Hver áhorfandi þurfi tvo fermetra Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2020 10:15 Áhorfendur hafa getað mætt á íþróttaviðburði frá 29. ágúst eftir að þeir höfðu verið bannaðir í tvær vikur þrátt fyrir að íþróttakeppni hefði hafist að nýju 14. ágúst. VÍSIR/HAG Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér smitvarnaleiðbeiningar fyrir íþróttafélög sem vilja geta tekið á móti áhorfendum nú þegar leyfi hefur verið gefið fyrir 200 áhorfendur í hverju rými. Frá og með 7. september, þegar nýjata reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir tók gildi, hefur verið leyfilegt að hafa 200 áhorfendur í hverju „hólfi“ á íþróttaviðburðum gegn því að öllum sé tryggður sá möguleiki að fylgja eins metra reglunni. Hægt er að hafa fleiri en eitt hólf í stúku, en hvert hólf þarf að vera vel aðskilið og með sérstakan inngang og salernisaðstöðu. Í leiðbeiningum sem ÍSÍ hefur nú sent frá sér kemur einni fram að áhorfendarými þurfi að vera að lágmarki 400 fermetrar að stærð til að þar sé hægt að hafa 200 manns. Hver áhorfandi þurfi að hafa tvo fermetra. Reglurnar taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar, en fullorðnum er sagt að gæta þess að vera einn metra frá börnum sem þeir tengjast ekki. Leiðbeiningar ÍSÍ má lesa hér að neðan. ÍSÍ: Leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum Reglugerð Heilbrigðisráðherra frá 7. september 2020 kveður á um 200 manna fjöldatakmörkun í hverju rými og að í allri starfsemi skuli tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Til að hægt sé að fylgja þessum skilyrðum reglugerðarinnar varðandi áhorfendur á íþróttaviðburðum verður að tryggja að hver áhorfandi hafi 2 fermetra í áhorfendarými. Til að ná hámarksfjöldanum 200 í hvert hólf þarf áhorfendarýmið því að vera 400 fermetrar að stærð. Einnig gilda ákvæði um sér inn- og útgang, sér salernisaðstöðu, sér þjónustusvæði og að rýmið sé aðskilið frá öðrum svæðum með girðingu eða öðrum aðskilnaði sem er a.m.k. 2 metrar. Sé áhorfendarými minna en 400 fermetrar skerðist hámarksfjöldi áhorfenda sem hægt er að hleypa inn í rýmið. Hver áhorfandi þarf 2 fermetra. Tafla til viðmiðunar (börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í þessum fjöldatölum enda taka ákvæði reglugerðarinnar ekki til þeirra). Þó þurfa fullorðnir að passa að vera 1 metra frá ótengdum börnum. Stærð áhorfendarýmis í fermetrum Hámarksfjöldi áhorfenda 50 25 100 50 150 75 200 100 250 125 300 150 350 175 400 200 Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Nálægðarreglunni hefur verið breytt úr tveimur metrum í einn metra og þá nú 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. 7. september 2020 06:46 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér smitvarnaleiðbeiningar fyrir íþróttafélög sem vilja geta tekið á móti áhorfendum nú þegar leyfi hefur verið gefið fyrir 200 áhorfendur í hverju rými. Frá og með 7. september, þegar nýjata reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir tók gildi, hefur verið leyfilegt að hafa 200 áhorfendur í hverju „hólfi“ á íþróttaviðburðum gegn því að öllum sé tryggður sá möguleiki að fylgja eins metra reglunni. Hægt er að hafa fleiri en eitt hólf í stúku, en hvert hólf þarf að vera vel aðskilið og með sérstakan inngang og salernisaðstöðu. Í leiðbeiningum sem ÍSÍ hefur nú sent frá sér kemur einni fram að áhorfendarými þurfi að vera að lágmarki 400 fermetrar að stærð til að þar sé hægt að hafa 200 manns. Hver áhorfandi þurfi að hafa tvo fermetra. Reglurnar taka ekki til barna sem fædd eru 2005 eða síðar, en fullorðnum er sagt að gæta þess að vera einn metra frá börnum sem þeir tengjast ekki. Leiðbeiningar ÍSÍ má lesa hér að neðan. ÍSÍ: Leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum Reglugerð Heilbrigðisráðherra frá 7. september 2020 kveður á um 200 manna fjöldatakmörkun í hverju rými og að í allri starfsemi skuli tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Til að hægt sé að fylgja þessum skilyrðum reglugerðarinnar varðandi áhorfendur á íþróttaviðburðum verður að tryggja að hver áhorfandi hafi 2 fermetra í áhorfendarými. Til að ná hámarksfjöldanum 200 í hvert hólf þarf áhorfendarýmið því að vera 400 fermetrar að stærð. Einnig gilda ákvæði um sér inn- og útgang, sér salernisaðstöðu, sér þjónustusvæði og að rýmið sé aðskilið frá öðrum svæðum með girðingu eða öðrum aðskilnaði sem er a.m.k. 2 metrar. Sé áhorfendarými minna en 400 fermetrar skerðist hámarksfjöldi áhorfenda sem hægt er að hleypa inn í rýmið. Hver áhorfandi þarf 2 fermetra. Tafla til viðmiðunar (börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í þessum fjöldatölum enda taka ákvæði reglugerðarinnar ekki til þeirra). Þó þurfa fullorðnir að passa að vera 1 metra frá ótengdum börnum. Stærð áhorfendarýmis í fermetrum Hámarksfjöldi áhorfenda 50 25 100 50 150 75 200 100 250 125 300 150 350 175 400 200
ÍSÍ: Leiðbeiningar vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum Reglugerð Heilbrigðisráðherra frá 7. september 2020 kveður á um 200 manna fjöldatakmörkun í hverju rými og að í allri starfsemi skuli tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Til að hægt sé að fylgja þessum skilyrðum reglugerðarinnar varðandi áhorfendur á íþróttaviðburðum verður að tryggja að hver áhorfandi hafi 2 fermetra í áhorfendarými. Til að ná hámarksfjöldanum 200 í hvert hólf þarf áhorfendarýmið því að vera 400 fermetrar að stærð. Einnig gilda ákvæði um sér inn- og útgang, sér salernisaðstöðu, sér þjónustusvæði og að rýmið sé aðskilið frá öðrum svæðum með girðingu eða öðrum aðskilnaði sem er a.m.k. 2 metrar. Sé áhorfendarými minna en 400 fermetrar skerðist hámarksfjöldi áhorfenda sem hægt er að hleypa inn í rýmið. Hver áhorfandi þarf 2 fermetra. Tafla til viðmiðunar (börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í þessum fjöldatölum enda taka ákvæði reglugerðarinnar ekki til þeirra). Þó þurfa fullorðnir að passa að vera 1 metra frá ótengdum börnum. Stærð áhorfendarýmis í fermetrum Hámarksfjöldi áhorfenda 50 25 100 50 150 75 200 100 250 125 300 150 350 175 400 200
Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Nálægðarreglunni hefur verið breytt úr tveimur metrum í einn metra og þá nú 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. 7. september 2020 06:46 Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Nálægðarreglunni hefur verið breytt úr tveimur metrum í einn metra og þá nú 200 manns koma saman í stað 100 manns áður. 7. september 2020 06:46
Hólfaskipting aftur leyfð á knattspyrnuleikjum Breytingar hafa verið gerðar á reglum sem snúa að framkvæmd knattspyrnuleikja og er nú heimilt að skipta leikvangi í hólf. 5. september 2020 13:30