Stöndum með íslenskri framleiðslu Stjórn samtaka íslenskra handverksbrugghúsa skrifar 8. september 2020 08:30 Áskorun á dómsmálaráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnarfólk Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin framleiða vandaðar og eftirsóttar íslenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða. Breytingar fyrir umhverfið, neytendur og frumkvöðlafyrirtæki Rekstrarumhverfi handverksbrugghúsa á Íslandi er erfitt vegna fámennis, verulega hárra opinberra gjalda og íþyngjandi löggjafar. Íslensk handverksbrugghús mega samkvæmt gildandi lögum hvorki selja gestum sínum vörur til að taka út af framleiðslustað, né í öðrum verslunum en áfengisverslunum ríkisins. Starfsemi ÁTVR hentar þörfum lítilla brugghúsa um margt illa, enda gætu þau sjálf sinnt hluta sölunnar betur og komið vörunni ferskari á markað. Þannig fengist hún nær framleiðslu með minnkuðu fótspori og á hagkvæmari hátt, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir neytendur, umhverfið og afkomu brugghúsanna. Erlendir aðilar mega nú selja íslenskum neytendum áfengi heim að dyrum í netverslun án takmarkana. Ef íslenskir framleiðendur vilja gera slíkt hið sama þurfa þeir að flytja vörur sínar til útlanda, til þess eins að þær verði fluttar heim aftur af erlendri netverslun með tilheyrandi kolefnisspori. Ljóst er að um óeðlilega mismunun er að ræða. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur íslenskra brugghúsa og mun hafa enn meiri áhrif í haust, samhliða hruni í ferðaþjónustu. Lagalegt jafnræði á sviði netverslunar og auknir möguleikar handverksbrugghúsa til beinnar sölu gætu því beinlínis orðið til þess að bjarga fjölmörgum frumkvöðlafyrirtækjum og þar með tryggja fjölda starfa um land allt og framtíðarskatttekjur. Aukin áhersla á forvarnir Breytingar þessar fela ekki í sér aukið aðgengi fólks undir lögaldri að áfengi, enda yrði það einungis selt á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupaaldri má koma saman. Þá styðja samtökin strangar kröfur um eftirlit með aldri kaupenda. Í síðasta frumvarpi ráðherra var gert ráð fyrir leyfissviptingu og refsiábyrgð vegna ófullnægjandi aldurseftirlits. Samtökin fagna slíkum kröfum en benda á að engin slík ákvæði gilda um erlendar netverslanir. Loks telja samtökin mikilvægt að halda áfram öflugu forvarnarstarfi, sem sinna má enn betur ef tekjur af sölu áfengis í netverslun renna í vasa íslenskra skattgreiðenda, frekar en erlendra fyrirtækja. Samtökin skora því á ráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnfólk að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um land allt, vandaða íslenska framleiðslu og íslenskar skatttekjur. Stjórn samtakanna skipa Sigurður Snorrason formaður, Berglind Snæland, Haraldur Þorkelsson, Laufey Sif Lárusdóttir og Jóhann Guðmundsson meðstjórnendur. Í samtökunum eru eftirfarandi rekstraraðilar: Austri brugghús – Egilsstöðum Álfur brugghús – Kópavogi Belgingur, Hið austfirzka bruggfjelag – Breiðdalsvík Bjórsetur Íslands, brugghús – Hólum í Hjaltadal The Brothers Brewery – Vestmannaeyjum Brugghús Steðja – Borgarbyggð Bruggsmiðjan Kaldi – Árskógsströnd Dokkan brugghús – Ísafirði Flóki , Eimverk – Garðabæ Gæðingur öl – Kópavogi Húsavík öl – Hú s a v ík Jón ríki – Höfn í Hornafirði Litla brugghúsið – Garði Malbygg – Reykjavík Og Natura - Hafnarfirði RVK Brewing Co. – Reykjavík Segull 67 – Siglufirði Smiðjan brugghús – Vík í Mýrdal Ægir brugghús – Reykjavík Ölverk – Hveragerði Ölvisholt – Flóahreppi Öldur – Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Áskorun á dómsmálaráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnarfólk Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin framleiða vandaðar og eftirsóttar íslenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða. Breytingar fyrir umhverfið, neytendur og frumkvöðlafyrirtæki Rekstrarumhverfi handverksbrugghúsa á Íslandi er erfitt vegna fámennis, verulega hárra opinberra gjalda og íþyngjandi löggjafar. Íslensk handverksbrugghús mega samkvæmt gildandi lögum hvorki selja gestum sínum vörur til að taka út af framleiðslustað, né í öðrum verslunum en áfengisverslunum ríkisins. Starfsemi ÁTVR hentar þörfum lítilla brugghúsa um margt illa, enda gætu þau sjálf sinnt hluta sölunnar betur og komið vörunni ferskari á markað. Þannig fengist hún nær framleiðslu með minnkuðu fótspori og á hagkvæmari hátt, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir neytendur, umhverfið og afkomu brugghúsanna. Erlendir aðilar mega nú selja íslenskum neytendum áfengi heim að dyrum í netverslun án takmarkana. Ef íslenskir framleiðendur vilja gera slíkt hið sama þurfa þeir að flytja vörur sínar til útlanda, til þess eins að þær verði fluttar heim aftur af erlendri netverslun með tilheyrandi kolefnisspori. Ljóst er að um óeðlilega mismunun er að ræða. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur íslenskra brugghúsa og mun hafa enn meiri áhrif í haust, samhliða hruni í ferðaþjónustu. Lagalegt jafnræði á sviði netverslunar og auknir möguleikar handverksbrugghúsa til beinnar sölu gætu því beinlínis orðið til þess að bjarga fjölmörgum frumkvöðlafyrirtækjum og þar með tryggja fjölda starfa um land allt og framtíðarskatttekjur. Aukin áhersla á forvarnir Breytingar þessar fela ekki í sér aukið aðgengi fólks undir lögaldri að áfengi, enda yrði það einungis selt á stöðum þar sem fólk á löglegum áfengiskaupaaldri má koma saman. Þá styðja samtökin strangar kröfur um eftirlit með aldri kaupenda. Í síðasta frumvarpi ráðherra var gert ráð fyrir leyfissviptingu og refsiábyrgð vegna ófullnægjandi aldurseftirlits. Samtökin fagna slíkum kröfum en benda á að engin slík ákvæði gilda um erlendar netverslanir. Loks telja samtökin mikilvægt að halda áfram öflugu forvarnarstarfi, sem sinna má enn betur ef tekjur af sölu áfengis í netverslun renna í vasa íslenskra skattgreiðenda, frekar en erlendra fyrirtækja. Samtökin skora því á ráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnfólk að standa með íslenskum handverksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um land allt, vandaða íslenska framleiðslu og íslenskar skatttekjur. Stjórn samtakanna skipa Sigurður Snorrason formaður, Berglind Snæland, Haraldur Þorkelsson, Laufey Sif Lárusdóttir og Jóhann Guðmundsson meðstjórnendur. Í samtökunum eru eftirfarandi rekstraraðilar: Austri brugghús – Egilsstöðum Álfur brugghús – Kópavogi Belgingur, Hið austfirzka bruggfjelag – Breiðdalsvík Bjórsetur Íslands, brugghús – Hólum í Hjaltadal The Brothers Brewery – Vestmannaeyjum Brugghús Steðja – Borgarbyggð Bruggsmiðjan Kaldi – Árskógsströnd Dokkan brugghús – Ísafirði Flóki , Eimverk – Garðabæ Gæðingur öl – Kópavogi Húsavík öl – Hú s a v ík Jón ríki – Höfn í Hornafirði Litla brugghúsið – Garði Malbygg – Reykjavík Og Natura - Hafnarfirði RVK Brewing Co. – Reykjavík Segull 67 – Siglufirði Smiðjan brugghús – Vík í Mýrdal Ægir brugghús – Reykjavík Ölverk – Hveragerði Ölvisholt – Flóahreppi Öldur – Mosfellsbæ
Í samtökunum eru eftirfarandi rekstraraðilar: Austri brugghús – Egilsstöðum Álfur brugghús – Kópavogi Belgingur, Hið austfirzka bruggfjelag – Breiðdalsvík Bjórsetur Íslands, brugghús – Hólum í Hjaltadal The Brothers Brewery – Vestmannaeyjum Brugghús Steðja – Borgarbyggð Bruggsmiðjan Kaldi – Árskógsströnd Dokkan brugghús – Ísafirði Flóki , Eimverk – Garðabæ Gæðingur öl – Kópavogi Húsavík öl – Hú s a v ík Jón ríki – Höfn í Hornafirði Litla brugghúsið – Garði Malbygg – Reykjavík Og Natura - Hafnarfirði RVK Brewing Co. – Reykjavík Segull 67 – Siglufirði Smiðjan brugghús – Vík í Mýrdal Ægir brugghús – Reykjavík Ölverk – Hveragerði Ölvisholt – Flóahreppi Öldur – Mosfellsbæ
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun