Hlaut banvæna áverka eftir að hafa verið með bílbeltið undir handarkrika Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2020 07:52 Úr Borgarfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Farþegi jepplings sem lést í árekstri á Borgarfjarðarbraut á síðasta ári var með bílbeltið ranglega spennt. Hafði hann sett axlarbeltið undir handarkrikann og í árekstrinum hlotið banvæna brjóst- og kviðarholsáverka. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, en slysið átti sér stað rétt austan við Seleyrará um að fyrir hádegi þann 15. september 2019. Talið er að öflug vindhviða hafi orðið til þess að ökumaður jepplingsins missti stjórn á bílnum og fór yfir á rangan vegarhelming. Kom þá annar bíll úr gagnstæðri átt þannig að þeir rákust saman. Hefði lifað slysið af Í skýrslunni segir að nefndin telji líkur á að farþegi jepplingsins, sem sat aftur í vinstra megin, hefði lifað slysið af hefði öryggisbeltið verið spennt með réttum hætti. Annar farþegi, sem einnig sat aftur í, var ekki með bílbeltið spennt, kastaðist fram á sætisbakið fyrir fram og hlaut áverka á efri hluta líkamans. Ökumaðurinn var hins vegar spenntur í öryggisbelti, loftpúðinn blés út og hlaut sá ekki mikla áverka. Þá segir að ökumaður hins bílsins hafi verið spenntur í öryggisbelti og loftpúðinn blásið út. Hann hafi hins vegar hlotið mikla áverka í slysinu, en eins og segir í skýrslunni þá varð talsverð aflögun í ökumannsrými bifreiðarinnar vegna áreksturins sem skýrir að hluta áverkana. Ennfremur segir að ökumaður jepplingsins hafi haft litla reynslu af akstri á Íslandi og þótt erfitt að aka við þær aðstæður sem þá voru. Samgönguslys Borgarbyggð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Farþegi jepplings sem lést í árekstri á Borgarfjarðarbraut á síðasta ári var með bílbeltið ranglega spennt. Hafði hann sett axlarbeltið undir handarkrikann og í árekstrinum hlotið banvæna brjóst- og kviðarholsáverka. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, en slysið átti sér stað rétt austan við Seleyrará um að fyrir hádegi þann 15. september 2019. Talið er að öflug vindhviða hafi orðið til þess að ökumaður jepplingsins missti stjórn á bílnum og fór yfir á rangan vegarhelming. Kom þá annar bíll úr gagnstæðri átt þannig að þeir rákust saman. Hefði lifað slysið af Í skýrslunni segir að nefndin telji líkur á að farþegi jepplingsins, sem sat aftur í vinstra megin, hefði lifað slysið af hefði öryggisbeltið verið spennt með réttum hætti. Annar farþegi, sem einnig sat aftur í, var ekki með bílbeltið spennt, kastaðist fram á sætisbakið fyrir fram og hlaut áverka á efri hluta líkamans. Ökumaðurinn var hins vegar spenntur í öryggisbelti, loftpúðinn blés út og hlaut sá ekki mikla áverka. Þá segir að ökumaður hins bílsins hafi verið spenntur í öryggisbelti og loftpúðinn blásið út. Hann hafi hins vegar hlotið mikla áverka í slysinu, en eins og segir í skýrslunni þá varð talsverð aflögun í ökumannsrými bifreiðarinnar vegna áreksturins sem skýrir að hluta áverkana. Ennfremur segir að ökumaður jepplingsins hafi haft litla reynslu af akstri á Íslandi og þótt erfitt að aka við þær aðstæður sem þá voru.
Samgönguslys Borgarbyggð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira