Dóra segir vegið að málfrelsi sínu og krefst svara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2020 13:24 Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar. Aðsend Upp úr sauð á borgarstjórnarfundi í gær þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu á Keldnalandi og Örfirisey. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ræddi um eignarhlut Eyþórs í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og setti fram kenningu um Eyþór og uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi og tengsl við Samherja. „Eyþór er í sveitarstjórn Árborgar þegar Samherji kaupir upp lóðir og eignir sem er forsaga þess að nú er að eiga sér stað mikil uppbygging í miðbæ á Selfossi. Aðalskipulag er samþykkt árið 2012 þegar hann er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Selfossi, þannig að hann hefur í rauninni komið að því að skapa góðan jarðveg fyrir þessa uppbyggingu og það er mjög undarlegt í ljósi þess að hann hefur fengið gefins peninga frá Samherja í gegnum fyrirtæki sem hefur verið notað sem mútufélag og ég var bara að benda á það,“ sagði Dóra Björt. Eyþór segir þetta vera lélega samsæriskenningu sem hægt sé að afsanna með „Google-i“ „Það verður að passa sig þegar maður kemur með samsæriskenningar að þær geti staðist skoðun og að þær gangi fræðilega upp. Þarna var hún að saka mig um að hafa komið miðbæ Selfoss í hendur einkaaðila, en það var akkúrat öfugt. Þegar ég var fyrir áratug í bæjarstjórn þá var það ég sem leiddi það að bærinn eignaðist þetta land. Það voru svo aðrir í kjölfar íbúakosninga, sem veittu heimild til að einkaaðilar gætu byggt á svæðinu. Þessu er akkúrat snúið á hvolf og ég hefði nú haldið að Píratar kynnu nú á Google en það er greinilegt að þeir kunna ekki að leita að einföldustu staðreyndum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir Dóru setja fram lélega samsæriskenningu.Vísir/stöð 2 Dóra segir aftur á móti að íbúakosningin sé ekki hafin yfir vafa. „Þegar þetta fer í íbúakosningu þá borgar Samherji fyrir áróðursþátt sem er sektaður fyrir að hafa brotið á upplýsingarétti almennings.“ Dóra vísar hér til þess að Hringbraut var sumarið 2019 gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna kostunar á þættinum Miðbær Selfoss samkvæmt niðurstöðu Fjölmiðlanefndar. Þátturinn var kostaður af Sigtúni, þróunarfélagi, framkvæmdaraðila þeirra breytingaframkvæmda sem kosið var um í íbúakosningunum. Í umfjöllun Stundarinnar í ágúst er varpað ljósi á þætti Kristjáns Vilhelmssonar, öðrum stærsta eiganda Samherja, í uppbyggingu nýs miðbæjar. „Stærsti hluthafi miðbæjarins er Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður í Samherja, en eignarhald hans á nýja miðbænum var ekki uppi á borðum þegar gengið var til íbúakosningar um framkvæmdirnar árið 2018,“ segir í umfjöllun Stundarinnar. Nýr miðbær mun rísa á Selfossi á næstu árum, þrettán hús verða í fyrsta áfanga.Sigtún Þróunarfélag Borgarfulltrúar úr minnihluta viðhöfðu framíköll undir ræðu Dóru Bjartar í gær og báðu um fundarhlé. Tveir þeirra hafa farið fram á það við Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar, að hann taki umræðuna upp á fundi forsætisnefndar. Hann hefur orðið við þeirri beiðni en næsti fundur nefndarinnar er á dagskrá 2. október. „Ég hélt ræðu um málefni sem kom Sjálfstæðisflokknum illa. Ég fjallaði um tengsl Eyþórs um uppbyggingu Samherja í miðbænum á Selfossi og ég tengdi það við að Eyþór hefur hlotið fleiri hundruð milljóna gjöf frá Samherja. Það fannst þeim það óþægilegt að þau kröfðust fundarhlés. Ég upplifi að þar með hafi verið vegið að mínu málfrelsi sem borgarfulltrúa í Reykjavík,“ sagði Dóra Björt. „Borgarbúar eiga skilið að fá svör við því hvort kjörinn fulltrúi sem fer með almannafé sé í vasanum á hagsmunaaðila, sem virðist eiga það til að múta stjórnmálafólki, að sama skapi hvort hann beiti skipulagsvaldi í eigin hag og þetta er grundvallarspurning um traust og heiðarleg stjórnmál,“ sagði Dóra Björt. Eyþór sagði Dóru reyna að tengja saman ólík mál sem hafi ekki átt heima undir þeim lið sem var til umfjöllunar. „Við eigum að tala um málin sem eru á dagskrá og þegar er verið að koma með ásakanir sem ekki eiga sér stoð, þá er það ekki sæmandi, það er lítið traust á borgarstjórn eins og staðan er í dag og það er kannski ekki að ástæðulausu þegar svona upphlaup eru,“ sagði Eyþór. Dóra sakar Eyþór um útúrsnúning þegar hann er spurður út í tengsl hans við Samherja. Hún krefjist þess fyrir hönd almennings að eðlilegum spurningum sé svarað. „Eyþór hefur ekki gert neitt til að sýna fram á að það sé ómálefnalegt að segja að hægt sé að kaupa hann. Hann fer að snúa út úr og drepa málinu á dreif og fer alltaf að tala um að hlutur hans í Morgunblaðinu sé alls staðar skráður en það er ekki það sem ég hef spurt um, heldur hef ég spurt um peningana fyrir kaupum á hlutnum sem hann fékk gefins úr þessu félagi sem hefur verið notað til að múta stjórnmálafólki.“ „Það er oft sem Íslendingar tala um að allt sé svo spillt í Afríku en þar er allavega búið að handtaka stjórnmálamennina sem tóku við þessum peningum úr þessu Kýpurfélagi í Namibíu og Angóla og það var allt saman dulbúið sem viðskipti en hér erum við enn að berjast fyrir því að mega tala um þetta án þess að vera sökuð um dónaskap,“ sagði Dóra. Dóra ræddi einnig um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Borgarstjórn Samherjaskjölin Árborg Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Upp úr sauð á borgarstjórnarfundi í gær þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu á Keldnalandi og Örfirisey. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ræddi um eignarhlut Eyþórs í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og setti fram kenningu um Eyþór og uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi og tengsl við Samherja. „Eyþór er í sveitarstjórn Árborgar þegar Samherji kaupir upp lóðir og eignir sem er forsaga þess að nú er að eiga sér stað mikil uppbygging í miðbæ á Selfossi. Aðalskipulag er samþykkt árið 2012 þegar hann er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Selfossi, þannig að hann hefur í rauninni komið að því að skapa góðan jarðveg fyrir þessa uppbyggingu og það er mjög undarlegt í ljósi þess að hann hefur fengið gefins peninga frá Samherja í gegnum fyrirtæki sem hefur verið notað sem mútufélag og ég var bara að benda á það,“ sagði Dóra Björt. Eyþór segir þetta vera lélega samsæriskenningu sem hægt sé að afsanna með „Google-i“ „Það verður að passa sig þegar maður kemur með samsæriskenningar að þær geti staðist skoðun og að þær gangi fræðilega upp. Þarna var hún að saka mig um að hafa komið miðbæ Selfoss í hendur einkaaðila, en það var akkúrat öfugt. Þegar ég var fyrir áratug í bæjarstjórn þá var það ég sem leiddi það að bærinn eignaðist þetta land. Það voru svo aðrir í kjölfar íbúakosninga, sem veittu heimild til að einkaaðilar gætu byggt á svæðinu. Þessu er akkúrat snúið á hvolf og ég hefði nú haldið að Píratar kynnu nú á Google en það er greinilegt að þeir kunna ekki að leita að einföldustu staðreyndum.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir Dóru setja fram lélega samsæriskenningu.Vísir/stöð 2 Dóra segir aftur á móti að íbúakosningin sé ekki hafin yfir vafa. „Þegar þetta fer í íbúakosningu þá borgar Samherji fyrir áróðursþátt sem er sektaður fyrir að hafa brotið á upplýsingarétti almennings.“ Dóra vísar hér til þess að Hringbraut var sumarið 2019 gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna kostunar á þættinum Miðbær Selfoss samkvæmt niðurstöðu Fjölmiðlanefndar. Þátturinn var kostaður af Sigtúni, þróunarfélagi, framkvæmdaraðila þeirra breytingaframkvæmda sem kosið var um í íbúakosningunum. Í umfjöllun Stundarinnar í ágúst er varpað ljósi á þætti Kristjáns Vilhelmssonar, öðrum stærsta eiganda Samherja, í uppbyggingu nýs miðbæjar. „Stærsti hluthafi miðbæjarins er Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður í Samherja, en eignarhald hans á nýja miðbænum var ekki uppi á borðum þegar gengið var til íbúakosningar um framkvæmdirnar árið 2018,“ segir í umfjöllun Stundarinnar. Nýr miðbær mun rísa á Selfossi á næstu árum, þrettán hús verða í fyrsta áfanga.Sigtún Þróunarfélag Borgarfulltrúar úr minnihluta viðhöfðu framíköll undir ræðu Dóru Bjartar í gær og báðu um fundarhlé. Tveir þeirra hafa farið fram á það við Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar, að hann taki umræðuna upp á fundi forsætisnefndar. Hann hefur orðið við þeirri beiðni en næsti fundur nefndarinnar er á dagskrá 2. október. „Ég hélt ræðu um málefni sem kom Sjálfstæðisflokknum illa. Ég fjallaði um tengsl Eyþórs um uppbyggingu Samherja í miðbænum á Selfossi og ég tengdi það við að Eyþór hefur hlotið fleiri hundruð milljóna gjöf frá Samherja. Það fannst þeim það óþægilegt að þau kröfðust fundarhlés. Ég upplifi að þar með hafi verið vegið að mínu málfrelsi sem borgarfulltrúa í Reykjavík,“ sagði Dóra Björt. „Borgarbúar eiga skilið að fá svör við því hvort kjörinn fulltrúi sem fer með almannafé sé í vasanum á hagsmunaaðila, sem virðist eiga það til að múta stjórnmálafólki, að sama skapi hvort hann beiti skipulagsvaldi í eigin hag og þetta er grundvallarspurning um traust og heiðarleg stjórnmál,“ sagði Dóra Björt. Eyþór sagði Dóru reyna að tengja saman ólík mál sem hafi ekki átt heima undir þeim lið sem var til umfjöllunar. „Við eigum að tala um málin sem eru á dagskrá og þegar er verið að koma með ásakanir sem ekki eiga sér stoð, þá er það ekki sæmandi, það er lítið traust á borgarstjórn eins og staðan er í dag og það er kannski ekki að ástæðulausu þegar svona upphlaup eru,“ sagði Eyþór. Dóra sakar Eyþór um útúrsnúning þegar hann er spurður út í tengsl hans við Samherja. Hún krefjist þess fyrir hönd almennings að eðlilegum spurningum sé svarað. „Eyþór hefur ekki gert neitt til að sýna fram á að það sé ómálefnalegt að segja að hægt sé að kaupa hann. Hann fer að snúa út úr og drepa málinu á dreif og fer alltaf að tala um að hlutur hans í Morgunblaðinu sé alls staðar skráður en það er ekki það sem ég hef spurt um, heldur hef ég spurt um peningana fyrir kaupum á hlutnum sem hann fékk gefins úr þessu félagi sem hefur verið notað til að múta stjórnmálafólki.“ „Það er oft sem Íslendingar tala um að allt sé svo spillt í Afríku en þar er allavega búið að handtaka stjórnmálamennina sem tóku við þessum peningum úr þessu Kýpurfélagi í Namibíu og Angóla og það var allt saman dulbúið sem viðskipti en hér erum við enn að berjast fyrir því að mega tala um þetta án þess að vera sökuð um dónaskap,“ sagði Dóra. Dóra ræddi einnig um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Borgarstjórn Samherjaskjölin Árborg Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira