Risabor ræstur til að endurnýja eina afkastamestu borholu borgarinnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. september 2020 21:00 Hafliði Jón Sigurðsson biður fólk um að sýna bornum í Bolholti skilning, enda verði framkvæmdirnar fólki til góða. Hann segist ekki útiloka að Bolholt hljóti nafnbótina Borholt á meðan öllu þessu stendur. Baldur Hrafnkell Búast má við nokkrum hávaða næstu vikur þegar ráðist verður í að endurnýja eina afkastamestu borholu höfuðborgarsvæðisins við Bolholt, með einum öflugasta bor landsins. Borholan mun síðan sjá um fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. Borholan sem um ræðir heitir RG20 og er sögð ein gjöfulasta borhola höfuðborgarinnar, en hún hefur verið í notkun frá árinu 1963. Vegna þrengingar í holunni hefur dregið nokkuð úr afköstum hennar og þarf því að endurnýja hana. Borinn sem notaður er til verksins er einn öflugasti bor sem sést hefur í borginni í áratugi og mega íbúar því búast við einhverju ónæði frá klukkan sjö á morgnanna til sjö á kvöldin, næstu fjórar til sex vikurnar. Framkvæmdirnar hefjast á morgun. „Við höfum lagt gífurlega mikla vinnu í að greina hagsmunaaðila hér í kring og hafa samband við þá. Bæði heimsótt þá og upplýst þá með tölvupóstum og svo framvegis. En svo höfum við líka gert frekari ráðstafanir varðandi að byggja hljóðdempibúnað í kringum búnaðinn hérna,“ segir Hafliði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Hitaveitu Veitna. Borholan mun síðan sjá fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. „Í dag þjónar hún um tvö þúsund heimilum fyrir húshitun og það má því áætla að hún muni geta þjónað um 3600 heimilum eftir aðgerðir.“ Borholan hafi þegar skilað miklu og muni gera þaðáfram. „Það má áætla það að frá því að þessi hola byrjaði að þjóna höfuðborgarsvæðinu þá hefur hún sparað okkur um 3,3 milljónir tonna af koltvísýring og á sama tíma hefur hún sparað okkur um 65 milljarða í kostnað miðað við ef þessi hús hefðu þurft að vera kynnt með jarðgasi eins og gert er til dæmis í Englandi.“ Reykjavík Orkumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Búast má við nokkrum hávaða næstu vikur þegar ráðist verður í að endurnýja eina afkastamestu borholu höfuðborgarsvæðisins við Bolholt, með einum öflugasta bor landsins. Borholan mun síðan sjá um fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. Borholan sem um ræðir heitir RG20 og er sögð ein gjöfulasta borhola höfuðborgarinnar, en hún hefur verið í notkun frá árinu 1963. Vegna þrengingar í holunni hefur dregið nokkuð úr afköstum hennar og þarf því að endurnýja hana. Borinn sem notaður er til verksins er einn öflugasti bor sem sést hefur í borginni í áratugi og mega íbúar því búast við einhverju ónæði frá klukkan sjö á morgnanna til sjö á kvöldin, næstu fjórar til sex vikurnar. Framkvæmdirnar hefjast á morgun. „Við höfum lagt gífurlega mikla vinnu í að greina hagsmunaaðila hér í kring og hafa samband við þá. Bæði heimsótt þá og upplýst þá með tölvupóstum og svo framvegis. En svo höfum við líka gert frekari ráðstafanir varðandi að byggja hljóðdempibúnað í kringum búnaðinn hérna,“ segir Hafliði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Hitaveitu Veitna. Borholan mun síðan sjá fjögur þúsund manna byggð fyrir heitu vatni. „Í dag þjónar hún um tvö þúsund heimilum fyrir húshitun og það má því áætla að hún muni geta þjónað um 3600 heimilum eftir aðgerðir.“ Borholan hafi þegar skilað miklu og muni gera þaðáfram. „Það má áætla það að frá því að þessi hola byrjaði að þjóna höfuðborgarsvæðinu þá hefur hún sparað okkur um 3,3 milljónir tonna af koltvísýring og á sama tíma hefur hún sparað okkur um 65 milljarða í kostnað miðað við ef þessi hús hefðu þurft að vera kynnt með jarðgasi eins og gert er til dæmis í Englandi.“
Reykjavík Orkumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira