Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2020 22:31 Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi á Skarði í Þykkvabæ, á kartöfluakrinum í kvöld. Stöð 2/Einar Árnason. Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld þar sem rætt var við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda en uppskerutími stendur nú sem hæst. Útlitið með kartöflusprettu í Þykkvabæ var hreint ekki gott fram eftir sumri en þaðan er áætlað að um 70 prósent af kartöfluframleiðslu landsins komi. „Það var kalt vor og erfitt og ætlaði aldrei að hlýna. Einhvernveginn í minningunni er samt búið að vera ágætis veður í sumar. En það var bara alltaf svo kalt. Og fyrri hlutinn í ágúst bara sá kaldasti í manna minnum,“ sagði Sigurbjartur en hann var við kartöfluupptöku ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur, og syninum Ómari Páli. Nýuppteknar kartöflur af akrinum í Þykkvabæ í dag. Stöð 2/Einar Árnason. „Hefðurðu spurt mig um miðjan ágúst hvernig þetta yrði hefði ég verið mjög svartsýnn. En í dag erum við að taka upp fyrirmyndaruppskeru,“ sagði Sigurbjartur. -Það hefur aldeilis ræst úr? „Það hefur ræst alveg ótrúlega úr. Þessir síðustu dagar í ágúst og núna þessir fyrstu dagar í september; óskapleg sprettutíð.“ -Eruð þið kannski að fá svona með betri kartöfluárum? „Nei, ég segi það nú kannski ekki. En þetta er alveg bærilegt ár og við getum ekkert kvartað,“ sagði Sigurbjartur en viðtalið á akrinum í heild má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld þar sem rætt var við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda en uppskerutími stendur nú sem hæst. Útlitið með kartöflusprettu í Þykkvabæ var hreint ekki gott fram eftir sumri en þaðan er áætlað að um 70 prósent af kartöfluframleiðslu landsins komi. „Það var kalt vor og erfitt og ætlaði aldrei að hlýna. Einhvernveginn í minningunni er samt búið að vera ágætis veður í sumar. En það var bara alltaf svo kalt. Og fyrri hlutinn í ágúst bara sá kaldasti í manna minnum,“ sagði Sigurbjartur en hann var við kartöfluupptöku ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur, og syninum Ómari Páli. Nýuppteknar kartöflur af akrinum í Þykkvabæ í dag. Stöð 2/Einar Árnason. „Hefðurðu spurt mig um miðjan ágúst hvernig þetta yrði hefði ég verið mjög svartsýnn. En í dag erum við að taka upp fyrirmyndaruppskeru,“ sagði Sigurbjartur. -Það hefur aldeilis ræst úr? „Það hefur ræst alveg ótrúlega úr. Þessir síðustu dagar í ágúst og núna þessir fyrstu dagar í september; óskapleg sprettutíð.“ -Eruð þið kannski að fá svona með betri kartöfluárum? „Nei, ég segi það nú kannski ekki. En þetta er alveg bærilegt ár og við getum ekkert kvartað,“ sagði Sigurbjartur en viðtalið á akrinum í heild má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Garðyrkja Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Kartöflurækt Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira