Liðslæknirinn stakk gat á lunga lykilleikmanns rétt fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 09:31 Tyrod Taylor hefur mikla reynslu úr NFL-deildinni enda búinn að spila í henni í níu ár. Hann hefur því séð margt en þó varla það að mistök læknis komi í veg fyrir það að hann spili. Getty/ Harry How NFL-liðið Los Angeles Chargers varð að skipta út leikstjórnenda sínum rétt fyrir leik um helgina eftir að liðslæknir þess gerði stór mistök í aðdraganda leiksins. Reynsluboltinn Tyrod Taylor átti að byrja leikinn eins og í fyrsta umferðinni. Tyrod Taylor hafði hins vegar fengið högg á brjóstkassann og þurfti því meðferð fyrir leikinn. Hann átti alltaf að spila en þurfti smá deyfingu. Liðslæknir Los Angeles Chargers fékk það verðuga verkefni að sprauta Tyrod Taylor með deyfilyfi í rifbeinin stuttu fyrir leik. Honum tókst það ekki betur úr hendi en að hann stakk gat á lunga Tyrod Taylor. The Chargers' team doctor accidentally punctured Tyrod Taylor's lung just before kickoff Sunday while trying to administer a pain-killing injection to the QB's cracked ribs, sources told @AdamSchefter. The NFL Players Association is investigating the medical mishap. pic.twitter.com/Sbr2cEo0UK— SportsCenter (@SportsCenter) September 23, 2020 Tyrod Taylor átti í kjölfarið erfitt með andardrátt og var á endanum fluttur á sjúkrahús. Hann gat því skiljanlega ekki spilað leikinn. Nýliðinn Justin Herbert fékk tækifærið í staðinn og spilaði mjög vel á móti meisturum Kansas City Chiefs. Chiefs liðið vann að lokum endurkomusigur en Herbert fékk mikið hrós. Tyrod Taylor var ekki í lífshættu og þetta ógnar heldur ekki ferli hans. Frammistaða Justin Herbert gæti hins vegar séð til þess að hann fái ekki að spila þegar hann er búinn að ná sér. Anthony Lynn, þjálfari Los Angeles Chargers, vildi ekki gera stórmál úr þessu. „Hann gerði bara mistök,“ sagði Lynn um læknirinn og bætti við: Svona gerist stundum. Tyrod er ekki reiður eða ósáttur,“ sagði Anthony Lynn við ESPN. Leikmannasamtökin ætla að rannsaka málið og hafa verið í sambandið við Tyrod Taylor sjálfan og umboðsmanninn hans síðan á sunnudaginn. "Losing your job because of your own team's malpractice isn t right."NFL fans aren't happy after a team doctor punctured Chargers QB Tyrod Taylor's lung causing him to miss week 2 and now a significant amount of time. https://t.co/s5H3DSjcuP— Complex Sports (@ComplexSports) September 23, 2020 Margir þjálfarar í NFL-deildinni eru á því að leikmenn eigi ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði vegna meiðsla ekki síst þegar þau koma til vegna mistaka læknis liðsins. Haldi Justin Herbert áfram að spila svona vel gæti hins vegar orðið erfitt að taka hann úr byrjunarliðinu. Læknar hafa ráðlagt Tyrod Taylor að spila ekki fótbolta á næstunni. Anthony Lynn segir hins vegar að hann sé aðalleikstjórnandi Los Angeles Chargers liðsins um leið og hann er hundrað prósent heill. NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
NFL-liðið Los Angeles Chargers varð að skipta út leikstjórnenda sínum rétt fyrir leik um helgina eftir að liðslæknir þess gerði stór mistök í aðdraganda leiksins. Reynsluboltinn Tyrod Taylor átti að byrja leikinn eins og í fyrsta umferðinni. Tyrod Taylor hafði hins vegar fengið högg á brjóstkassann og þurfti því meðferð fyrir leikinn. Hann átti alltaf að spila en þurfti smá deyfingu. Liðslæknir Los Angeles Chargers fékk það verðuga verkefni að sprauta Tyrod Taylor með deyfilyfi í rifbeinin stuttu fyrir leik. Honum tókst það ekki betur úr hendi en að hann stakk gat á lunga Tyrod Taylor. The Chargers' team doctor accidentally punctured Tyrod Taylor's lung just before kickoff Sunday while trying to administer a pain-killing injection to the QB's cracked ribs, sources told @AdamSchefter. The NFL Players Association is investigating the medical mishap. pic.twitter.com/Sbr2cEo0UK— SportsCenter (@SportsCenter) September 23, 2020 Tyrod Taylor átti í kjölfarið erfitt með andardrátt og var á endanum fluttur á sjúkrahús. Hann gat því skiljanlega ekki spilað leikinn. Nýliðinn Justin Herbert fékk tækifærið í staðinn og spilaði mjög vel á móti meisturum Kansas City Chiefs. Chiefs liðið vann að lokum endurkomusigur en Herbert fékk mikið hrós. Tyrod Taylor var ekki í lífshættu og þetta ógnar heldur ekki ferli hans. Frammistaða Justin Herbert gæti hins vegar séð til þess að hann fái ekki að spila þegar hann er búinn að ná sér. Anthony Lynn, þjálfari Los Angeles Chargers, vildi ekki gera stórmál úr þessu. „Hann gerði bara mistök,“ sagði Lynn um læknirinn og bætti við: Svona gerist stundum. Tyrod er ekki reiður eða ósáttur,“ sagði Anthony Lynn við ESPN. Leikmannasamtökin ætla að rannsaka málið og hafa verið í sambandið við Tyrod Taylor sjálfan og umboðsmanninn hans síðan á sunnudaginn. "Losing your job because of your own team's malpractice isn t right."NFL fans aren't happy after a team doctor punctured Chargers QB Tyrod Taylor's lung causing him to miss week 2 and now a significant amount of time. https://t.co/s5H3DSjcuP— Complex Sports (@ComplexSports) September 23, 2020 Margir þjálfarar í NFL-deildinni eru á því að leikmenn eigi ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði vegna meiðsla ekki síst þegar þau koma til vegna mistaka læknis liðsins. Haldi Justin Herbert áfram að spila svona vel gæti hins vegar orðið erfitt að taka hann úr byrjunarliðinu. Læknar hafa ráðlagt Tyrod Taylor að spila ekki fótbolta á næstunni. Anthony Lynn segir hins vegar að hann sé aðalleikstjórnandi Los Angeles Chargers liðsins um leið og hann er hundrað prósent heill.
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira