Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 08:35 Auglýsing Bolla í heild sinni. Skjáskot Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna. Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna.
Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira