Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 12:30 Það er gríðarlega mikið í húfi í dag fyrir KR og íslenskan fótbolta. VÍSIR/BÁRA Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar. KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. Styrkleikalisti UEFA ræður því hvað hver þjóð fær mörg sæti í Evrópukeppnum UEFA; Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og hinni nýju Sambandsdeild (e. Conference League) sem keppt verður í 2022-23. Ísland hefur undanfarin ár átt eitt sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar og þrjú í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þannig verður það einnig á næstu leiktíð, en þetta breytist frá og með leiktíðinni 2022-23 ef KR tapar í dag. Það myndi þýða að aðeins Íslandsmeistarar næsta árs, bikarmeistarar og eitt lið til viðbótar (í 2. eða 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar) fengju sæti í Evrópukeppni. Íslandsmeistararnir munu fara í Meistaradeildina en önnur íslensk lið, 2 eða 3, í nýju Sambandsdeildina. Tap í vítaspyrnukeppni dugði Wales Þetta er staðreynd eftir að velska liðið The New Saints komst í vítaspyrnukeppni gegn B36 frá Færeyjum í gær, í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Þó að B36 hafi unnið vítakeppnina tryggðu The New Saints velska knattspyrnusambandinu mikilvæg stig á styrkleikalista UEFA, með því að tapa ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Staðan á styrkleikalista UEFA fyrir leiki dagsins. Ísland er á milli Wales og Svartfjallalands sem eiga lið sem leika í dag.skjáskot/kassiesa.net Miðað við stöðuna í dag er Ísland í 51. sæti á styrkleikalista UEFA vegna félagsliða. Löndin sem enda í neðstu fimm sætunum, 51-55, þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur geta bara fengið þrjú sæti í Evrópukeppnunum 2022-23. Það munar reyndar sáralitlu að Ísland, sem var í 46. sæti listans eftir síðustu leiktíð, sé enn fyrir ofan Wales. Ísland og Wales eru með jafnmörg stig á stigalistanum, en Wales hefur safnað fleiri stigum á þessari leiktíð og er því ofar. Listinn telur stig síðustu fimm leiktíða. Ísland gæti farið enn neðar Ekki er víst að það dugi KR að vinna í dag, til að Íslandi haldi fjórum Evrópusætum. Wales á enn tvö lið eftir í undankeppni Evrópudeildarinnar, sem spila í dag, og Buducnost frá Svartfjallalandi mætir Astana á útivelli. Svartfellingar eru næstir á eftir Íslendingum og því enn hætta á að Ísland sogist niður í 52. sæti styrkleikalistans. Þá myndu Íslandsmeistarar næsta árs þurfa að fara í forkeppni Meistaradeildarinnar, með hinum þremur lökustu þjóðum álfunnar.
KR Evrópudeild UEFA KSÍ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30 Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Aldrei meiri peningur í færeyska fótboltanum Færeyingar eru komnir með tvö lið áfram í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þangað sem íslenskur fótbolti þarf nauðsynlega á því að halda að KR komist í kvöld. 17. september 2020 10:30
Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti.“ Orðin féllu í Pepsi Max Stúkunni í gær en eitt íslenska Evrópusæti er í hættu eftir mjög lélegt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni. 1. september 2020 11:00