„Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 21. september 2020 20:36 Helgu Kristínu var verulega brugðið. Vísir/Egill Íbúi í Kópavogi segist hafa fengið hálfgert áfall þegar flugvél Air Atlanta var flogið yfir húsi hennar í dag. Hún hélt að vélin væri á leið inn í húsið. Þá varð fleirum bylt við þegar vélinni var flogið í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið. Flugvélin er af gerðinni Boeing 747 og er ný í flota Air Atlanta. Félagið fékk leyfi til að fljúga vélinni yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fyrir lendingu í Keflavík. Hún tók þannig „slaufu“ yfir borginni, líkt og sést á þessari mynd af FlightRadar. Fréttastofa fékk fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag frá íbúum allt frá Vesturbæ Reykjavíkur og upp í Norðlingaholt. Mörgum var brugðið og þótti vélin vera helst til lágt á lofti. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Flugvélin fór ekki framhjá Helgu Kristínu Torfadóttur sem býr í Lindarhverfi í Kópavogi og deildi sinni upplifun með fréttastofu. „Það byrjaði allt að nötra og ég leit út um gluggann og sá flugvélina fyrir framan mig og tók strax eftir því að þetta var mjög óeðlilegt.“ Þakið á húsinu sé í 60 metrum yfir sjávarmáli. „Mitt mat á hæð flugvélarinnar miðað við húsið mitt var að hún var svona 20 til 30 metrum fyrir ofan húsþakið mitt,“ segir Helga Kristín. „Ég var rosa hrædd sko og mér fannst eins og hún væri í alvöru að fara að stefna á húsið mitt.“ „Gæslan flýgur oft hérna yfir en í góðri hæð og það eru alveg nógu mikil læti en þetta var allt of nálægt og ég var í hálfgerðu áfalli eftir þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Air Atlanta koma flugvélar félagsins sjaldan til landsins og félagið reynir því að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst. Félagið telur ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll leyfi hafi fengist fyrir fluginu sem hafi flogið yfir lágmarkshæð. Þetta hafi verið gert til að gleðja en ekki hræða. Helga Kristín segist engan áhuga hafa á að sjá vél í lágflugi við hús sitt. „Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir og það var gjörsamlega ekki skemmtilegt frá minni hlið og annarra sem ég hef heyrt. Þetta var bara „traumatæsing“.“ Á vefsíðunni Flightaware kemur fram að flugvélin hafi lægst farið í um 210 metra hæð yfir Reykjavík. Greinilegt er að mörgum borgarbúum leið eins og vélin hefði verið töluvert nær jörðu. Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Íbúi í Kópavogi segist hafa fengið hálfgert áfall þegar flugvél Air Atlanta var flogið yfir húsi hennar í dag. Hún hélt að vélin væri á leið inn í húsið. Þá varð fleirum bylt við þegar vélinni var flogið í lágflugi yfir höfuðborgarsvæðið. Flugvélin er af gerðinni Boeing 747 og er ný í flota Air Atlanta. Félagið fékk leyfi til að fljúga vélinni yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi fyrir lendingu í Keflavík. Hún tók þannig „slaufu“ yfir borginni, líkt og sést á þessari mynd af FlightRadar. Fréttastofa fékk fjölda ábendinga um flug vélarinnar í dag frá íbúum allt frá Vesturbæ Reykjavíkur og upp í Norðlingaholt. Mörgum var brugðið og þótti vélin vera helst til lágt á lofti. Töldu sumir að um nauðlendingu væri að ræða. Flugvélin fór ekki framhjá Helgu Kristínu Torfadóttur sem býr í Lindarhverfi í Kópavogi og deildi sinni upplifun með fréttastofu. „Það byrjaði allt að nötra og ég leit út um gluggann og sá flugvélina fyrir framan mig og tók strax eftir því að þetta var mjög óeðlilegt.“ Þakið á húsinu sé í 60 metrum yfir sjávarmáli. „Mitt mat á hæð flugvélarinnar miðað við húsið mitt var að hún var svona 20 til 30 metrum fyrir ofan húsþakið mitt,“ segir Helga Kristín. „Ég var rosa hrædd sko og mér fannst eins og hún væri í alvöru að fara að stefna á húsið mitt.“ „Gæslan flýgur oft hérna yfir en í góðri hæð og það eru alveg nógu mikil læti en þetta var allt of nálægt og ég var í hálfgerðu áfalli eftir þetta." Samkvæmt upplýsingum frá Air Atlanta koma flugvélar félagsins sjaldan til landsins og félagið reynir því að fá leyfi til þess að fljúga nýjum vélum yfir höfuðstöðvarnar til að gleðja starfsmenn þegar tækifæri gefst. Félagið telur ekki ástæðu til að vara sérstaklega við flugferðum af þessu tagi, öll leyfi hafi fengist fyrir fluginu sem hafi flogið yfir lágmarkshæð. Þetta hafi verið gert til að gleðja en ekki hræða. Helga Kristín segist engan áhuga hafa á að sjá vél í lágflugi við hús sitt. „Ég fékk ekkert boðskort um að það væri verið að fljúga hérna yfir og það var gjörsamlega ekki skemmtilegt frá minni hlið og annarra sem ég hef heyrt. Þetta var bara „traumatæsing“.“ Á vefsíðunni Flightaware kemur fram að flugvélin hafi lægst farið í um 210 metra hæð yfir Reykjavík. Greinilegt er að mörgum borgarbúum leið eins og vélin hefði verið töluvert nær jörðu.
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent