Borgin Þrándur í Götu samgöngusáttmála Egill Þór Jónsson skrifar 11. september 2020 11:00 Þann 9. september birti Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi athyglisverða grein, en þar fjallar hún um skipulagsákvarðanir borgarinnar í tengslum við Samgöngusáttmálann. Þar er vakin athygli á því að borgin er ítrekað að skipuleggja framkvæmdir ofan í hálsmálið á framkvæmdum sem kveðið er á um í sáttmálanum. Einkennileg staða hefur til dæmis skapast í kringum lagningu Arnarnesvegar, en borgin hefur málað sig út í horn í því máli. Samgöngusáttmálinn Tæplega ár er síðan Reykjavíkurborg, ríkið og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu svokallaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur meðal annars í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Ein af framkvæmdunum sem flokkaðar voru sem flýtiframkvæmdir er lagning Arnarnesvegar, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Sáttmálinn kveður á um að að framkvæmdir við lagningu vegarins hefjist árið 2021, á næsta ári. Vetrargarður Til kynningar hjá borginni er nýtt hverfisskipulag Breiðholts. Ein af áhugaverðustu hugmyndunum þar er Vetrargarður við skíðabrekkuna ofan við Jafnasel. Hugmyndin er hugsuð sem skíðabrekka fyrir skólabörn og ungt fólk allt árið um kring. Þetta er líklega sú hugmynd í nýja hverfisskipulaginu sem allir Breiðhyltingar geta sammælst um. Nú þegar hugmyndir um Vetrargarð í Breiðholti eru komnar fram er þó tvísýnt hvaða áhrif það mun hafa á lagningu Arnarnesvegar. Borgargarður Elliðaárdals Meirihluti borgarstjórnar samþykkti fyrr á árinu 2020 nýtt deiliskipulag fyrir Borgargarðinn Elliðaárdal. Tilgangur deiliskipulagsins sneri að því að vernda og varðveita náttúrufar í dalnum um leið og tækifærum til útivistar í dalnum yrði fjölgað. Deiliskipulagið var umdeilt og þá sérstaklega mörk dalsins. Stór hluti dalsins hafði verið klipptur út svo hægt væri að byggja í dalnum. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir þeim gatnaframkvæmdum sem borgin hafði skuldbundið sig til þess að fara í samkvæmt Samgöngusáttmála. Borgin í flókinni stöðu - Pólitískt sjálfskaparvíti Meirihlutinn í borginni og borgarstjóri skrifuðu undir sáttmála þess efnis að fyrrnefndur Arnarnesvegur yrði lagður, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Þetta hefur alltaf legið fyrir samkvæmt áætlunum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og sem hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er mikilvægt að staðið sé við samninga við önnur sveitarfélög. Hins vegar virðist sú aðferð meirihlutans að stilla málum upp á móti hvort öðru að vera að koma í bakið á þeim. Nú þegar tillögur að lagningu Arnarnesvegar hafa verið kynntar er ljóst að sú útfærsla, sem boðuð var með samgöngusáttmálanum sem stofnbraut með mislægum gatnamótum, skarast á við deiliskipulag Elliðaárdals. Einnig er ljóst að ákveði borgin að setja inn ljósastýrð gatnamót við Breiðholtsbraut, ógnar það fyrirhuguðum Vetrargarði og brýtur um leið samgöngusáttmálann. Borgin hefur því málað sig út í horn í þessu máli en það eru afleiðingar ákvarðanna núverandi meirihluta og ekki gott að sjá hvernig hægt verður að leysa þá stöðu sem upp er komin. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 9. september birti Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi athyglisverða grein, en þar fjallar hún um skipulagsákvarðanir borgarinnar í tengslum við Samgöngusáttmálann. Þar er vakin athygli á því að borgin er ítrekað að skipuleggja framkvæmdir ofan í hálsmálið á framkvæmdum sem kveðið er á um í sáttmálanum. Einkennileg staða hefur til dæmis skapast í kringum lagningu Arnarnesvegar, en borgin hefur málað sig út í horn í því máli. Samgöngusáttmálinn Tæplega ár er síðan Reykjavíkurborg, ríkið og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu svokallaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur meðal annars í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Ein af framkvæmdunum sem flokkaðar voru sem flýtiframkvæmdir er lagning Arnarnesvegar, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Sáttmálinn kveður á um að að framkvæmdir við lagningu vegarins hefjist árið 2021, á næsta ári. Vetrargarður Til kynningar hjá borginni er nýtt hverfisskipulag Breiðholts. Ein af áhugaverðustu hugmyndunum þar er Vetrargarður við skíðabrekkuna ofan við Jafnasel. Hugmyndin er hugsuð sem skíðabrekka fyrir skólabörn og ungt fólk allt árið um kring. Þetta er líklega sú hugmynd í nýja hverfisskipulaginu sem allir Breiðhyltingar geta sammælst um. Nú þegar hugmyndir um Vetrargarð í Breiðholti eru komnar fram er þó tvísýnt hvaða áhrif það mun hafa á lagningu Arnarnesvegar. Borgargarður Elliðaárdals Meirihluti borgarstjórnar samþykkti fyrr á árinu 2020 nýtt deiliskipulag fyrir Borgargarðinn Elliðaárdal. Tilgangur deiliskipulagsins sneri að því að vernda og varðveita náttúrufar í dalnum um leið og tækifærum til útivistar í dalnum yrði fjölgað. Deiliskipulagið var umdeilt og þá sérstaklega mörk dalsins. Stór hluti dalsins hafði verið klipptur út svo hægt væri að byggja í dalnum. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir þeim gatnaframkvæmdum sem borgin hafði skuldbundið sig til þess að fara í samkvæmt Samgöngusáttmála. Borgin í flókinni stöðu - Pólitískt sjálfskaparvíti Meirihlutinn í borginni og borgarstjóri skrifuðu undir sáttmála þess efnis að fyrrnefndur Arnarnesvegur yrði lagður, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Þetta hefur alltaf legið fyrir samkvæmt áætlunum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og sem hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er mikilvægt að staðið sé við samninga við önnur sveitarfélög. Hins vegar virðist sú aðferð meirihlutans að stilla málum upp á móti hvort öðru að vera að koma í bakið á þeim. Nú þegar tillögur að lagningu Arnarnesvegar hafa verið kynntar er ljóst að sú útfærsla, sem boðuð var með samgöngusáttmálanum sem stofnbraut með mislægum gatnamótum, skarast á við deiliskipulag Elliðaárdals. Einnig er ljóst að ákveði borgin að setja inn ljósastýrð gatnamót við Breiðholtsbraut, ógnar það fyrirhuguðum Vetrargarði og brýtur um leið samgöngusáttmálann. Borgin hefur því málað sig út í horn í þessu máli en það eru afleiðingar ákvarðanna núverandi meirihluta og ekki gott að sjá hvernig hægt verður að leysa þá stöðu sem upp er komin. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar