Halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2020 12:51 Mýrarhúsaskóli er hluti af Grunnskóla Seltjarnarness. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákvað á fundi sínum í gær að halda áfram að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna í bænum. Verðskrá skólamáltíða grunnskóla breytist því á þann veg að hádegismatur hækkar um liðlega 2,5% frá því í fyrra, að því er segir í frétt um málið á vef bæjarins. Hádegismatur mun því kosta 532 krónur í stað 519 krónur í fyrra en verðskrá fyrir ávexti verður 99 krónur en var 136 krónur í fyrra. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar umræðu sem verið hefur á meðal foreldra í bænum eftir að tilkynnt var fyrr á árinu að bærinn myndi hætta alfarið að niðurgreiða skólamáltíðir í grunnskólanum með tilheyrandi verðhækkun á matarverðinu. Þannig hefði máltíð í grunnskóla farið úr 519 krónum í fyrra í 655 krónur í ár, en ákvörðun um að hætta niðurgreiðslu kom í kjölfar þess að bærinn samdi eftir útboð við Skólamat ehf. um framleiðslu og framreiðslu matar í skólum bæjarins. Í frétt á vef bæjarins segir að þann 31. ágúst síðastliðinn hafi Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness sent „greinargott bréf til bæjarstjórnar Seltjarnarness þar sem málið var reifað, verðhækkun og samskiptaleysi bæjaryfirvalda hörmuð. Foreldrafélagið óskaði enn fremur eftir því að bæjarstjórn Seltjarnarness endurskoðaði ákvörðun sína um að hætta að niðurgreiða skólamat grunnskólabarna. Seltjarnarnesbær hefur þegar tekið undir athugasemdir og ábendingar Foreldrafélags grunnskólans um að betur hefði mátt standa að kynningu á breyttu fyrirkomulagi. Að kynna hefði mátt mun fyrr og með skýrari hætti í hverju breytingarnar fælust sem og hvaða áhrif ólík innheimtuaðferð hefðu í för með sér í hverjum mánuði fyrir sig. Mikil ánægja er þó með fyrirtækið, þjónustu þess og gæði matar. Aukið úrval hefur einnig fallið vel í kramið hjá börnum og foreldrum þeirra.“ Samkvæmt upplýsingum frá bænum er verð fyrir mat í leikskóla óbreytt. Maturinn þar kostar nú 560 krónur en kostaði 431 krónu í fyrra samkvæmt frétt um verðskrá skólamáltíða á vef bæjarins frá í ágúst en bærinn niðurgreiðir matinn um 50%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira