Notar ólöglega ofskynjunarsveppi gegn þjáningu Samúel Karl Ólason og Frosti Logason skrifa 22. september 2020 21:24 Pétur Kristján Guðmundsson segir ofskynjunarlyf hafa hjálpað sér að sjá líf sitt í nýju ljósi eftir lömunina. Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. Læknar sögðu honum að hann mundi aldrei geta staðið upp aftur en Pétur neitaði að gefast upp og var staðráðinn í því að ganga á ný. Hann vakti mikla athygli fyrir baráttu sína og þrautseigju og veitti jafnvel öðru fólki von sem glímdi við sömu erfiðleika og hann. En Pétur átti síðar eftir að átta sig á að á þessum tíma var hann ekki að meðtaka hversu alvarlegt ástand hans var, hann var í raun í fullkominni afneitun. „Þetta er svo suddalegt, þegar þú slítur í sundur á þér miðtaugakerfið að margir fara bara í afneitun. Þeir taka ekki til greina að þeir muni aldrei ganga aftur. Ég var einn af þeim,“ segir Pétur í Íslandi í dag í kvöld. Hann segir það ekki hafa skipt máli hvað læknarnir sögðu. Hann ætlaði sér að ganga í nýjan leik. Hægt og rólega áttaði hann sig þó á því að hann myndi ekki sigrast á þessu. Pétur segir að þegar raunveruleikinn hafi loksins runnið upp fyrir honum hafi það reynst honum miklu meira áfall heldur en slysið sjálft. Að átta sig á því að hann væri aldrei að fara ganga aftur hafi verið óendanlega erfið tilfinning sem keyrði hann lengst niður í djúpt þunglyndi sem hann sá um tíma ekki fyrir endann á. En akkúrat um það leyti sem Pétur náði sínum botni fór hann að lesa sér til um svokölluð ofskynjunarlyf á borð við sílósíbín, DMT og ayawaska. Hann og vinir hans hafi byrjað að prófa slík lyf en þau eru ólögleg. Þau hafi veitt honum glugga í eigin undirmeðvitund. Það hafi verið gríðarlega erfitt stundum en einnig frelsandi. Pétur segir að þessi reynsla hans hafi sett af stað ferli sem leiddi á endanum til þess að hann fór að sjá líf sitt í nýju ljósi og þá fór sú staðreynd að hann væri lamaður fyrir neðan mitti að skipta hann minna máli í stóra samhenginu. Hann segir spurningar varðandi raunveruleikann og tilgang vakni oft við mikla þjáningu. „Þá byrjar þú á þessari leið og þetta setti það virkilega af stað hjá mér,“ segir Pétur. Hann segir lyfjanotkunina hafa víkkað út það sem væri raunverulegt fyrir honum. Stýrir öðrum Fyrir þremur árum síðan tók Pétur svo upp á því að flytja í sumarbústað á afskekktum stað út á landi þar sem hann dvaldi í einn vetur í mikilli einangrun. Þar gerði hann ýmsar tilraunir með þessi efni og fór svo að fá heimsóknir frá fólki sem hann prófaði að leiða í gegnum þessa reynslu sem hann hafði upplifað sjálfur. Pétur segist hafa orðið var við mikla hugarfarsbreytingu í samfélaginu gagnvart þessum efnum, fyrst um sinn hafi hann mætt miklum fordómum og þekkingarleysi en nú sé fólk á öllum aldri og úr öllum stigum þjóðfélagsins farin að sækjast í þessa meðferð hjá honum. „Alls staðar í samfélaginu er gríðarlega mikið af fólki sem þjáist rosalega mikið. Þetta getur hugsanlega verið svar við allskonar þjáningu,“ segir Pétur. Varðandi það hvort þetta sé hættulegt segir Pétur: „Þetta er hættulegt eins og bíll er hættulegur. Ef þú kannt að keyra hann, þá er hann ekkert sérstaklega hættulegur en ef ekki, þá er hann stórhættulegur.“ Pétur segist sannfærður um að það að þessi lyf séu ólögleg fari að breytast. Það hafi þegar breyst víða í Bandaríkjunum. „Við á Íslandi erum náttúrulega svo eftir á. Við erum ekki einu sinni búin að leyfa gras ennþá. Þrátt fyrir að það ætti að vera löngu komið,“ segir Pétur. „Þetta er enn ólöglegt og þess vegna neyðumst við til að vera undir yfirborðinu með þetta.“ Hann segist ekki hafa komist í kast við lögin. Það sem hann geri valdi engum skaða í samfélaginu. Mikil þróun Pétur segir gríðarlega mikla þróun hafa orðið í rannsóknum vísindasamfélagsins á ofskynjunarlyfjum síðastliðin 15 ár. Í því samhengi bendir hann á tilraunir virtra háskóla sem hafa sýnt fram á mjög jákvæðar niðurstöður í meðhöndlun á fíknivanda, áfallastreituröskun, þunglyndi, Alzheimer og lystarstoli svo nokkur dæmi séu nefnd. Allt bendi þetta til þess að notkun þessara efna gæti aukist í framtíðinni ef lagaumhverfi í kringum þennan málaflokk yrði komið í viðeigandi farveg að sögn Péturs. Ný kynslóð fólks sé að stíga á svið sem sé tilbúinn til að gera breytingar. Ísland í dag Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður, var mikill útivistargarpur sem hafði stundaði snjóbretti og fjallgöngur af krafti þegar hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir liðlega tíu árum síðan. Læknar sögðu honum að hann mundi aldrei geta staðið upp aftur en Pétur neitaði að gefast upp og var staðráðinn í því að ganga á ný. Hann vakti mikla athygli fyrir baráttu sína og þrautseigju og veitti jafnvel öðru fólki von sem glímdi við sömu erfiðleika og hann. En Pétur átti síðar eftir að átta sig á að á þessum tíma var hann ekki að meðtaka hversu alvarlegt ástand hans var, hann var í raun í fullkominni afneitun. „Þetta er svo suddalegt, þegar þú slítur í sundur á þér miðtaugakerfið að margir fara bara í afneitun. Þeir taka ekki til greina að þeir muni aldrei ganga aftur. Ég var einn af þeim,“ segir Pétur í Íslandi í dag í kvöld. Hann segir það ekki hafa skipt máli hvað læknarnir sögðu. Hann ætlaði sér að ganga í nýjan leik. Hægt og rólega áttaði hann sig þó á því að hann myndi ekki sigrast á þessu. Pétur segir að þegar raunveruleikinn hafi loksins runnið upp fyrir honum hafi það reynst honum miklu meira áfall heldur en slysið sjálft. Að átta sig á því að hann væri aldrei að fara ganga aftur hafi verið óendanlega erfið tilfinning sem keyrði hann lengst niður í djúpt þunglyndi sem hann sá um tíma ekki fyrir endann á. En akkúrat um það leyti sem Pétur náði sínum botni fór hann að lesa sér til um svokölluð ofskynjunarlyf á borð við sílósíbín, DMT og ayawaska. Hann og vinir hans hafi byrjað að prófa slík lyf en þau eru ólögleg. Þau hafi veitt honum glugga í eigin undirmeðvitund. Það hafi verið gríðarlega erfitt stundum en einnig frelsandi. Pétur segir að þessi reynsla hans hafi sett af stað ferli sem leiddi á endanum til þess að hann fór að sjá líf sitt í nýju ljósi og þá fór sú staðreynd að hann væri lamaður fyrir neðan mitti að skipta hann minna máli í stóra samhenginu. Hann segir spurningar varðandi raunveruleikann og tilgang vakni oft við mikla þjáningu. „Þá byrjar þú á þessari leið og þetta setti það virkilega af stað hjá mér,“ segir Pétur. Hann segir lyfjanotkunina hafa víkkað út það sem væri raunverulegt fyrir honum. Stýrir öðrum Fyrir þremur árum síðan tók Pétur svo upp á því að flytja í sumarbústað á afskekktum stað út á landi þar sem hann dvaldi í einn vetur í mikilli einangrun. Þar gerði hann ýmsar tilraunir með þessi efni og fór svo að fá heimsóknir frá fólki sem hann prófaði að leiða í gegnum þessa reynslu sem hann hafði upplifað sjálfur. Pétur segist hafa orðið var við mikla hugarfarsbreytingu í samfélaginu gagnvart þessum efnum, fyrst um sinn hafi hann mætt miklum fordómum og þekkingarleysi en nú sé fólk á öllum aldri og úr öllum stigum þjóðfélagsins farin að sækjast í þessa meðferð hjá honum. „Alls staðar í samfélaginu er gríðarlega mikið af fólki sem þjáist rosalega mikið. Þetta getur hugsanlega verið svar við allskonar þjáningu,“ segir Pétur. Varðandi það hvort þetta sé hættulegt segir Pétur: „Þetta er hættulegt eins og bíll er hættulegur. Ef þú kannt að keyra hann, þá er hann ekkert sérstaklega hættulegur en ef ekki, þá er hann stórhættulegur.“ Pétur segist sannfærður um að það að þessi lyf séu ólögleg fari að breytast. Það hafi þegar breyst víða í Bandaríkjunum. „Við á Íslandi erum náttúrulega svo eftir á. Við erum ekki einu sinni búin að leyfa gras ennþá. Þrátt fyrir að það ætti að vera löngu komið,“ segir Pétur. „Þetta er enn ólöglegt og þess vegna neyðumst við til að vera undir yfirborðinu með þetta.“ Hann segist ekki hafa komist í kast við lögin. Það sem hann geri valdi engum skaða í samfélaginu. Mikil þróun Pétur segir gríðarlega mikla þróun hafa orðið í rannsóknum vísindasamfélagsins á ofskynjunarlyfjum síðastliðin 15 ár. Í því samhengi bendir hann á tilraunir virtra háskóla sem hafa sýnt fram á mjög jákvæðar niðurstöður í meðhöndlun á fíknivanda, áfallastreituröskun, þunglyndi, Alzheimer og lystarstoli svo nokkur dæmi séu nefnd. Allt bendi þetta til þess að notkun þessara efna gæti aukist í framtíðinni ef lagaumhverfi í kringum þennan málaflokk yrði komið í viðeigandi farveg að sögn Péturs. Ný kynslóð fólks sé að stíga á svið sem sé tilbúinn til að gera breytingar.
Ísland í dag Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið „Fortíðin er þarna, beint fyrir framan nefið á okkur“ Menning Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira