Nýr fjölnota þjóðarleikvangur á Suðurnesjum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 17. september 2020 06:00 Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson KSÍ Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í desember 2015 kynnti ráðgjafarfyrirtækið Borgarbragur ehf. sem þá var í helmingseigu undirritaðs stutta skýrslu fyrir stjórn KSÍ. Skýrslan reifaði niðurstöður vinnu sem hafði það að markmiði að athuga með skipulögðum hætti hvort grundvöllur væri fyrir byggingu fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal sem uppfyllti nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar á alþjóðavísu. Samtal við eigendur vallarins og aðra hagsmunaaðila á svæðinu hafði leitt í ljós að verulegrar óánægju gætti varðandi málefni hans. Átti það við um rekstrarlegar forsendur, nýtingu, fjármögnun, viðhald og aðstöðu fyrir leikmenn, áhorfendur og fjölmiðlafólk. Í skýrslunni lagði Borgarbragur fram nýja nálgun og hugmyndafræði varðandi mögulega uppbyggingu vallarins, einkum með tilliti til nýtingar og rekstrar. Ríki, borg og KSÍ Skýrslan og ríkur vilji innan KSÍ varð til þess að eftir áralanga kyrrstöðu í málefnum Laugardalsvallar komst hreyfing á málið. Í kjölfarið hófst umfangsmikil vinna við hagkvæmnisathuganir, greiningar og þróun á hugmyndafræði í kringum nýjan fjölnota þjóðarleikvang í Laugardal. Talsverðu opinberu fé var kostað til vinnunnar og erlendir og innlendir sérfræðingar fengnir til verksins. Viljayfirlýsingar voru undirritaðar og ekki spillti fyrir stórkostlegt gengi íslensku landsliðanna í knattspyrnu samhliða miklu hagvaxtarskeiði í samfélaginu. Í janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fór yfir ofangreindar skýrslur og hugmyndir, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu sem birtust í skýrslu í apríl sama ár. Ein af niðurstöðum starfshópsins var að stofna ætti undirbúningsfélag í eigu Reykjavíkurborgar, ríkis og KSÍ strax í maí 2018. Undirbúningsfélagið var loks stofnað í júní 2019 og það skipað nýju fólki. Síðan þá hefur lítið heyrst af framgangi verkefnisins annað en orðrómur um að fyrirliggjandi vinnu og greiningum hafi verið sópað útaf borðinu og verkefnið endurræst með tilheyrandi kostnaði. Ferli á borð við þetta er kunnuglegt í opinberri stjórnsýslu og ekki annars að vænta en að ný skýrsla líti brátt dagsins ljós. Ef til vill verður niðurstaða hennar sú að skipa þurfi nýja nefnd. Forgangsröðun framkvæmda Þetta er allt saman áhugavert, ekki síst í ljósi þess að í síðustu viku samþykkti borgarráð stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til ársins 2030 þar sem forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja er sett fram. Þar er hvergi minnst á nýjan Laugardalsvöll en þó sagt að: „Verði af þátttöku Reykjavíkurborgar í þjóðarleikvangaverkefnum er það mat hópsins að borgin eigi að leggja áherslu á að hugsanleg aðkoma borgarinnar taki mið af sömu markmiðum og horft var til við forgangsröðun íþróttamannvirkja: Að tryggja æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir börn, unglinga, almenning og afreksfólk, eða þau geti nýst í skólastarfi.” Ósagt skal látið hvernig þessi forgangsröðun kemur við KSÍ en ljóst er að nýr fjölnota þjóðarleikvangur í Laugardal er ekki á meðal þeirra 18 íþróttamannvirkja sem borgin hyggst fjárfesta í á næstu 10 árum samkvæmt skýrslu stýrihópsins. Hvað er þá til ráða fyrir knattspyrnu- og tónleikaþyrsta þjóð? Stór tækifæri á Suðurnesjum Eitt af því sem ekki var gert á sínum tíma þegar vinnan í kringum leikvanginn stóð sem hæst var að framkvæma staðarvalsgreiningu. Ástæðan var sú að þjóðarleikvangurinn ætti best heima í höfuðborg landsins og fyrir því voru færð fjölmörg góð rök. Í ljósi alls ofangreinds er hinsvegar ekki úr vegi að nefna aðra kosti. Einn möguleiki sem hefur fram til þessa ekki verið skoðaður er flugvallarsvæðið í Keflavík. Þar er starfrækt þróunarfélagið Kadeco sem er í eigu ríkisins og hefur alla burði til að standa að að umfangsmikilli undirbúnings- og þróunarvinnu fyrir flókin verkefni. Það er ljóst að rekstrarforsendur fjölnota þjóðarleikvangs standa og falla með því að búa til nýjan markað fyrir stóra og alþjóðlega viðburði og þar kemur flugvallarsvæðið sterkt inn. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar, nóg pláss og gott aðgengi er fyrir stór tæki og tól sem fylgja slíkum viðburðum, hávaðamengun vegna tónleikahalds er ekki vandamál, mikil þekking og mannauður er til staðar m.t.t. hverskyns öryggis- og aðgengismála og ekki skortir bílastæði. Þá hentar nálægðin við flugvöllinn vel fyrir listamenn og/eða ráðstefnugesti sem vilja komast hratt og örugglega á milli landa. Loks eru allir aðrir innviðir á borð við hótel og veitingastaði til staðar á svæðinu. Síðast en ekki síst gæti verkefni af þeirri stærðargráðu sem fjölnota þjóðarleikvangur er reynst mikilvæg og verðskulduð innspýting fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum sem búa nú við mikla óvissu og erfitt atvinnuástand í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun