Kartöflubændur skipta plastpokum út fyrir bréfpoka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2018 17:07 Kartöflubændur á bænum Hákoti í Þykkvabæ hafa sagt skilið við plastpoka undir kartöflurnar sínar og pakka þeim nú í umhverfisvæna bréfpoka. Kartöflunum er handpakkað, pokarnir vigtaðir og saumað fyrir með handsaumavél. Á bænum Hákoti eru Markús Ársælsson og Halldóra Hafsteinsdóttir, bændurnir á bænum, ásamt syni sínum, Ársæli að pakka kartöflum í nýju bréfpokana sem Ársæll á hugmyndina og heiðurinn að. Hann er með fyrirtækið Þúsund ára sveitaþorp sem markaðssetur pokana. „Þetta snýst bara um að taka kartöflurnar og pakka í umhverfisvænar pakkningar í þeim tilgangi að reyna að losna við plastið. Er það ekki það sem við Íslendingar viljum? Reyna að minnka plastnotkun. Ég er búin að vinna í kartöflum frá því að ég var lítill krakki og hef því séð hvað við hentum miklu plasti, þannig að hugmyndin vaknaði í framhaldi af því,“ segir Ársæll sem hefur fengið mjög góðar viðtökur við nýju umbúðunum og í rauninni miklu meiri en hann þorði að vona. Ársæll segir að ekki spilli fyrir að verkefnið byrji í plastlausum september. Maðurinn á pokunum er langafi Ársæls en þar sést hann taka upp kartöflur með gamalli kartöfluupptökuvél. Umhverfismál eru ofarlega í huga kartöflubænda segir Ársæll. „Við þurfum að hugsa okkar gang og reyna að gera betur. Það er það sem ég er að reyna að gera með þessum umbúðum“. Umhverfismál Kartöflurækt Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Kartöflubændur á bænum Hákoti í Þykkvabæ hafa sagt skilið við plastpoka undir kartöflurnar sínar og pakka þeim nú í umhverfisvæna bréfpoka. Kartöflunum er handpakkað, pokarnir vigtaðir og saumað fyrir með handsaumavél. Á bænum Hákoti eru Markús Ársælsson og Halldóra Hafsteinsdóttir, bændurnir á bænum, ásamt syni sínum, Ársæli að pakka kartöflum í nýju bréfpokana sem Ársæll á hugmyndina og heiðurinn að. Hann er með fyrirtækið Þúsund ára sveitaþorp sem markaðssetur pokana. „Þetta snýst bara um að taka kartöflurnar og pakka í umhverfisvænar pakkningar í þeim tilgangi að reyna að losna við plastið. Er það ekki það sem við Íslendingar viljum? Reyna að minnka plastnotkun. Ég er búin að vinna í kartöflum frá því að ég var lítill krakki og hef því séð hvað við hentum miklu plasti, þannig að hugmyndin vaknaði í framhaldi af því,“ segir Ársæll sem hefur fengið mjög góðar viðtökur við nýju umbúðunum og í rauninni miklu meiri en hann þorði að vona. Ársæll segir að ekki spilli fyrir að verkefnið byrji í plastlausum september. Maðurinn á pokunum er langafi Ársæls en þar sést hann taka upp kartöflur með gamalli kartöfluupptökuvél. Umhverfismál eru ofarlega í huga kartöflubænda segir Ársæll. „Við þurfum að hugsa okkar gang og reyna að gera betur. Það er það sem ég er að reyna að gera með þessum umbúðum“.
Umhverfismál Kartöflurækt Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira