Alþjóðlegi jafnlaunadagurinn – árangur og áframhaldandi tækifæri Víðir Ragnarsson skrifar 18. september 2020 15:00 Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er haldinn í dag 18. september og það er sérstaklega ánægjulegt að þessi dagur sé orðinn að veruleika eftir tillögu Íslands að honum til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Mikill árangur hefur náðst í baráttu við kynbundinn launamun hér á landi. Þar er helst að þakka jafnlaunavottun sem var sett í lög árið 2017. Jafnlaunavottun hefur sett á dagskrá fyrirtækja og stofnana það verkefni að mæla kynbundinn launamun og byggja innan sinna raða upp stjórnkerfi til þess að sporna við launamun sem mismunar eftir kyni. Kynbundinn launamunur og mælingar á honum eru eitt en því miður eru laun karla og kvenna annað. Mælingar á kynbundnum launamun og því hvort sé mismunað í launum fyrir jafnverðmæt störf leiðréttir fyrir þeim áhrifum sem mjög kynbundinn störf og kynbundin ábyrgð felur í sér. Launamunur karla og kvenna er 20% í heiminum í dag, í Evrópu er hann í kringum 15% og hér á Íslandi fá konur 14% lægri laun fyrir sín störf en karlar. Þessar tölur eru alls ekki áberandi í umræðunni um laun og kynbundinn launamun á Íslandi. Þær varpa hins vegar ljósi á þær sorglegu staðreyndir að konur sinna í mun minna mæli en karlar þeim störfum sem við metum til hærri launa og bera í minna mæli ábyrgð sem metin er til launa. OR samstæðan hefur lengi látið sig jafnréttismál og jafnlaunamál varða. Við höfum þróað leiðir og verklag til þess að vakta kynbundinn launamun mjög náið. Þannig höfum við nú í þrjú ár haldið leiðréttum kynbundnum launamun innan við 1%, sem hefur á því tímabili bæði mælst körlum og konum í vil. Við höfum einnig lagst í verkefni til að jafna hlut kynja er varðar ábyrgð, störf og tækifæri. Í dag mælist raunverulegur munur á launum karla og kvenna hjá OR 5,2% fyrir einungis fjórum árum var þetta hlutfall 14% hjá fyrirtækinu. Það starf sem unnið er af stjórnvöldum, í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi að því að minnka kynbundinn launamun er góðra gjalda vert og hefur víða náðst gríðarlegur árangur. Tækifærin við að ná raunverulega jöfnum launum felast þó í því að skoða raunlaun karla og kvenna án þess að „leiðrétt“ sé fyrir verðmætamati sem felur í sér kynbundna mismunun á störfum og ábyrgð. Höfundur er verkefnastjóri Jafnréttismála OR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Orkumál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er haldinn í dag 18. september og það er sérstaklega ánægjulegt að þessi dagur sé orðinn að veruleika eftir tillögu Íslands að honum til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Mikill árangur hefur náðst í baráttu við kynbundinn launamun hér á landi. Þar er helst að þakka jafnlaunavottun sem var sett í lög árið 2017. Jafnlaunavottun hefur sett á dagskrá fyrirtækja og stofnana það verkefni að mæla kynbundinn launamun og byggja innan sinna raða upp stjórnkerfi til þess að sporna við launamun sem mismunar eftir kyni. Kynbundinn launamunur og mælingar á honum eru eitt en því miður eru laun karla og kvenna annað. Mælingar á kynbundnum launamun og því hvort sé mismunað í launum fyrir jafnverðmæt störf leiðréttir fyrir þeim áhrifum sem mjög kynbundinn störf og kynbundin ábyrgð felur í sér. Launamunur karla og kvenna er 20% í heiminum í dag, í Evrópu er hann í kringum 15% og hér á Íslandi fá konur 14% lægri laun fyrir sín störf en karlar. Þessar tölur eru alls ekki áberandi í umræðunni um laun og kynbundinn launamun á Íslandi. Þær varpa hins vegar ljósi á þær sorglegu staðreyndir að konur sinna í mun minna mæli en karlar þeim störfum sem við metum til hærri launa og bera í minna mæli ábyrgð sem metin er til launa. OR samstæðan hefur lengi látið sig jafnréttismál og jafnlaunamál varða. Við höfum þróað leiðir og verklag til þess að vakta kynbundinn launamun mjög náið. Þannig höfum við nú í þrjú ár haldið leiðréttum kynbundnum launamun innan við 1%, sem hefur á því tímabili bæði mælst körlum og konum í vil. Við höfum einnig lagst í verkefni til að jafna hlut kynja er varðar ábyrgð, störf og tækifæri. Í dag mælist raunverulegur munur á launum karla og kvenna hjá OR 5,2% fyrir einungis fjórum árum var þetta hlutfall 14% hjá fyrirtækinu. Það starf sem unnið er af stjórnvöldum, í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi að því að minnka kynbundinn launamun er góðra gjalda vert og hefur víða náðst gríðarlegur árangur. Tækifærin við að ná raunverulega jöfnum launum felast þó í því að skoða raunlaun karla og kvenna án þess að „leiðrétt“ sé fyrir verðmætamati sem felur í sér kynbundna mismunun á störfum og ábyrgð. Höfundur er verkefnastjóri Jafnréttismála OR
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar