Umfjöllun: Valur - HK 2-1 | Valsmenn í undanúrslit eftir framlengingu Atli Freyr Arason skrifar 10. september 2020 22:35 Fjölnir- Valur Pepsi max deild karla, Sumar 2020. Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins kláruðust í dag með þremur leikjum. Á Hlíðarenda tók Valur á móti HK í framlengdum leik sem lyktaði með 2-1 sigri heimamanna. Valur byrjaði leikinn betur en þrátt fyrir rólega byrjun á leiknum sjálfum þá ná Valsmenn að komast yfir á 5. mínútu leiksins með marki frá Kaj Leo Í Bartalsstovu. Kaj er þá fyrstur á frákastið og klárar snyrtilega í fjærhornið framhjá Arnari í marki HK. Bæði lið fengu mjög fín færi í fyrri hálfleik en mörkin urðu ekki fleiri. Leikurinn var áfram frekar jafn í síðari hálfleik en eftir því sem á leið seinni hálfleik komust HK-ingarnir meira og meira inn í leikinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Það kom þó ekki fyrr en 5 mínútum fyrir leikslok þegar Bjarni Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður á 68. mínútu, jafnaði leikinn með glæsilegu skalla eftir fyrirgjöf Ásgeirs Marteins, sem hafði líka stuttu áður komið inn á leikvölinn sem varamaður. Ekki voru fleiri fótboltamörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var eins og ný lið hefðu mætt til leiks og var boðið upp á mun skemmtilegri fótboltaleik miðað við það sem sást í venjulegum leiktíma. Mun meiri hraði var þá í leiknum og taugarnar voru augljóslega trekktar því menn voru fljótir upp við minnsta tilhæfi. Bæði lið fengu dauðafæri í framlengingu, m.a. Aron Bjarnason hjá Val og Bjarni Gunnarsson hjá HK. Það var þó einungis Sigurður Egill sem nýtti marktæki færið sitt í framlengingunni, eða á 101. mínútu þessa leiks, þegar Sigurður sleppur í gegnum vörn HK-inga og klárar færið sitt afar vel með því að setja knöttinn í klofið á Arnari í markinu og tryggði Valsmönnum síðasta sætið í undanúrslitum, þar sem fyrir eru ÍBV, FH og KR. Afhverju vann Valur? Leikur sem hefði hæglega getað dottið öðru hvoru megin. Það voru allskonar dauðafæri sem fóru forgörðum hjá báðum liðum. Valur á sigurinn fyllilega skilið en það var kannski smá heppni sem fylgdi þessu líka hjá þeim. Hvað gekk illa? Færanýtingin án vafa. Valgeir Lundal fær dauðafæri á 13. mínútu þar sem erfiðara var að skora ekki. Bjarni Gunnarsson fékk svo kjörið tækifæri á 120. mínútu til að knýja fram vítaspyrnukeppni þegar hann slapp í gegn, einn á móti Hannesi en rennir boltanum framhjá markinu. Hvað gerist næst? HK er úr leik í bikarnum en Valur fer áfram í undanúrslitin. Valur spilar við KR-inga í undanúrslitum 4. nóvember. Bæði lið eiga þó mikilvæga leiki í deildinni á sunnudag. HK spilar við ÍA í Kórnum á meðan Valur fær Víkinga í heimsókn. Mjólkurbikarinn Valur HK
Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins kláruðust í dag með þremur leikjum. Á Hlíðarenda tók Valur á móti HK í framlengdum leik sem lyktaði með 2-1 sigri heimamanna. Valur byrjaði leikinn betur en þrátt fyrir rólega byrjun á leiknum sjálfum þá ná Valsmenn að komast yfir á 5. mínútu leiksins með marki frá Kaj Leo Í Bartalsstovu. Kaj er þá fyrstur á frákastið og klárar snyrtilega í fjærhornið framhjá Arnari í marki HK. Bæði lið fengu mjög fín færi í fyrri hálfleik en mörkin urðu ekki fleiri. Leikurinn var áfram frekar jafn í síðari hálfleik en eftir því sem á leið seinni hálfleik komust HK-ingarnir meira og meira inn í leikinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Það kom þó ekki fyrr en 5 mínútum fyrir leikslok þegar Bjarni Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður á 68. mínútu, jafnaði leikinn með glæsilegu skalla eftir fyrirgjöf Ásgeirs Marteins, sem hafði líka stuttu áður komið inn á leikvölinn sem varamaður. Ekki voru fleiri fótboltamörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var eins og ný lið hefðu mætt til leiks og var boðið upp á mun skemmtilegri fótboltaleik miðað við það sem sást í venjulegum leiktíma. Mun meiri hraði var þá í leiknum og taugarnar voru augljóslega trekktar því menn voru fljótir upp við minnsta tilhæfi. Bæði lið fengu dauðafæri í framlengingu, m.a. Aron Bjarnason hjá Val og Bjarni Gunnarsson hjá HK. Það var þó einungis Sigurður Egill sem nýtti marktæki færið sitt í framlengingunni, eða á 101. mínútu þessa leiks, þegar Sigurður sleppur í gegnum vörn HK-inga og klárar færið sitt afar vel með því að setja knöttinn í klofið á Arnari í markinu og tryggði Valsmönnum síðasta sætið í undanúrslitum, þar sem fyrir eru ÍBV, FH og KR. Afhverju vann Valur? Leikur sem hefði hæglega getað dottið öðru hvoru megin. Það voru allskonar dauðafæri sem fóru forgörðum hjá báðum liðum. Valur á sigurinn fyllilega skilið en það var kannski smá heppni sem fylgdi þessu líka hjá þeim. Hvað gekk illa? Færanýtingin án vafa. Valgeir Lundal fær dauðafæri á 13. mínútu þar sem erfiðara var að skora ekki. Bjarni Gunnarsson fékk svo kjörið tækifæri á 120. mínútu til að knýja fram vítaspyrnukeppni þegar hann slapp í gegn, einn á móti Hannesi en rennir boltanum framhjá markinu. Hvað gerist næst? HK er úr leik í bikarnum en Valur fer áfram í undanúrslitin. Valur spilar við KR-inga í undanúrslitum 4. nóvember. Bæði lið eiga þó mikilvæga leiki í deildinni á sunnudag. HK spilar við ÍA í Kórnum á meðan Valur fær Víkinga í heimsókn.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti