet. Ég lagði bílnum fyrir svo að Kim kæmist ekki í burtu frá mér.“ Stuttu síðar kemur hópurinn út úr hótelinu. „Fyrst kemur Kourtney og síðan Kanye. Ég varð að fórna þeim tveimur og reyndi ekkert að tala við þau. Ég varð að hitta Kim. Svo kemur Kim og ég hugsa bara fokk it og pota í öxlina á henni. Um leið og ég er búin að snerta á henni öxlina hugsa ég, hvað ég andskotanum er ég búin að gera. Það er einhver vörður að koma núna og berja mig. Ég segi við hana, má ég taka selfie með þér? og hún svarar strax, auðvitað elskan mín. Ég næ myndinni og hleyp inn í bíl og færi bílinn minn svo þau yrðu ekki brjáluð út í mig. Svo fer ég bara að hágráta.“ Ástæðan fyrir því af hverju Birta fór að gráta var að hún óttaðist að myndin af þeim tveimur saman væri ekki í fókus en sem betur fer náðist frábær mynd. Hér að neðan má sjá þáttinn. Teboðið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi. Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi. Í fjórða þættinum töluðu þeir um hverjir væru í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar og þá sagði Birta frá því þegar hún hitti Kim Kardashian. Árið 2016 mættu Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og fleiri í þeirra gengi til landsins. Birta sá einn úr hópnum setja stutt snap inn og áttaði sig strax á því hvar hópurinn væri. „Ég sagði við Gunna kærastan minn að mig langaði í bakarísmat í morgunmat. Við bjuggum þarna í Hlíðunum og það var bakarí við hliðin á okkur. En ég sagðist vilja bakarísmat í einu rosalega góðu bakaríi í miðbænum,“ segir Birta sem náði þannig að plata kærastan til þess að koma með sér niður í bæ í þeirri von um að hitta hópinn. Sorry, þetta er ekki að fara gerast „Ég lagði bílnum mínum síðan í þessari götu og við sjáum strax þessa fínu bíla lagða þarna fyrir utan hótelið og ég segi við hann, getum við hinkrað hérna í smá stund. Hann svarar mér, bara hérna úti á miðri götu? og þá sagði ég honum af hverju við værum þarna. Svo kemur enginn út úr húsinu og hann verður mjög pirraður og svangur og gefst upp. Við förum og setjumst inn á eitthvað bakarí.“ Svo þegar þau voru búin að borða gengu þau til baka að bílnum. Þá var eitthvað af fólki mætt þarna fyrir utan hótelið og kærastinn hennar samþykkir að bíða í tíu mínútur inni í bíl og enginn kemur. „Við keyrum þá heim og þegar ég er komin fyrir utan heima segi ég við Gunna, nei þetta er ekki að fara gerast, sorry. Ég er ekki að fara vera hér á þessu landi á sama tíma og hún og hitta hana ekki. Ég tek u-beygju fyrir utan heima og bruna aftur niður í bæ. Þegar við erum komin aftur niður í bæ sé ég að það er risastór trukkur mættur. Svo sé ég myndatökuteymið koma út. Ég ákveð þá að leggja bílnum mínum fyrir framan trukkinn svo að trukkurinn fari ekki fet. Ég lagði bílnum fyrir svo að Kim kæmist ekki í burtu frá mér.“ Stuttu síðar kemur hópurinn út úr hótelinu. „Fyrst kemur Kourtney og síðan Kanye. Ég varð að fórna þeim tveimur og reyndi ekkert að tala við þau. Ég varð að hitta Kim. Svo kemur Kim og ég hugsa bara fokk it og pota í öxlina á henni. Um leið og ég er búin að snerta á henni öxlina hugsa ég, hvað ég andskotanum er ég búin að gera. Það er einhver vörður að koma núna og berja mig. Ég segi við hana, má ég taka selfie með þér? og hún svarar strax, auðvitað elskan mín. Ég næ myndinni og hleyp inn í bíl og færi bílinn minn svo þau yrðu ekki brjáluð út í mig. Svo fer ég bara að hágráta.“ Ástæðan fyrir því af hverju Birta fór að gráta var að hún óttaðist að myndin af þeim tveimur saman væri ekki í fókus en sem betur fer náðist frábær mynd. Hér að neðan má sjá þáttinn.
Teboðið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira