Upp úr sauð á Leiknisvelli og lögregla kölluð til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2020 14:01 Félagsheimili Leiknis við Austurberg. vísir/vilhelm Lögregla var kölluð til eftir leik Leiknis/KB og Þórs á Leiknisvelli í B-deild 2. flokks karla í fótbolta á sunnudaginn. Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum og upp úr sauð að honum loknum. Þórsarar unnu leikinn, 2-3. Leikmenn voru afar ósáttir við dómara leiksins sem óttaðist um öryggi sitt samkvæmt heimildum Vísis. Á endanum var lögregla kölluð til vegna illdeilna og hótana. Þetta staðfesti Gunnar Hilmarsson aðalvarðsstjóri við Vísi í dag. Oscar Clausen, formaður Leiknis, staðfesti að lögreglan hefði mætt á svæðið eftir leikinn en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið nema að það væri í vinnslu innanhúss hjá félaginu. Þriðja brottvísun þjálfarans í sumar Tveir leikmenn Leiknis voru reknir af velli sem og þjálfarinn Leon Einar Pétursson. Þetta var þriðja brottvísun Leons og annars leikmannsins í sumar og önnur brottvísun hins leikmannsins. Þeir eru báðir á átjánda aldursári. Í fyrradag var annar leikmaðurinn var úrskurðaður í fimm leikja bann og hinn í þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu. Leon fékk einnig þriggja leikja bann. Þá fékk Leiknir samtals 17.500 króna sekt frá KSÍ. Að sögn Hauks Hinrikssonar, lögfræðings Knattspyrnusambands Íslands, var í tilviki Leons um að ræða „orðbragð eða látbragð sem var særandi, móðgandi, svívirðilegt“ en ofsalega framkomu í tilviki leikmannanna. Leon fékk sjálfkrafa þriggja leikja bann vegna þriðju brottvísunar sinnar í sumar. Annar leikmannanna fékk sömuleiðis þriggja leikja bann vegna þriðju brottvísunar sinnar í sumar auk tveggja leikja fyrir ofsalegra framkomu. Hinn leikmaðurinn fékk tveggja leikja bann vegna annarar brottvísunar sinnar í sumar og einn leik til viðbótar vegna ofsalegrar framkomu. Íslenski boltinn Leiknir Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Lögregla var kölluð til eftir leik Leiknis/KB og Þórs á Leiknisvelli í B-deild 2. flokks karla í fótbolta á sunnudaginn. Þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum og upp úr sauð að honum loknum. Þórsarar unnu leikinn, 2-3. Leikmenn voru afar ósáttir við dómara leiksins sem óttaðist um öryggi sitt samkvæmt heimildum Vísis. Á endanum var lögregla kölluð til vegna illdeilna og hótana. Þetta staðfesti Gunnar Hilmarsson aðalvarðsstjóri við Vísi í dag. Oscar Clausen, formaður Leiknis, staðfesti að lögreglan hefði mætt á svæðið eftir leikinn en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið nema að það væri í vinnslu innanhúss hjá félaginu. Þriðja brottvísun þjálfarans í sumar Tveir leikmenn Leiknis voru reknir af velli sem og þjálfarinn Leon Einar Pétursson. Þetta var þriðja brottvísun Leons og annars leikmannsins í sumar og önnur brottvísun hins leikmannsins. Þeir eru báðir á átjánda aldursári. Í fyrradag var annar leikmaðurinn var úrskurðaður í fimm leikja bann og hinn í þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu. Leon fékk einnig þriggja leikja bann. Þá fékk Leiknir samtals 17.500 króna sekt frá KSÍ. Að sögn Hauks Hinrikssonar, lögfræðings Knattspyrnusambands Íslands, var í tilviki Leons um að ræða „orðbragð eða látbragð sem var særandi, móðgandi, svívirðilegt“ en ofsalega framkomu í tilviki leikmannanna. Leon fékk sjálfkrafa þriggja leikja bann vegna þriðju brottvísunar sinnar í sumar. Annar leikmannanna fékk sömuleiðis þriggja leikja bann vegna þriðju brottvísunar sinnar í sumar auk tveggja leikja fyrir ofsalegra framkomu. Hinn leikmaðurinn fékk tveggja leikja bann vegna annarar brottvísunar sinnar í sumar og einn leik til viðbótar vegna ofsalegrar framkomu.
Íslenski boltinn Leiknir Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira