Kartöflurækt

Versta kartöfluuppskeran í áratugi
Kartöfluuppskera árið 2024 var 5.514 tonn sem er sú minnsta síðan 1993 þegar hún var 3.913 tonn. Heildaruppskera korns, sem bændur þresktu af ökrum sínum árið 2024, var rúm 5.100 tonn en það er minnsta kornuppskera frá árinu 2018.

Nýjar íslenskar kartöflur bestar með smjöri og salti
Fyrstu íslensku kartöflur sumarsins í Þykkvabænum voru teknar upp í dag og fara strax í verslanir. Bestar þykja þær nýsoðnar með smjöri og salti segja kartöflubændur.

Fagna aldarafmæli Djúpósstíflu sem bjargaði byggð í Þykkvabæ
Þess var minnst með athöfn í Þykkvabæ í Rangárþingi síðdegis að eitthundrað ár eru frá því Djúpósstífla var reist. Stíflan er sögð hafa bjargað byggð í Þykkvabæ.

Góð kartöfluuppskera í Krakkaborg í Flóahreppi
Börnin í leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi og starfsfólk hoppa hæð sína af gleði þessa dagana því leikskólinn hefur fengið splunkunýtt gróðurhús og þá er kartöfluuppskeran með besta móti í útigarði skólans.

Kartaflan Doug kann að vera sú stærsta í heimi
Hjón á Nýja-Sjálandi hafa grafið upp það sem kann að vera stærsta kartafla heims, en hún er tæp átta kíló að þyngd.

Nýjar íslenskar kartöflur komnar í verslanir
Nýjar íslenskar kartöflur eru nú komnar í verslanir, meðal annars frá bænum Auðsholti í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum.

Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur
„Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ.

Telur íslenskt lambakjöt henta vel í lamba-salamí
Aflagt sauðfjársláturhús í Þykkvabæ hefur öðlast nýtt hlutverk; sem salamí-gerð að ítölskum hætti. Þar er Ítali meðal annars að þróa salamí úr íslensku lambakjöti.

Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross
Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum.

Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú
Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði.

Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni
Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld.

Vill hefja kartöflurækt en á ekki fyrir útsæði
Utanríkisráðuneytið veitti á dögunum Creditinfo Group hf. tæplega 23 milljóna króna styrk til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé.

Kona ættuð frá Rússlandi með græna fingur í Borgarnesi
Í Borgarnesi býr kona ættuð frá Rússlandi sem beitir óvenjulegum aðferðum við að rækta kartöflur þannig að þær vaxa hraðar en gengur og gerist og lengur fram á haustið en Íslendingar eiga að venjast.

Kartöflubændur skipta plastpokum út fyrir bréfpoka
Kartöflubændur á bænum Hákoti í Þykkvabæ hafa sagt skilið við plastpoka undir kartöflurnar sínar og pakka þeim nú í umhverfisvæna bréfpoka.

Kartöflubændur of fáir fyrir markaðinn
Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir.

Einu kartöflubændurnir á Vesturlandi
„Þetta er auðvitað viss áhætta, maður veit aldrei hversu mikil uppskeran verður,“ segir Þóra Kristín Magnúsdóttir, bóndi á Hraunsmúla í Staðarsveit á Snæfellsnesi, spurð hvernig standi á því að hún og maður hennar, Helgi Sigurmonsson bóndi, séu einu kartöflubændurnir á öllu Vesturlandi. „Það voru fleiri í þessu hér áður fyrr en svo hættu allir nema við.“ Þóra og Helgi höfðu nýlokið við að setja niður útsæðið þegar Fréttablaðið hitti þau.

Páll Baldvin Baldvinsson: Hugsað til kartöflubænda
Þessa dagana eru kartöflubændur þungstígir. Öskulag er lagst á garðana austurfrá og enn ekki ljóst hvaða áhrif efnasamsetning öskunnar hefur á yfirborðslag moldarinnar. Utan öskufallssvæða eru kartöflubændur að gíra sig upp og farnir að huga að útsæði vorsins.